Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 29

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 29
talað um að samræma skattamálin af því að þeir vilja ekki hafa skattasamkeppni. Og í hvaða átt ætla þeir að samræma það, í átt að lægri sköttum? Eg held nú ekki. Þeir ætla að hækka skatta. Við vildum fara í EES til þess að komast á innri markaðinn. Við urð- urn að komast inn þar með okkar vörur, í staðinn höfum við þurft að þrengja ýmislegt í okkar þjóðfélagi og taka inn reglur sem henta okkur ekki. Ég skal nefna dæmi. Við erum með sérstakan hvíldartíma fyrir þá sem keyra trukka. Þær reglur eru settar vegna millilandaflutninga í Evrópu. Það er lítil sem engin hætta á því að við keyrum frá Islandi til meginlands Evrópu, það sér hvert mannsbarn. Þannig er verið að samræma reglur sem koma okkur ekkert við. Við erum að setja reglur um skipaskurð í þinginu, erum að ræða það grafalvarlegir allir. Samgönguráðherra flytur vandaða ræðu um skipaskurði af því að við verðum að koma því í lög sem allra fyrst svo að Evrópusambandið fari ekki út í ein- hverjar refsiaðgerðir gegn okkur. Það er eitthvað brjálæðislegt við þetta. Það er enginn ávinningur af því fyrir okkur að ganga í Evrópu- sambandið. En þrátt fyrir þessa afstöðu er ég ekkert hræddur við alþjóðavæðingu, tel reyndar að hún veiti okkur Islendingum mik- il tækifæri og ekki vafamál að hún hefur margar góðar hliðar. Sumir hafa af því áhyggjur að þjóðríkið muni hverfa. Ég hef ekki áhyggjur af því, ég tel að þjóðríkið muni alltaf hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Forsenda þess að alþjóðavæðingin skili ár- angri er sú að litlar jafnt sem stórar þjóðir geti nýtt sér sínar sér- stöku aðstæður. Þessar útjöfnunarhugmyndir Evrópusambands- ins, að jafna allt út með sömu reglum hvernig svo sem það hent- ar, eru ekki til góðs. Það er enginn vafi í mínum huga á því að reglur sem henta okkur á Norðurlöndum henta ekkert endilega suður á Italíu. Það er fráleitt að finna upp einhverjar reglur sem eiga að passa fyrir allt, fólk er svo óskaplega ólíkt, ólíkar hefðir og siðir. Ég er nýkominn frá Grikklandi sem verður æ háðara Evrópustyrkjunum sem draga þrótt úr öllu efnahagslífinu og fólkinu í landinu. Kappið fer í það að halda í sem mest þegar styrkirnir fara til Póllands og annarra landa. Það er ekki gott að vera á evrópskri félagsmálastofnun í marga ættliði. Þátttaka í klúbbnum Við erum ekki enn farnir að hugsa svona. Og þó. Samfylkingin segir við okkur að við eigum að ganga í ESB því að suntar grein- ar landbúnaðarins fengju meiri styrki en þær fá núna. Þetta eru reyndar sömu aðilarnir og tala alltaf á móti landbúnaðarstyrkjum hér heima, en nota þetta sem röksemd fyrir því að ganga í Evrópu- sambandið. Undarleg hringavitleysa. Mér finnst líka mjög skrýtið að menn sem voru hlynntir því að ganga í Evrópusambandið fyr- ir svo sem fjórum, fimm árum láta það ekkert á sig fá þegar ýms- ar grundvallarforsendur hafa gjörbreyst eins og nú virðist stefna í með nýrri stjórnarskrá. Þessir menn horfa ekkert á það, þeir eru alltaf jafnmikið á því að ganga í Evrópusambandið sama hvemig það þróast. Þetta er alveg furðulegt. Ég gæti t.a.m. hugsað mér að ganga í einhvern Lionsklúbb en svo væri reglunum breytt í þá veru að maður þyrfti að ganga nakinn um bæinn til að vera í klúbbnum. Þá hefði ég ekki lengur áhuga á að vera með. Önnur rök sem notuð hafa verið fyrir inngöngu eru þau að lítil lönd hafi svo mikil áhrif. Nú er verið að breyta því á þann hátt, með nýrri stjórnarskrá og öðrum tilskipunum, að lítil lönd hafa æ rninni áhrif. Við kreíjumst þess að hafa sjávarútvegssamninginn þannig að við fáum að ráða sjálf yfir fiskimiðunum okkar en allir sem til þekkja segja að við fáurn ekki að ráða því þar sem valdið fari til Brussel. Samt skipta menn ekki um skoðun heldur setja undir sig hausinn og halda áfrarn að berjast gegn staðreyndum. Ég spyr um ástæður þess að við ættum að ganga í Evrópusantbandið en það er fátt um svör. Hin stóra þjóð Við köllum okkur örríki, því við erum einungis 300 þúsund manns. Hvernig getur hlutafjármarkaðurinn starfað í 300 þúsund manna hópi, blokk á Manhattan eins og menn segja? Það santa á við um þjóðfélagið sjálft, hvernig getur það starfað með jafn ágætum hætti, þrjú skipafélög, flugfélög, hátæknifyrirtæki, öflug- ur útflutningur, sendiráð víða, háskóla sambærilega við það sem gerist annars staðar, og þannig mætti lengi telja. Þegar erlendir bankar þurfa að lána til íslands þá skoða þeir í sínum reikningum hvers virði Island er sem skuldari, þá sjá þeir að landið er jafnhátt skrifað og Bandaríkin og Þýskaland. Þeir velta sér ekkert uppúr því að við erunt einungis þrjú hundruð þús- und, þeir sjá bara að við stöndum jafnfætis Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum og vilja því lána þjóðinni. Okkur fmnst þetta sjálf- sagt, en það er það í rauninni ekki. Auðvitað má spyrja sig þessara spurninga eða trúa því sama og Egill Ólafsson, sem er sannfærður um að við séum sennilega tvær milljónir, dæmið gangi ekki upp annars. Það eru tónleikar hér út um allt, fimmtíu tónleikar á kvöldi. Hvar fæst mannskapur í þetta, ekki bara til þess að spila heldur til að hlýða á þetta líka? Mig grunar að Egill hafi rétt fyrir sér en ég þori ekki að spyrja Hag- stofustjóra að þessu ef þetta skyldi vera satt. Stórir draumar Það er eitthvað mjög skrýtið element í okkur því það er stundum eins og við viðurkennum ekki að við séum bara þrjú hundruð þús- und. Við sendum lið á Ólympíumótið í skák og lendum í fimmt- ánda sæti og allir verða slegnir og skilja ekkert í því hvað gerðist í samkeppni við 170 þjóðir. Helst þarf að segja að allir hafi feng- ið magapínu eða þjálfarinn hafi ekki verið nógu góður af þvf að við sættum okkur ekki við þetta. Við viljum vera í toppnum. Hún kernur okkur vel þessi hugsun að við hljótum að vera í fremstu röð alls staðar. Það er góður eiginleiki þó að hann virki stundum brjálæðislegur. Ég held að þessi þverstæða sé drifkraftur sem fleytir okkur áfram. Það er líka í okkur ákveðin sjálfumgleði, að þetta sé allt svo auðvelt fyrir okkur. Auðvitað er þetta ekkert auð- velt, fólk þarf að leggja hart að sér. Sem betur fer sjáurn við hjá unga fólkinu að þessi hugsun, að allt komi fyrirhafnarlaust, er að hverfa. Það er þessi dirfska, kraftur og framþróun sem er að verki. Þannig hef ég trú á því að þjóðin sé ekkert að gefa eftir, síður en svo, hún mun standa sig afar vel. Landið er stórt og öflugt og það þarf að gæta að því, varðveita kosti þess með skynsamlegum hætti eins og gert hefur verið hingað til. Ég sé ekki annað fyrir mér en að við getum átt góða möguleika í framtíðinni. Þegar við minnumst Hannesar Hafsteins verður okkur ljóst að við höfum alla vega efni á að láta okkur dreyma, því að forsendurnar eru fyrir hendi, við sjáum hvað hefur verið gert. Ef hann gat dreymt svona stórt í allri eymdinni, maður sem óð forina upp að húsinu hérna á hverjum einasta degi og horfði á lækinn fyrir utan gluggann. Orðið lækur hljómar mjög vel en í raun var þetta holræsi bæjarins. Ef hann gat dreymt svona stóra draunta þá höfunt við alla kosti til þess að láta okkur dreynta enn stærri drauma nú. ♦$♦ 29

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.