Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 36

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 36
VISBENDING og vel ritfær, en ekki leiftrandi stjórnmálamaður sem hreif fjöldann. Hann var áhugamaður um hagfræði og hafði ritað um gengismál fyrstur Islendinga, en það fór þó svo að hans um- deildasta ráðstöfun var gengishækkun krónunnar árið 1925. Að ýmsu er að hyggja varðandi þessa ráðstöfun. Verðhjöðnun hafði verið hér á landi eins og víðar á Vesturlöndum og Bretar höfðu hækkað gengi pundsins. Raungengi hækkaði því ekki eins mikið og hækkunin gæti gefið til kynna. Kaupmáttur styrktist, en samkeppnishæfni minnkaði. Velmegun var á stjórnarárum Ihaldsflokksins, einkum fram- an af. Frjálsræði í inn- og útflutningi var meira en síðar þekkt- ist langt fram eftir öldinni. Haftastefnan hófst reyndar ekki fyrr en eftir að kreppan skall á árið 1930. Árið 1927 vann Framsóknarflokkurinn sigur og íhaldsmenn töpuðu fimm þingsætum. Jón sagði þegar af sér og braut þar blað, en flest- ir fyrri ráðherra höfðu setið löngu eftir að ljóst var að þeir nutu ekki fylgis meirihluta Alþingis og varð að samþykkja á þá vantraust. Árið 1929 sameinuðust íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Sjálfstæðisflokk, en hann hafði uppsögn sam- bandssamningsins við Dani á sinni stefnuskrá, auk þess sem hann fylgdi verslunarfrelsi og studdi frelsi einstaklingsins. Jón Þorláksson var kjörinn fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Árið 1933 varð Jón borgarstjóri í Reykjavík. Hann var fyrstur til að verða bæði borgarstjóri og forsætisráðherra á ferli sínum en síðan hafa fjórir fylgt í fótspor hans. Jón dró sig út úr þjóð- málunum og var það mál manna að hann kynni betur við sig í borgarmálum, en sem borgarstjóri gat hann einbeitt sér að verklegum framkvæmdum og málum sem til heilla horfðu án þess að þurfa stöðugt að standa í málamiðlunum. Hann var m.a. einn fyrsti baráttumaður fyrir hitaveitu. Jóni entist þó ekki lengi aldur í borgarstjórastólnum, en hann lést árið 1935. ♦♦♦ Kosningarnar 1927 voru gjöfular fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fékk 19 þingmenn en aðeins 29,8% atkvæða en Ihaldsflokkurinn fékk 16 þingmenn og 42,5% atkvæða. Auk þess fékk Alþýðu- flokkurinn 5 þingmenn og 19,1% atkvæða, og tveir þingmenn voru stakir en tengdust þó íhaldsflokki og Framsóknarflokki. Jón Þorláksson sagði af sér þegar úrslit lágu fyrir. Af spamaðarástæðum var þingið þó ekki kallað saman. Framsóknarmenn kusu að gera ritstjóra Tímans, Tryggva Þórhalls- son, að foringja sínum, en hinn aðalforingi Framsóknarmanna var Jónas Jónsson frá Hrillu. Á þessum tíma var Framsóknar- flokkurinn fyrst og fremst þingflokkur og formaður þingflokksins var formaður flokksins en með kjöri Tryggva til að leiða ríkisstjórn verður hann einnig formaður flokksins. Framsóknarmenn höfðu meiri- hluta þingmanna í neðri deild Alþingis en þar sem landskjörnir þingmenn sátu í efri deild voru íhaldsmenn, sem síðar urðu sjálfstæðismenn, og kratar með meirihluta þar. Alþýðuflokkurinn tók þá afstöðu að veita ríkisstjórn Framsókn- arflokksins hlutleysi án skilyrða og án áhrifa á ráðherraval. Það var síðan óánægja Alþýðuflokksþingmanna veturinn 1930 - 1931 af því að Alþýðuflokkurinn taldi að Framsóknarflokkurinn sýndi ekki sem skyldi skilning á þörfum verkafólks um kjarabætur og því varð ályktað á þingi Alþýðusambandsins, sem jafnframt var þing Alþýðuflokksins, að forsendur fyrir hlutleysi flokksins gagn- vart ríkisstjóm Tryggva væru ekki lengur fyrir hendi. Samvinnan hélt þó áfram fram eftir vetri en baráttumál Alþýðuflokksins, bygging verkamannabústaða og virkjun við Sog og rafvæðing í þéttbýli, sátu eftir. Ágreiningsefni þessa tfma kristölluðust í að bóndi var bústólpi og réttur bóndans til landsstjórnar var rneiri en lýðsins í þéttbýli að mati Framsóknar. Við þessar aðstæður myndaðist bandalag Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks til að knýja fram breytingar á kjör- dæmaskipan. Vorið 1931 tilkynnti Alþýðuflokkurinn að flokkurinn hætti stuðningi við ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar án þess þó að heita Sjálfstæðisflokknum stuðningi eða hlutleysi. Samtímis bám nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Við þessar aðstæður rauf Tryggvi Þórhallsson þing og boðaði til kosninga. Af þessu spruttu hatramar deilur og var um tíma umsátursástand um heimili forsætis- ráðherra. í kosningunum juku Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur fylgi sitt á kostnað Alþýðuflokks. Framsóknarmenn fengu 35% atkvæða í kosningunum og hreinan meirihluta. Stjórnin hafði ekki meirihluta í efri deild en hélt áfram völdum. Ásgeir Ásgeirsson, mágur Tryggva, varð fjármálaráðherra. Sat hin nýja stjóm að völdum í tæpt ár en þá myndaði Ásgeir Ásgeirsson stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Stjóm Tryggva Þórhallssonar var um margt merkileg stjórn. Sagt var að Jónas Jónsson frá Hriflu, dóms- og kennslumála- ráðherra, réði öllu, en aðrir ráðherrar væm núll, Tryggvi stóra núllið en Einar Áma- son, fjármálaráðherra, litla núllið. Læknar í Reykjavík með Níels Dungal, prófessor, í broddi fylkingar töldu að geðheilsa dóms- málaráðherrans orkaði tvímælis. Yfirlækn- irinn á Klepp, sem Jónas hafði skipað, heimsótti dómsmálaráð- herrann á sjúkrabeð og tjáði honum að hann væri „ekki normal". Dómsmálaráðherrann rak yfirlækninn samstundis og skipaði hon- um að rýna embættisbústað sinn tafarlaust! Eftir stjórnina liggja skóiabyggingar víða um land, bygging Arnarhváls fyrir stjórnarskrifstofur, hafist var handa um byggingu Þjóðleikhúss og fleiri húsa. Árferði var ekki mjög slæmt í upphafí stjómartímabilsins en svo skall heimskreppan á hér á landi. Saman fór minni afli og lægra verð á afurðum. Samhliða verðhjöðnun var kaupgjald mjög hátt og mikið atvinnuleysi. Tryggvi Þórhallsson var guðfræðingur að mennt. Að prófi loknu vígðist hann til prests að Hesti í Borgarfirði. Hann var áhugamaður um búskap og rak búskap í Laufási við Laufásveg. Hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum undan ofríki Hriflu- Jónasar og stofnaði Bændaflokkinn. Hann varð forsætisráðherra þegar sjávarútvegur hafði náð hlutfallslegum yfirburðum yfír landbúnað, en hann tók afstöðu með landbúnaðinum og sveitunum á kostnað þéttbýlisins, eins og endurspeglaðist í kjördæmaskipan og þversögn í niðurstöðum kosninga. Síðustu æviár sín var hann bankastjóri Búnaðarbankans, sem hann hafði stofnað 1930. Hann lést langt um aldur fram árið 1935, aðeins 46 ára að aldri. Enginn efaðist um heilindi Tryggva og hann var talinn góðviljaður maður. ❖ Tryiflpfin ÞórhaUsson (1927-1932) 36 Forsætisráðherrar í hundrað ár

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.