Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 33

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 33
Bj I I jörn Jónsson var einhver áhrifamesti * maður á landinu á sinni tíð en hann var ritstjóri Isafoldar og eigandi. Isafold var eitthvert áhrifamesta blað hér á landi fyrir og upp úr aldamótum 1900. Hann hóf nám í lögfræði í Danmörku en hvarf þaðan fljótlega og flutti til Reykjavíkur. Hann þótti afburðaritfær maður og vel rökvís í heiftúðugum ritdeilum sem þá settu svip sinn á þjóðlíftð. Hins vegar varð hann ekki ráðherra fyrr en hann var kom- inn af léttasta skeiði og margt sem bendir til þess að honum hafi verið tekið að förl- ast enda orðinn veikur maður. í kosningunum í september 1908 vann Sjálfstæðisflokkurinn (eldri) mikinn sigur, en þingmannsefni hans höfðu lýst yftr ein- dreginni andstöðu við samningsdrög þau sem fyrir lágu milli Islendinga og Dana um sambandsmálin, Uppkastið svo- nefnda. Eftir að vantraust var samþykkt á Hannes ákváðu sjálfstæðismenn að tilnefna Björn sem ráðherraefni sitt. En þrátt fyrir að sjálfstæðismenn réðu nú lögum og lofunt gekk ekkert í sambandsmálinu, enda kannski ekki við því að búast, því að þeir voru örugglega ekki jafn sveigjanlegir í samn- ingum og heimstjórnarmenn. Reyndar töldu margir flokksmenn Björns hann linari í sjálfstæðismálinu á erlendri grundu en hér á landi. Þótt stjórnartíð Björns væri stutt og umdeild þá kom hann þó í gegn frumvarpi til laga um Háskóla íslands sem stofnaður var 17. júní 1911 og þá gengu líka í gildi lög um bann við innflutningi áfengis sem voru sett fram í tíð Hannesar sem þó varaði hvað mest við áhrifum þess, en bannið átti eftir að setja sinn svip á þjóðlíftð næstu tvo áratugi. Það sem þó stóð upp úr stuttum ráðherraferli Björns var Landsbankamálið svo- nefnda, en hann vék frá Tryggva Gunnarssyni bankastjóra og skoðunarmönnum bank- ans. Um þetta urðu heiftarlegar deilur en á þessum tíma koma Alþingi aðeins saman annað hvert ár og Björn neitaði að kalla saman aukaþing vegna málsins. Árið 1911 lýsti meirihluti þingflokks sjálfstæðismanna yfir að Björn nyti ekki lengur trausts þeirra, en Björn vildi þó ekki víkja nema fyrir vantrausti. Svo fór að vantrauststillaga var borin upp af flokksfélögum Björns og samþykkt með miklum meirihluta. Björn varð ekki langlífur eftir þetta og lést árið 1912. Bjövn Jónsson (1909-1911) Island er gagnvart Danmörku eins og húsmannsbýli gagnvart herra- garðinum. Björn Jónsson Listin að stjórna rétt og þrekið til að fylgja máli sínu eftiry hvað sem á dynury lœrist ekki og er fáum gefið. Bjarni Benediktson Kristján Jónsson (1911-1912) Eftir vantraustið á Björn Jónsson 1911 tilnefndu sjálfstæðismenn, sem voru í miklurn meirihluta á þingi Skúla Thoroddsen ráðherraefni sitt en hafði fengið þriðjung at- kvæða í samkeppni við Björn tveimur árum fyrr. Heimastjórnarmenn kváðust hins veg- ar myndu veita Kristjáni Jónssyni, háyfirdómara, hlutleysi sem ráðherra. Kristján var af mikilli stjórnmálaætt. Faðir hans og tveir bræður voru alþingismenn, annar ráðherra. Tengdasonur hans var Sigurður Eggerz sem síðar varð ráðherra Islands. Kristján var sjálfstæðismaður, en hefur sennilega hlotið samúð Heimastjórnarmanna þegar Björn ráðherra vék honum úr starfi gæslustjóra við Landsbankann um leið og Tryggvi var rekinn úr bankastjórastarfmu. Konungur bað Kristján að taka að sér embættið eftir að hafa ráðfært sig við forseta neðri deildar um styrk ráðherraefna á þingi. Kristján féllst á beiðnina og var skipaður í embætti. Sumir flokksmenn hans töldu skipun hans brot á þingræðinu. Honum var vik- ið úr flokknum og tillaga um vantraust borin upp á þingi. Kristján sagði að segja mætti að þau tíðkuðust nú hin breiðu spjótin, þetta væri önnur vantrausttillagan sem fram væri borin á þrem vikum. Tillagan féll á einu atkvæði í neðri deild Alþingis. Kristján var þó ekki langlífur í ráðherraembætti, eftir rúmt ár var Hannes Hafstein aft- ur tekinn við því starfi. Kristján tók aftur við dómarastarfmu og varð síðar fyrsti dóm- stjóri Hæstaréttar. »J* T 33

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.