Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 20

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 20
VÍSBENDING - Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Hugmyndir Halldórs Kiljans Laxness um hagskipulag egar Halldór Kiljan Laxness sneri frá Bandaríkjunum í árslok 1929, var hann orðinn sannfærður sósíalisti. Þá beið hans á fs- landi rit, sem hann hafði samið úti í Kaliforníu, greinasafnið Al- þýðubókin, og hann átti næstu árin eftir að setja saman skáldsögu um sjávarpláss á íslandi, Sölku Völkit. Með henni skipaði hann sér í öndvegi íslenskra bókmennta og vék ekki þaðan, meðan hann lifði. En Halldór var betri sögumaður en leiðsögumaður. Skoðum stuttlega og gagnrýnum hugmyndir hans um hagskipulagið í þess- um tveimur verkum. Draumurinn um vísindalegt skipulag Margt má gagnrýna í Alþýðubókinni. Til dæmis var það kenning Halldórs, að alþýða manna byggi yfir meiri visku en lærðir menn. Sannleikurinn væri ekki í bókum. Auðvitað er það rétt, að þekk- ingin dreifist á mennina. En er það ekki röksemd fyrir því að dreifa valdinu á þá alla í stað þess að safna því saman á eina hendi, eins og Halldór og aðrir byltingarmenn vildu gera? Og er þessi kenn- ing ekki í mótsögn við aðra, sem Halldór hélt líka fram í Alþýðu- bókinni, að til væri eitt og aðeins eitt vísindalegt þjóðskipulag? Mennirnir góðir og skipulagið vont Sú kenning Halldórs er líka hæpin í meira lagi, að mennirnir séu í eðli sínu góðir, en verði vondir f og af skipulaginu. Hitt virðist nær sanni, að menn séu jafngóðir eða -vondir, hverjar sem leikreglurn- ar séu, en sumar leikreglur geti haldið hinum verri eiginleikum þeirra í skefjum og laðað fram hina betri. Menn breyta ekki um eðli, þótt þeir skipti um skipulag. Önnur kenning, sem Halldór tók raunar eftir Karli Marx, er háskaleg einföldun. Hún er, að trúin sé aðeins huggun eða athvarf fjöldans, ópíum fyrir alþýðu. Auðvitað á trúarþörfin sér dýpri rætur. Hún felur í sér leit að tilgangi lífsins, vitund um, að maðurinn sé ekki æðsta skepna jarðar, að viskan sé ekki vonarsnauð. Lögmáli skortsins hafnað Halldór gekk að annarri kenningu Marx vísri í Alþýðubókinni. Hún er, að tæknilegur vandi framleiðslunnar hafi verið leystur. Gnótt sé gæða á jörðinni, úrlausnarefnið aðeins að skipta þeim réttlátlega. Þessi kenning er því miður röng. Lögmál skortsins gild- ir enn, og menn verða að glíma við það á hverjum degi. Gæðin falla ekki fyrirhafnarlaust í hendur okkar, heldur þurfa boð sífellt að berasl manna og þjóða í milli um, hvernig stilla megi saman framboð og eftirspurn, framleiðslu og neyslu, innflutning og út- flutning, fjárfestingu og sparnað. Reynslan sýnir líka, að menn hraða sér ekki að settu marki, nema þeir sjái gulrót framundan og hafi vönd fyrir aftan sig, beri í brjósti von um ávinning og ótta við tap. Uppskurð frekar en lyfjagjöf Ein meginhugmynd Alþýðubókarinnar er í beinu framhaldi af þeirri kenningu, að allur tæknilegur vandi framleiðslunnar sé leystur og nóg til skiptanna. Hún er, að róttæk umskipti séu nauðsynleg. Það þurfi uppskurð frekar en lyfjagjöf, byltingu í stað þróunar. Þessi hugmynd er varhugaverð. Menn geta ekki skipt um skip á miðri siglingu, heldur verða að láta sér nægja að gera við það, sem er í ólagi. Hættumar af byltingu eru margar. Hvaða líkur em á því, að í valdastóla eftir byltingu veljist menn, sem séu upplýstir og góðviljaðir? Hvernig á að leiðrétta mistök, þar sem allt er lagt und- ir? Engels orðaði þessa hugmynd svo, að menn stykkju úr ríki 20

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.