Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 26
um, að upphæð 300.000.00 kr. Fyrsti áfanginn
í byggingarmálunum verður tvær hæðir og kjall-
ari, en allt húsið er fyrirhugað fjórar hæðir.
I kjallara nýja skólahússins verður fatahengi
og veitingasalur, sem verður til afnota fyrir
nemendur við samkomur í skólanum og enn-
fremur til daglegra afnota fyrir þá, sem hafa
með sér mat í skólann. Ennfremur verða geymsl-
ur o. fl. í kjallara. A fvrstu ha'ð verður sam-
komusalur skólans. Samkomusalurinn mun bæta
úr verstu vandræðunum í rekstri skólans. Auk
þess að leysa mikinn vanda í sambandi við
samkomuhald í skólastarfseminni og félagsstarf-
semi nemenda, þá kemur salurinn að miklum
notum til kennslu. Aðstaða skapast til þess að
nota kvikmyndir og skuggamyndir við kennsl-
una, en það tíðkast mikið nú orðið. Ennfremur
verður í ýmsum tilfellum hægt að nota hag-
kvæmari kennsluaðferðir, eins og með fyrirlestr-
um o. s. frv. A annarri hæð skólans verða fjórar
stórar kennslustofur. Þegar lokið er byggingu
framangreinds hluta hins nýja skólahúss, ættu
skilvrði að vera fyrir hendi til að reka skólann
á eðlilegan hátt, auk þess sem hann ætti þá að
geta rúmað allt að 100 fleiri nemendur en nú er.
Atak það, sem framundan er í húsnæðismál-
um Verzlunarskólans, kemur til með að kosta
mikið fé. Skólinn á hins vegar litla sjóði upp í
það, sem gera þarf, og verður því að treysta á
fjárframlög, ef takast á að skapa honum lífvæn-
leg starfsskilyrði í framtíðinni. Skólanefnd og
skólastjóri vinna nú að fjáröflun til byggingar-
framkvæmdanna, og er þess vænzt að vinir og
velunnarar skólans sýni hug sinn til hans með
f j ár f r amlögum.
Skólanefndin er nú skipuð þessum mönnum:
Magnús J. Brynjólfsson, kaupm., Þorvarður
J. Júlíusson, framkv.stj., Gunnar Asgeirsson,
stórkaupm., Gunnar Magnússon, bókari og Jó-
hann Ragnarsson, stud. jur. Skólastjóri er dr.
Jón Gíslason.
Nokkrir lögregluþjónar tóku fasta þrjá menn,
sem árangurslaust höfðu reynt að þvinga banka-
stjóra í litlum amerískum bæ til að láta af hendi
60.000 dollara. Þegar ræningjarnir voru spurðir
hvers vegna þeir hefðu einmitt tiltekið þessa upp-
hæð, sögu þeir: „Það var af því, að það stóð með
stórum stöfum í glugganum: „Varasjóður 60.000
dollarar“ “.
SKARÐ FYRIR SKILDI
ÓLAFUR JOHNSON
Hinn 9. nóvember síðast liðinn lézt Ólafur
Johnson stórkaupmaður hér í Reykjavík eftir
langvarandi veikindi.
Flestum lesendum Frjálsrar Verzlunar mun
kunnugt um hinn langa og farsæla feril Ólafs í
verzlunarmálum Islendinga. Hann stofnaði O.
Johnson & Kaaber ásamt Ludvig Kaaber og
varð fyrirtæki þeirra fljótlega eitt umsvifamesta
innflutningsfyrirtæki hérlendis og hefur haldið
þeim sess síðan.
Auk starfanna við fyrirtæki sitt gegndi Ólafur
mörgum trúnaðarstörfum á opinberum vett-
vangi, sem konsúll, fulltrúi þjóðar sinnar við
vöruinnkaup á styrjaldarárunum, og í samtök-
um stéttarbræðra sinna. Yrði það of langt mál
að rekja starfssögu Ólafs hér, en því efni verður
vafalaust gerð góð skil af öðrum síðar, því ævi-
starf hans var snar þáttur í þróun og framförum
íslenzku verzlunarinnar á fyrri hluta 20. aldari-
innar.
Verzlunarstéttin hefur misst einn sinna merk-
ustu brautryðjenda, en þjóðin öll sér að baki
einum bezta sona sinna.
26
FRJÁLS VERZLUN