Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 5
Jónas H. Haralz, hagfr.: Viðhorfin í efnahagsmálunum (Þessi grein er í aðalatriðum samhljcða óskrifuðu erindi, er höfundur flutti á fundi Verzlunarróðs Islands þann 6. des. s.l. Orðalagi hefur þó sums staðar verið breytt nokkuð og mál stytt). Þegar ég lofaði að tala hér, fyrir um það bil hálfum mánuði, Ijjóst ég við því, að það myndi verða nokkru ljósara nú en þá, hvað væri fram- undan í efnahagsmálunum. Þetta hefur ekki orðið, eins og þið vitið, og má segja, að e. t. v. liafi aldrei ríkt eins mikil óvissa um það, hvað framundan væri í þeim málum, en einmitt núna. Aftur á móti má segja, að vegna þess ástands, sem skap- azt hefur, sé það að ýmsu leyti auðveldara að tala blátt áfram og hreinskilnislega um þessi mál en hefði verið að öðrum kosti, og það er einmitt þetta, sem ég ætla að reyna að gera. Hagstæðar ytri aðstæður Ég vil þá byrja á því að líta á þær ytri aðstæður, sem ríkjandi eru, og allar aðgerðir í efnahags- málunum verða að miðast við. Það má segja, að þessar ytri aðstæður séu að mörgu leyti mjög góðar. Velmegun hér á landi er mikil. Hún hefur aldrei verið meiri, og er liklega sambærileg við það, sem bezt gerist í Vestur-Evrópu, og ekki lakari en í nokkru landi heims, að Bandarikjum Norður- Ameríku einum undanteknum. Þjóðartekjurnar hafa vaxið ört síðan árið 1952. Það hafa orðið gcysilegar framfarir á öllum sviðum. Atvinnutækin eru yfirleitt betri og nýrri, en þau hafa verið nokk- urn tíma áður. Aflabrögð hafa verið mjög góð á því ári, sem er að líða, og virðist ástæða til að ætla, að þau geti haldizt góð á næsta ári. Um þetta er að sjálfsögðu erfitt að spá vegna þeirra miklu sveiflna, sem verða á aflabrögðum frá ári til árs. Fiskifræðingar telja þó, að hinn góði þorskafli á síðustu vertíð stafi að verulegu leyti af nýjum árgöngum, sem komið hafa á miðin og muni halda áfram að gæta á nokkrum næstu árum. Það er líka áberandi, hvað síldveiðarnar hafa verið betri á árunum 1956, 1957 og 1958 en þær voru áður. Aðalástæðan fyrir þessu virðist vera bætt tækni við þær veiðar, fvrst og fremst notkun fisk- sjánna. Þetta gefur von um, að síldveiðarnar þurfi ekki að verða lakari á næstu árum en þær hafa verið s.l. þrjú ár. Markaðir fyrir útflutningsafurðir eru einnig hag- stæðir. Verðlag hefur farið batnandi bæði á hrað- frystum fiski til Bandaríkjanna og sömuleiðis á saltfiski og skrcið. Aftur á móti hefur orðið verð- fall á lýsi, sem þó er ekki mikill hluti af heildar- útflutningnum. Möguleikarnir til að selja afurðir okkar fyrir frjálsan gjaldeyri virðast einnig fara batnandi og líkur til þess að við verðum á næstu árum ekki eins háðir mörkuðum í jafnkeypislönd- um og verið hefur. Allt er þetta okkur mjög hagstætt, og ætti að geta auðveldað verulega allar aðgerðir í efnahagsmál- unum. Raunar má segja, að það sé slæmt að nota ekki slíkt tækifæri til þess að framkvæma þær rót- tæku aðgerðir, sem fyrr eða seinna verður að fram- kvæma, því að auðvitað varir slíkt ástand ekki lengi. Það koma aftur aflaleysisár og markaðir versna á nýjan leik. En undir slíkt erum við afar illa búnir, eins og kunnugt er, þar sem við í slíku góðæri, sem nú gengur vfir, höfum engum gjald- eyrisforða safnað, en mjög aukið skuldir okkar, bæði lausar og fastar. Kostir bjargróðanna Ég vil þá næst víkja að þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru í efnahagsmálunum á síðastliðnu vori og reyna að meta það, hvað í þeim fólst, hvað var jákvætt og hverju var ábótavant. Það, sem já- kvætt var í ráðstöfununum, var í aðalatriðum þrcnnt. í fyrsta lagi var reynt að ná betra jafnvægi í fjárhag ríkisins og fjárhag útflutningssjóðs og að tryggja útgerðinni betri rekstrarafkomu. Þetta var gert með því að leggja á 55% yfirfærslugjaldið og Iiækka innflutningsgjöldin, eins og kunnugt er. FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.