Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 6
Árangurinn hefur orðið sá, að ríkissjóður mun á
þessu ári ná talsverðum greiðsluafgangi. Hann var
með halla á árinu 1957, sem hefði farið mjög vax-
andi, ef ekkert hefði verið að gert. TJtflutningssjóð-
urinn stendur líka betur en hann gerði. Það var
á milli 30 og 40 milljón kr. halli á honum árið
1957, en seinustu vikurnar hefur hann verið að
heita má skuldlaus. Að því er útflutningsatvinnu-
vegina snertir, mun óhætt að fullyrða, að áður
en áhrifa kauphækkananna frá því í sumar og
haust fór að gæta, hafi afkoma þeirra yfirleitt
verið hagstæð og líklega betri heldur en nokkurn
tíma áður síðan á stríðsárunum. Jafnframt góðum
aflabrögðum, hefur þetta verið að þakka þeim
breytingum, sem gerðar voru á bótum til útflutn-
ingsins í byrjun tveggja síðustu vetrarvertíða og
á s.l. vori. Á þetta ekki hvað sízt við um togarana,
sem nú hafa fengið verulegar umbætur á sínum
högum eftir margra ára taprekstur. Hagur fisk-
vinnslustöðvanna hefur batnað vegna aukins
framleiðslumagns og tæknilegra umbóta, en þessa
hvorstveggja hefur mjög gætt, einkum í stóru
hraðfrystihúsunum. Notkun flökunarvéla er hér
sérstaklega þýðingarmikil, en þær gera hvort-
tveggja að nýta betur hráefni og spara vinnu.
í öðru lagi miðuðu breytingar þær, sem gerðar
voru á fyrirkomulagi litflutningsbóta á síðast-
liðnu vori, mjög í þá átt að jafna aðstöðu
allra greina útflutningsins. í stað þess að reyna að
meta afkomu hverrar einstakrar greinar og
skammta henni það, sem hún þurfti til þess að
geta rétt slampazt af, voru nú settar almennar regl-
ur, er að mestu giltu jafnt um alla. Síldin var að
vísu sett skör lægra. Það var aðalundantekningin
og einnig var haldið eftir sérbótum á smáfisk og
ýsu, fyrst og fremst vegna litlu frystihúsanna úti
á landi. í þessu sambandi má líka minna á þýð-
ingu þess, að farið var að borga yfirfærslubætur
á aðra gjaldeyristekjur en tekjur af útflutningi
einum, t. d. tekjur af siglingum og flugi.
í þriðja lagi var einnig stigið stórt spor í rétta
átt með því að draga úr mismun á gjöldum á
innflutningnum. í því efni var aðalatriði það að
farið var að leggja gjöld á rekstrarvörur og fjár-
festingarvörur, sem áður höfðu verið fluttar inn í
landið án nokkurra gjalda eða aðeins með lágum
gjöldum. Þetta hlaut auðvitað að leiða til mis-
notkunar á þessum vörum. Erlendar rekstrarvörur
og erlend tæki voru notuð í stað innlends vinnu-
afls og inlendrar vöru og fjárfesting örvuð. Hættan
á því, að við beindum þáttum framleiðslunnar inn
á rangar brautir, fór sívaxandi við þessar aðstæður.
Úr þessari hættu drógu aðgerðirnar á s.l. vori mjög
verulega. Það má að vísu segja, að ekki liafi verið
gengið nógu langt, hvorki í jöfnun bóta né gjalda,
en þetta var það lengsta, sem stjórnmálamennirnir
treystu sér til þess að ganga á þessum tíma og ef
haldið hefði verið áfram og smátt og smátt dregið
ennþá meira úr þeim mismun, sein eftir var, hefð-
um við greinilega verið á réttri leið.
GaUar bjargráðanna
Þá langar mig til að minnast á það, sem ég tel
hafa verið ábótavant í þeim ráðstöfunum, sem
gerðar voru í fyrravor.
Þá er fyrst að nefna launamálin. Það lá í hlutar-
ins eðli, að þessar ráðstafanir gátu því aðeins
komið að varanlegu haldi, að ekki yrði hækkun
á kaupgjaldi umfram það, sem gert var ráð
fyrir í lögunum sjálfum, nema samtímis yrði aukn-
ing á framleiðsluafköstum. t lögunum var gert ráð
fyrir 5% kauphækkun og við þá hækkun voru
allar bætur miðaðar. Nú var öllum ljóst, þegar
lögin voru sett, að ekki máttu verða verulegar
hækkanir til viðbótar þessum 5%, ef kerfið átti
ekki að fara úr skorðum. Þetta þýddi tvennt: í
fyrsta lagi, að ekki máttu verða verulegar grunn-
kaupshækkanir, og í öðru lagi, að ekki var hægt að
bæta upp með vísitölu þær verðhækkanir, sem hlaut
að leiða af ráðstöfununum sjálfum. Það var áætlað,
er efnahagsráðstafanirnar voru í undirbúningi, að
hækkun yfirfærslugjaldanna og 5% kauphækkunin
myndu leiða af sér hækkun framfærsluvísitölu um
19 stig, eða á milli 9 og 10%. Helmingurinn af
þessu var úr sögunni með því að ákveðið var í
lögunum, að 9 stig skyldu ekki bætt upp, en 5%
kauphækkunin koma þar á móti. Þá var eftir 5%
verðhækkun, sem ekki var hægt að svo komnu
máli að bæta upp, nema kerfið færi að ein-
hverju leyti úr skorðum. Það, sem skeði í fyrra-
vor, var það, að þessu máli var frestað til hausts-
ins í þeirri von, að þá væri hægt að ná um það
samkomulagi, ekki síðar en í þann mund, að þing
stéttasamtakanna kæmi saman. Það, sem svo
skeði, var það, að við þennan vanda bættist nýr
vandi vegna grunnkaupshækkana, sem urðu í
viðbót við þá 5% hækkun, sem lögin gerðu ráð
fyrir. Þessar grunnkaupshækkanir voru 5%—6%
hjá iðnaðarmönnum og verzlunarfólki og 9%%
hjá verkamönnum, og eru þetta að sjálfsögðu
miklu meiri hækkanir en sem nemur aukningu fram-
leiðsluafkasta á þessu ári.
6
FRJÁLS VERZLÚN