Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 28

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 28
VISBENDING Þeir sem misnota frelsid á markaðinum eru þess vegna helstu andstseðingar einka- væðingar, þ.e.a.s. þeir segjast elska hana en þeir skapa illvilja til hennar með þjóðinni og eru þar með að eitra jarðveginn. Aukin einkavæðing Frelsið á að ná eins langt og það getur, sú takmörkun á að gilda að menn misnoti það ekki gagnvart öðrum, frelsi eins verði ekki ánauð annars, Eg var oft gagnrýndur af mínum ungu samherjum fyrir að það gengi hægt við framkvæmd einkavæðingar. En þegar maður horf- ir yfir sviðið og skoðar hvað hefur áunnist í þeim efnum þá er það ótrúlega mikið og listinn langur, bæði stór og smá mál. Þar áttu menn í byrjun við að eiga rótgróinn hugsunarhátt sem var í raun mjög fjandsamlegur öllum slíkum breytingum, ekki bara hjá stjórnarandstöðunni heldur í þjóðfélaginu öllu. Menn voru hrædd- ir við slíkar breytingar, einkum vegna þess að landið er lítið. Það hefur veriö ríkt í okkur, allt frá tímum Hannesar þegar enginn átti neitt eða gat neitt, að trúa á hið sameinaða afl undir hatti ríkisins eða sveitarfélagsins enda varð það að beita sér til þess að eitthvað gerðist. Eg held að það hafi verið heilmikið til í þessu á tímabili en verkefni seinni tíma hafa yfirleitt verið fólgin í að skapa for- sendur fyrir því að aðrir gætu gert eitthvað en ekki að hinir ágætu handhafar valds, hjá ríki og sveitarfélögum, gerðu alla hluti. Þeg- ar ég kom í ríkisstjórn var sá tími kominn, sem betur fer. Einkavæðing í heilbrigðisgeiranum Það er hægt að koma við ákveðinni einkavæðingu, eins og t.d. í heilbrigðisgeiranum, en ég vil ekki koma upp einkavæðingu í kerfi sem lítur lögmálum einokunar. Sagan sýnir að einstakling- ar sem geta komið sér í aðstöðu sem lýtur lögmálum einokunar eru ekkert betri en opinberir starfsmenn, ekki það að þetta séu vondir einstaklingar heldur er það bara ekkert sem knýr þá áfrarn til samkeppni. Hagurinn af einkavæðingu hverfur ef einkaaðilinn býr við lögmál einokunar, hvort sem hann hefur sjálfur skapað þær aðstæður eða þær liggja í eðli máls. Þeir sem misnota frels- ið á markaðinum eru þess vegna helstu andstæðingar einkavæð- ingar, þ.e.a.s. þeir segjast elska hana en þeir skapa illvilja til hennar með þjóðinni og eru þar með að eitra jarðveginn. Þannig er ég ekki hlynntur einkavæðingu þar sem slík skilyrði eru líkleg. A hinn bóginn geta menn innan slíkra greina, í ríkari mæli en nú er gert, nýtt sér krafta og þjónustu einkageirans þó ekki sé einka- vætt. Eg sé að þegar talað er um heilbrigðismálin núna þá virðast menn einkum beita sér fyrir því að reyna að þrengja að þeim sem veita þjónustu utan stofnananna. Mér finnst það röng áhersla. Auðvitað á að reyna að koma því í skikkanlegt horf. Það á ekki að vera þannig að þeir sem vinna á stofnunum hafi hag af því að senda fólk í þjónustu sem þeir sjálfir veita. Þar þarf að finna form svo allt sé eðlilegt. En það er ekki endilega skynsamlegt að nota stærstu stofnanirnar, eins og sjúkrahúsin, til þess að framkvæma minnstu aðgerðirnar. Þær gætu farið fram annars staðar. Auðvit- að á að nýta krafta manna úti í bæ til þess. Rammi efnahagslífsins Ríkisvaldið má vera leiðbeinandi með ákveðnum hætti, t.d. með því að styrkja grunn efnahagslífsins með öflugum og sjálfstæð- um Seðlabanka. Seðlabankinn er að byggja sig mjög vel upp, varasjóður og eiginfjárstaða hefur aldrei verið sterkari, verður kannski komin upp í 70 milljarða innan fárra missera. í því felst ákveðin öryggiskennd, bankinn getur þá með ákveðnum hætti gripið inn í á markaði og það er erfiðara að storka bankanum ef hann stendur það vel. En hann á ekki að vera með stöðug inngrip og það þarf góðar röksemdir til þegar til aðgerða er gripið. Bank- inn á ekki að stýra hagkerfinu, en hann á að tryggja að stöðug- leikinn haldi og atvinnulífið búi við þær aðstæður að það geti starfað eðlilega. Það finnst mér vera megininntakið, við eigum að skapa ramma fyrir efnahagslífið. Við höfum lækkað skatta á fyrirtæki úr 50% í 18% og hvað segja tölurnar okkur? Jú, við erum að fá meiri skatta af 18% held- ur en við höfðum af 50%. Þá segja sumir að við höfum hækkað skattana af því að skatttekjurnar hafa aukist, en það var nákvæm- lega það sem við sögðum að myndi gerast. Skatttekjurnar hafa aukist af því að fyrirtæki fengu meira svigrúm. Það gildir líka alveg það sama fyrir fólkið í landinu. Þess vegna viljum við lækka hátekjuskattinn hér, hann lendir ekki síst á þeim sem þurfa að vinna mikið til að mynda á ákveðnum hluta af æviskeiðinu, þurfa að koma sér upp húsnæði og slíkum hlutum. Þeir sem eru þar fyrir ofan hafa mörg úrræði til að komast fram hjá slíkum sköttum eins og sagan sýnir. Hátekjuskatturinn mun hverfa, svo vil ég að tekjuskatturinn verði lækkaður um 4% á þessu kjörtímabili og um það er sátt á milli stjórnarflokkanna. Við verðum hins vegar að laga okkur að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Við erum komin inn í tímabil þar sem heilmikill uppgangur er í efna- hagslífinu og nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Hins vegar eigum við ekki að nota það sem afsökun til þess innleiða ekki þessar skattbreytingar. Að samræmast Evrópu Því miður tek ég nú þátt í því að Ieiða hér inn reglur frá Evrópu- sambandinu sem enginn les almennilega og verða til þess að efnahagslífið verður sífellt þyngra í vöfum. Þetta eru oft reglur sem hafa ekkert með hinn frjálsa rnarkað að gera heldur ganga út á að samræma alla hluti og því miður í vitlausa átt. Menn hafa 28

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.