Frjáls verslun - 01.02.1951, Side 29
Launakjaranefnd V.R.
Standandi f. v.: Bjarni HalldórKSon, ólafur Stefánsson, Njáll
Símonarson, Daníel Gíslason ojí Einar Elíasson.
Sitjandi: I»órir Hall form. 0«; Björgjiilfur Si^urðsson.
sömu verðlagsupjíbótar og Alþingi bafði samþykkt
og gilti það samkomulag frá 1. janúar til 1. apríl
1940. Þegar vitað var að Alþingi 1940 myndi afgreiða
sem lög frumvarp um greiðslu verðlagsuppbótar á
laun opinberra starfsmanna, verkamanna, sjómanna
og iðnaðarmanna, beitti stjórn og launakjaranefnd
V.R. sér fyrir því, að borið yrði upj) á því þingi sams-
konar frumvarj) hvað snerti verðlagsuj)j)bót á laun
starfsmanna í verzlunum og skrifstofum, og \ar þá-
verandi alþingismaður Thor Thors fenginn til að bera
frumvarpið fram. Frumvarj)ið fékk það góðar undir-
tektir, að tryggt þótti að það yrði afgreitt sem lög,
en þá skeður það óvænta. Þar eð frumvarpið hafði
komið fram í seinna lagi á þessu þingi, þurfti það að
fá afgreiðslu með afbrigðum frá þingskö])um. For-
maður Framsóknarflokksins og tveir samherjar hans
fnndu hvöt hjá sér til þess að stöðva þetta réttlætis-
mál verzlunarfólks, og neituðu um afbrigði frá þing-
sköpum. Þá var það að stjórn V.R. sendi þáverandi
ríkisstjórn skýrslu um málið, og fór fram á það, að
gefin yrðu út bráðabirgðalög þar sem ákveðin yrði
saina verðlagsuj)])bót til verzlunarfólks og Alþingi
hafði samþykkt að greiða o])inberum starfsmönnum.
Enn á ný varð verzlunarfólk fvrir vonbrigðum, því
ríkisstjórnin neitaði að gefa út þessi bráðabirgðalög
á þeim forsendum, að ráðherrarnir Eysteinn Jónsson og
Hermann Jónasson fengust ekki til að gefa samþykki
sitt — en til þess þurfti samþykki allra ráðherranna.
Ut af þessu máli urðu talsverðar blaðadeilur —— og
kenndu þá hvorir öðrum um málalokin. Rlað þáver-
andi félagsmálaráðherra hvatti verzlunarmenn til þess
að ganga í Alþýðusambandið, því að ríkisstjórnin hafi
séð sér fært að neita um kjarabætur þessar, þar eð
verzlunar- og skrifstofufólk liafði ekki verkfallsrétt-
inn á bak við sig. Þegar hér var komið sögu (á miðju
ári 1940) var farið að bera talsvert á aukinni dýrtíð,
og sem að sjálfsögðu kom ekki hvað sízt niður á
verzlunarstéttinni. Grunnlaun verzlunar- og skrifstofu-
fólks voru j)á talsvert lægri heldur e)i laun ojrinberra
starfsmanna, sem nú fengu greiddar verðlagsuppbæt-
ur frá 1. janúar 1940.
Þessi meðferð málanna hjá hinu opinbera varð til
þess -að stjórn og launakjaranefnd V.R. gerði samn-
inga við atvinnurekendur um greiðslu verðlagsupji-
bótarinnar. Var leitað til hinna ýmsu sérgreinafélaga
innan Verzlunarráðs Islands, svo og til ýmissa fvrir-
tækja sem stóðu utan við Verzlunarráðið, og brugðu
þessir aðilar yfirleitt fljótt og vel við og undirskrif-
uðu samninginn. Má með sanni segja að þar hafi vin-
samlegt samstarf vinnuveitenda og vönnuþiggjenda
komið einna bezt í ljós.
Verðlagsuppbætur þær, sem hér hefur verið vikið
að, héldust síðan óbreyttar til ársins 1946, en þá
verða merk tímamót í sögu félagsins, og skal nú vik-
ið að þeim sérstaklega.
Snemma árs 1945 var á almennum félagsfundi kjör-
in nefnd til þess að semja frumvarj) að launakjara-
samningum fyrir félagið. Allt verzlunarfólk var flokk-
að í 16 mismunandi starfsflokka og laun ákveðin fyrir
hvern starfsflokk. Nefnd þessi leitaði sér upplýsinga
um kauj) og starfskjör verzlunarfólks hjá ýmsum fyr-
irta'kjum, auk þess sem samskonar launakjarasamn-
ingar Norðurlandanna voru hafðir til hliðsjónar. Um
leið og unnið var að þessu frumvarjn, voru stofnaðar
sérdeildir innan félagsins — afgreiðslumannadeild,
skrifstofumannadeild og sölumannadeild. Nefnd sú
sem unnið hafði að frumvarj)inu lagði það nú fyrir
stofnfundi deildanna. og var frumvarpið samþvkkt, en
])ó með nokkrum breytingum frá hverri deildarstjórn.
Þá var einnig gerð sú breyting á skipun launakjara-
nefndar, að framvegis skyldu eiga þar sæti formenn sér-
deildanna og auk þeira tveir menn skipaðir af stjórn-
inni. Fulltrúi afgreiðslumannadeildar varð þannig
Björgúlfur Sigurðsson, frá skrifstofumannadeild Bald-
ur Pálmason, frá sölumannadeild Carl Hemmin
Sveins og frá stjórninni þau Adolf Björnsson o
Gyða Halldórsdóttir. Var Adolf Björnsson formað-
ur nefndarinnar en Carl Hemming Sveins ritari. Þess-
ari nýskij>uðu launakjaranefnd var nú fengið í hend-
ur fullt umboð til að semja um kaup og kjör verzl-
unarfólks í Reykjavik. í nóvember 1945 var þessi
launakjaranefnd tilbúin til viðræðna við atvinnurek-
endur, en sökum jóla-anna var ekki hægt að hefja
samninganmleitanir fyrr en í byrjun janúar 1946.
FRJÁLS VERZLUN
29
b£i bc