Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 45
Þorlákur Ó. Johnson Framh. ai bis. 23 Hvað get ég gert fyrir yður og hvérnig get ég gert það, svo að yður falli það sem bezt í geð? Það var þessi nýi tónn, sem stakk svo gersamlega í stúf við líflaust kumr og stirðbusahátt kollega hans, er bókstaflega olli því, að fólk dróst að Þorláki eins og nál að segli. Iðjuleysi var eitur í beinum Þorláks Ó. Johnson. Hann vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni, helzt hafa mörg járn í cldi í senn og gera allt vel og fljótt, sem gera þurfti. Ilonum óx því í augum iðju- leysi og búðastöður reykvískra sjómanna í landleg- um og milli vertíða. Ilér var inein, sem ráða þurfti bót á. Og Þorlákur beið ekki boðanna, heldur gekk beint til verks. Ilann beitti sér fyrir því, að komið var á fót sjómannaklúbb að enskri fyrirmynd. Fékk hann til liðs við sig nokkra frjálslynda menntamenn í bænum, og var klúbburinn stofnaður 3. nóv. 1875. Hann fékk til umráða í stærsta húsi bæjar- ins, Glasgow, stóran samkomusal, er gat tekið 200 manns í sæti. Þótt félag þetta væri kennt við sjó- menn, var það ekki síður ætlað verkamönnum. Salurinn í Glasgow var opinn kl. 10—22 dag hvern, og gátu menn setið þar við tafl og spil. Oft var þar kvöldsöngur og annað veifið skemmtanir og dans. Kennslu í nokkrum námsgreinum gátu félagar sjó- mannaklúbbsins fengið ókeypis og var Þorlákur einn af kennurunum. Stofnun þessa félags var mesta nytjaverk, og er það í tölu þeirra merkari, sem starfað hafa í Reykjavík. Sumir broddborgarar bæjarins litu sjómannaklúbbinn óhýru auga, og mun það ckki hvað sízt hafa bit.nað á Þorláki, enda var hann talinn potturinn og pannan í þessari starf- semi. En það var aðeins upphaf þess, að ýmsir heldri menn hefðu horn í síðu Þorláks, að því kvað meira síðar, en hann var hins vegar virtur og elsk- aður af allri alþýðu. Nokkurn hluta sumars 1870 var Þorlákur rit- stjóri Þjóðólfs í forföllum Matthíasar Jochums- sonar. Fyrsta greinin, sem hann skrifaði þar, var um stofnun banka á íslandi. Vildi hann að komið yrði á fót þjóðbanka í lteykjavík, er hefði útibú á ísafirði, Akureyri og Eskifirði. Lagði hann þar til, að bankinn yrði stofnaður með lánsfé, sem tekið yrði í Bretlandi og landsjóðsjarðirnar settar að veði fyrir því. Tókst Þorláki að koma hreyfingu á þetta mál með þeim hætti, að blaðaskrif urðu mikil um það. Var það einkum Árni Thorsteinsson landfógeti, sem lét til sín heyra um bankamálið. Hann tnldi ótímabært að ráðast í stofnun banka og með öllu fráleitt, að landssjóður sta'ði að þeirri stofnun. Þorlákur leit á þetta í allt öðru ljósi en landfógeti, því að hann hugði, að með því að fá erlent. fé inn í landið væri hægt að gerbreyta at- vinnuvegunum, einkum sjávarútveginum, og þá um leið skapa grundvöll fyrir starfrækslu banka með sparifé landsmanna. Af því mundi svo aftur fljóta, að unnt yrði að færa verzlunina yfir á íslenzkar hcndur. Allt fór þetta eftir í höfuðdráttum, sem Þorlákur sá fyrir, ])ótt fæstir vildu fallast á skoð- anir hans á bankamálinu, þá er hann hrcyfði þe:m fyrst. Samtímis og Þorlákur lét af ritstjórn Þjóðólfs stofnaði hann eigið blað og nefndi „Utsynning". Höfuðtilgangur þess var að undirbúa stofnun dag- blaðs, og lét Þorlákur sér koma til hugar, að Jón Sigurðsson flyttist heirn til íslands og hcfði ritstjórn þess með höndum. Vanu hann mikið að þessu máli, en var að sjálfsögðu of stórhuga og ósamstíga anda tímans tii þess að fá nægilega marga til að vera þátttakendur í Jiessu fyrirtæki. Þótt ekki kæmu út nema 4 blöð af „Útsynningi", var gripið þar á ótrúlega mörgu, og margt er ]iað, sem Þorlákur fitjar þar upp á, er átti fyrir sér að komast í fram- kvæmd, og það einmitt með þeim hætti, sem hann gerði ráð fyrir. Árið 1877 kom út skáldsagan „Aðalsteinn" og var eftir frjálslyndasta mann í prestastétt á íslandi, séra Pál Sigurðsson í Gaulverjabæ. Tveimur árum síðar sendi svo mesti skilnaðarmaður og lýðveldis- sinni á íslandi frá sér bók, sem að vísu var kölluð skáldsaga, en var það ekki nema á ytra borði, og nefndi „Mínir vinir“. Ilöfundur þessarar bókar var bókhaldarinn hjá Fischer, Þorlákur (). Johnson. Bók þessi er ekki merkileg sem skáldverk, en það sem lyftir henni og gerir hana athyglisverða, eru hugmyndir, sem lesandanum eru kynntar, því að af þeim er sannarlegt nýjabrum. Þorlákur opinberar þar skoðanir sínar á ýmsum framtíðarverkefnum á íslandi og ræðst að fevskju og meinsemdum í hátterni landa sinna. Fær kaupmannastéttin þar ómældan skammt. Sjálfsagt cr það rétt athugað sjá Þorláki, að heppilegra var að velja þessum boð- skap skáldsöguform, en fella hann í stíl blaða- greina. Þorláki þótti deyfð mikil í bæjarlífinu og tilbreyt- iugarlevsi. Á þcssu vildi hann ráða bót og stofnaði því til skemmtana „fyrir fólkið" eins og það var kallað. Voru þar sýndar skuggamyndir, haldnir samsöngvar og fluttir fyrirlestrar. Ekki fénaðist Þorlákur á þessum skemmtunum, enda ekki til þeirra stofnað með það fyrir augum, heldur ein- göngu til að auka gleði og menningu bæjarbúa. í mörg ár hélt hann árlega ókeypis skemmtun fyrir börn og gamalmenni og veitti þeim góðgerðir af mikilli rausn. Þótti sumum kaupmönnum bæjar- ins ekki aldæla, þegar Þorlákur byrjaði á því. Minningu Jóns Sigurðssonar sýndi Þorlákur meiri sóma en allir aðrir. Höfuðskil á lífi sínu tengdi hann við frænda sinn. Þannig opnaði hann verzlun sína FI? J Á L .S V E R Z L U N 45

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.