Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 40
þrengi hið opinbera vald í dag um of að frelsí borgaranna, og sumpart hafi ýmis félaga- og hagsmunasamtök tekið sér vald, sem freklega skerði athafnafrelsi einstaklinganna. Gegn þsssu álítur hann að vinna beri, og að löggjafinn eigi að setja félagasamtökum og valdsviði þeirra skorður. I öðrum liðnmn er túlkaður sá meginmunur, sem er á skoðunum gamal-liberalista og sósíal- liberalista, sem felst í lelagslegu viðhorfi hinna síðarnefndu, eða í því, er nefna mætti heildar- hyggju sósíal-liberalistanna, sem er andstæð algerri einkahyggju gamal-Iiberalistanna. Um þennan þátt kenninga sinna og stefnu farast Ohlin svo orð í ritlingnum „Liberalismens Ár- hundrade“: „Heildarhyggjunni hefur verið aukið við frjálslyndisstefnuna. — Það er ekki auðvelt að vega og meta skyldm- einstaklingsins gagnvart hópnum (t. d. stéttinni) gegn þeim kröfum, sem heildin á til einstaklingsins. Forgangskrafa heildarinnar til einstaklingsins hefur ekki alltaf verið viðurkennd. I stórum dráttum hefur þó tekizt að samræma heildarhyggjuna manngildis- mati frjálslyndisstefnunnar, alveg á sama hátt og tekizt hefur að finna félagslegri samhjálp og öryggisviðleitni stéttasamtakanna svigrúm inn- an hins frjálslynda hugmyndakerfis. Spennan milli kröfu einstaklingsins til frelsis annars veg- ar og á hinn bóginn viðleitni þjóðfélagsins og félagsheildanna til öryggisaukningar á kostnað einstaklingsfrelsisins, hlýtur þó alltaf að vera fyrir hendi. Það er mikið sannleikskorn í því, sem Clemenceau sagði endur fyrir löngu, að „írelsið felst í því að aga sjálfan sig.“ Samt sem áður er erfiðasta viðfangsefni nútíma-þjóðfélags að skapa nægilegt öryggi þegnanna, án þess að skerða verulega frelsi þeirra.“ Stefnuyfirlýsinguna um bætt lífskjör styður Ohlin á þessa leið: „Þýðingarmesta atriðið er að auka afköst framleiðslunnar. — í stórum dráttum felst það í að auka framleiðslu hvers einstaklings eða afköst vinnunnar miðað við tíma. Menn lifa á því, sem þeir framleiða. Fram- leiðsluaukningin er hins vegar háð tæknilegum íramf'örum og fjármagnsmyndun, sem fær hin- um starfandi höndum betri og fullkomnari hjálpartæki. Samhliða því hafa bætt vinnu- brögð og aukin verkkunnátta veruleg áhrif á framleiðsluna. Þjóðfélag okkar gerir ráð fyrir góðri nýtingu framtaks einstaklinganna á öllum sviðum. Samkeppni milli einstakra rekstrar- forma mun þar hafa holl áhrif. Ekkert fyrirtæki, sem staðnar, fær staðizt samkeppnina. Vígorðið er „framfarir eða fyrirtækið ferst“. Afleiðingin af framleiðsluaukningu miðað við hvern ein- stakling, verður, að hreinar tekjur þeirra vaxa og lífskjör þeirra batna.“ Um tekjujöfnuðinn farast honum þannig orð: „Það er gömul kenning frjálslyndra manna, að tekjujöfnuðurinn eigi að verða eins mikill og framast er hægt, án þess að skerða vaxtarmögu- leika framleiðsluaflanna. Almenningur heíur hvorki gagn né gleði af því, að ríkissjóðurinn svipti hina tekjuhærri þjóðíelagsþegna meiri- hluta tekna þeirra, ef eini árangurinn af þeirri skattpíningu verður sá, að dregur úr efnahags- legum framförum og fjármagnsmyndun, svo að jafnvel lífskjör almennings verða beint lakari en þau áður voru. Það er aldrei of oft á það bent, að það er ekki frá tekjumismuninum, sem þjóðfélaginu stafar meginhættan, heldur af beinni örbirgð heilla þjóðfélagsstétta.“ Um síðasta liðinn, dreifingu efnahagsvaldsins, segir Ohlin: „Að svo miklu leyti, sem dreifing efnahagsvaldsins á fleiri hendur, dregur ekki úr eða hindrar framgang annarra þeirra mark- miða, sem þjóðfélagið stefnir að, er hún mjög æskileg. Það er áreiðanlega ekki farsælt til fram- búðar, að meirihluti þegnanna hafi á tilfinning- unni, að þeim sé „stjórnað“ af fámennum hópi „stjórnenda“. Hinu er ekki að neita, að markmiðið framleiðsluaukning setur þessari viðleitni til dreifingar valdsins nokkur takmörk, og þau stundum þröng. Það er heldur ekki með neinum rétti hægt að halda því fram, að sjálfsagður lýðræðisréttur verkamanna sé að kjósa sér stjórn í atvinnufyrirtæki, er þeir staría við. Það er alls ekki rökrétt afleiðing hins pólitíska lýðræðis, nema síður sé. Það er aftur á móti höfuðmarkmið, að öllum sé gefinn jafn réttur og möguleikar til þess að vinna sig upp í stjórnandi stöður, og að vinnuaflið sé sem frjálsast og hreyfanlegast og fái möguleika til virkrar þátttöku og hafi áhrif á stjórn og rekstur fyrirtækja og að framtak og hugkvæmni hvers einstaklings sé nýtt, eins og kringumstæður framast leyfa á hverjum stað.“-----------„Það er nauðsynlegt, að borgarinn, bæði á vinnustað og í þjóðfélaginu, fái þá tilfinningu, að samstarf hans sé þýðingarmikið og að hann sé samábyrgur vinnufélögum sínum og samborgurum."------------ 40 FIiJALS VEHZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.