Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 26

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 26
VISBENDING ræður og rekur ráðherra að vild. Það gerist ekki í samsteypu- stjórn með sama hætti og eiginlega alls ekki. Ef ég tæki mig til og ræki á eigin spýtur einhvern alþýðuflokksmann eða fram- sóknarmann, af því að ég teldi hann ekki starfi sínu vaxinn, þá færi sá flokkur vitaskuld úr ríkisstjórn. Ekki af því að hann væri endilega ósammála mér um viðkomandi aðila, málið snýst ekki um það. Þetta eitt og sér takmarkar mjög vald for- sætisráðherra. Þannig fara áhrif hans mjög mikið eftir persónu hans og þeim stuðningi sem hann annars vegar hefur hjá eigin flokki og hins vegar úti í þjóðfélaginu. Ef hann glatar öðru hvoru eða hvoru tveggja þá getur viðkomandi setið hér án þess að nokkur viti hvað hann er að gera eða nokkur hafi á því áhuga. Astæðan er sú að hann hefur sáralítil völd samkvæmt lögum. Forsætisráðherra ræður t.d. til starfa langfæsta starfs- menn af öllum ráðherrunum. Hann er ekki með þessi stóru batterí eins og heilbrigðisráðherra eða menntamálaráðherra. Þannig að í rauninni er þetta að verulegu leyti áhrifavald og auðvitað getur forsætisráðherrann beitt sér fyrir að ráðherrar framkvæmi ákveðna hluti innan ríkisstjórnar. Það gerist iðu- lega vegna þess að þó að ráðherrar séu kóngar í sínu ríki þá þurfa þeir að fá stuðning í þinginu og hann fá þeir ekki ef for- sætisráðherra styður þá ekki. Þannig er eðli málsins, ríkis- stjórnin er kennd við hann. Með þeim hætti getur hann haft meiri áhrif en lögin segja til um. Eiginleikar góðs forsætisráðherra Ég hugsa að það sé mjög misjafnt eftir mönnum hvað þeir þurfa að hafa til brunns að bera. Þú þarft að vera áhugasamur um flest sem viðkemur mannlífmu, mátt ekki vera of uppnæmur fyrir öll- urn hlutum, mátt ekki taka alla hluti inn á þig, mátt ekki vera mjög uppnæmur fyrir gagnrýni þvf þá verður þú á endanum skjálfandi hrak. En þú mátt heldur ekki vera of kærulaus. Ég hef svona ákveðið kæruleysis-element í mér, svo hefur alltaf verið, og það hjálpar mér. Maður les einhverja gagnrýni á sig, og mað- ur kærir sig kollóttan, það er ágætt en það má ekki vera of mik- ið. Ég er alltaf svolítið taugastrekktur þegar ég þarf að halda ræður og er mjög ánægður með það. Því ef ég væri það ekki þá væri þetta bara orðið eitthvert kæruleysi. Þér má aldrei vera alveg sama, eiginlega ekki um neitt. Tjáningarfrelsið Ég hef stundum verið gagnrýndur fyrir að tjá mig, t.d. fyrir af- skipti mín af Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þá heyrði ég menn segja, meira að segja kennara við Háskólann, að ég hefði beitt óhóflegu valdi. Ég horfði nú á þetta, ég er nú lögfræðingur og kann orðið eitthvað í stjórnsýslulögum, en það var engu lfkara en ég hefði sent herinn á vettvang eins og þvf var lýst. Það eina sem ég gerði var að ég tjáði mig, bæði með orðum og athöfnum. Ég hvatti engan til þess að gera það sama og ég. Fólkið fann að forsætisráðherra var misboðið og því var líka misboðið. Ég beitti engan valdi sem mér er fært með lögum og reglum. Kannski er ég kominn eftir svona langan tíma í þannig stöðu að menn rugla þessu öllu saman. Ég tek til að mynda eftir því að mjög margir telja að ég hafí almennt ekki málfrelsi. Það sé stór- kostlegt hneyksli ef ég segi nokkurn skapaðan hlut en allir aðrir megi tjá sig. Meira að segja forsetinn, sem á að vera sameiningar- tákn þjóðarinnar, hann virðist mega tjá sig um alla skapaða hluti en ég, sem er forystumaður í stjórnmálum, formaður stærsta flokksins, ef ég tjái mig þá telja sumir það vera eitthvað stór- kostlega hættulegt, valdbeitingu af versta tagi. Valdabrölt og fákeppni Ég held að fákeppni spilli mjög fyrir í viðskiptalífinu. Ég hef ver- ið þeirrar skoðunar, allt frá því að ég var ungur maður, að því minni afskipti sem stjórnmálamenn, embættismenn eða eftirlits- menn þyrftu að hafa af viðskiptalífinu því betra. En ef það þarf að koma til afskipta opinberra aðila þá eru það inngrip sem eiga að miðast við að tryggja hagsmuni aimennings og atvinnulífsins almennt. Þannig er best að hafa þetta. En allt byggist þetta á því að menn lúti leikreglunum, líka þeim sem hvergi eru skráðar. Ef menn lúta þeim ekki þá telja stjórnmálamennirnir, embættis- mennirnir og eftirlitsmennirnir sér það skylt að koma og taka á einhverjum tiltölulega fáum „skúrkum“ af því að þeir hafa ekki lotið leikreglunum. Það þýðir fyrir alla hina sem lúta leikreglun- um að streymið og ákvörðunartakan á markaðinum verður þyngri, þrengri, svifaseinni og þannig dregur úr arðsemi og öllu því sem markaðurinn á að skila. Fyrir mig eru það því gríðarleg vonbrigði að þurfa yfirleitt að blanda mér í þessa hluti. Sumir segja að ég sé að reyna að rífa stoðirnar undan markaðinum en öll mín vinna hefur farið í það að taka valdið frá mér og mínum líkum. Það væri örugglega freistandi fyrir forystumenn í stjórnmálum að hafa meira og minna vald yfir öllu bankakerfmu. Ég get engin fyrirmæli gefið inn í bankakerfíð. Ég get sagt skoðanir mínar og þess háttar en engin fyrirmæli gefið. Það tel ég vera hollt og gott. En þá verða þessir kappar líka að lúta leikreglum og ekki misnota sér stöðu sína og reyna að búa sér til yfirburðarstöðu í þeim til- gangi einum að eiga léttari leik, og að þurfa ekki að standa í sam- keppni með heilbrigðum hætti. Leikur án dómara Ég er áhugamaður um knattspyrnu þótt ég hafí aldrei verið sér- staklega góður leikmaður sjálfur. Ég hef séð það þegar ég er að horfa á fótbolta að þar ríkir oft sannkallaður íþróttandi. En ef þar væri ekki kall með gult og rautt spjald þá myndu þessir gæjar haga sér þannig á vellinum að það yrði hreint blóðbað, slitnar sinar, brotin hné og hvaðeina. Leikurinn á að fá að íljóta eins eðlilega og mögulegt er. Ef menn byrja að þjösnast þá er dómar- inn með gula og rauða spjaldið kominn, og hvað gerist þá, við sitjum heima að horfa á sjónvarpið og leikurinn er hundleiðinlegur af því að það eru komin tíu gul spjöld og fimm rauð spjöld. Meira að segja þeir menn sem hafa mestan áhuga á að horfa á eða spila með verða afhuga leiknum. Nákvæmlega sama reglan á við um markaðinn. Þar þarf að vera dómari með gult og rautt spjald en því minna sem hann þarf að nota þau, af því að menn haga sér betur, því skemmtilegri verður leikurinn og því meiri afrakstur verður af honum okkur öllum til handa. s I hvaða samkeppni er Samkeppnisstofnun Ég ber heilmikla ábyrgð á Samkeppnisstofnun sökum þess að í minni fyrstu ríkisstjórn var lagður grundvöllurinn að umhverfi og umgjörð hennar. Ég held hins vegar að við þurfum að hugsa það dæmi svolítið upp á nýtt. Ég er ekki viss um að hún virki sem skyldi. Olíufélögin eru til dæmis til athugunar, öll þrjú, en ég sé ekki að það verði nein breyting gagnvart almenningi eftir þessa athugun. Ef öll olíufélögin eru tekin til skoðunar og öll sektuð, þannig að samkeppnisstaða þeirra innbyrðis hefur ekkert breyst, hver borgar þá sektina - olíufélögin? Það held ég ekki, það verða ég og þú. Það skiptir engu máli hve mikið þeir verða sektaðir, verðið hækkar bara sem nemur sektinni. Alveg eins er með græn- metið. Grænmetiskarlarnir í Öskjuhlíðinni fengu einhverja sekt, 26

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.