Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 7
Mig langar í þessu sambandi að fara nokkrum
orðum um vísitölufyrirkomulagið. Það hefur verið
mikið talað um það, að vísitölufyrirkomulagið
þyrfti að hverfa úr sögunni, ef mögulegt ætti að
vera að komast að nokkurri lausn á efnahags-
vandamálunum. lig held, að þetta sé ekki rétt
nema að nokkru leyti. Það er rétt að því leyti,
að meðan vísitölufyrirkomulagið er við lýði, er
ekki hægt, svo að varanlegu gagni komi, að fram-
kvæma slíka samræmingu á erlendu og innlendu
verðlagi, sem stefnt var að á s.l. vori. Þá verður að
minnsta kosti að ná samkomulagi um það að setja
vísitölukerfið úr sambandi einhvern vissan tíma.
Á hinn bóginn tel ég, að ef hér væri sæmilegt
jafnvægi í efnahagsmálunum, þá væri kostur að
því að halda vísitölukerfinu í einhverri mynd,
vegna þess öryggis, sem það veitir launþegum.
Vísitölufyrirkomulag í einhverri mynd er nú við
lýði víðast livar í heiminum. Nágrannar okkar á
Norðurlöndum, sem liafa slíkt kerfi, eru eindregið
þeirrar skoðunar, hvort sem um er að ræða full-
trúa vinnuveitenda verkamanna eða ríkisvaldsins,
að kostir þess séu þyngri á metunum en gallarnir.
Þeir byggja þessa skoðun fyrst og fremst á því,
að ekki sé hægt að hafa launasamninga til þriggja
ára, eins og þeir hafa nú, nema vísitölukerfinu
sé haldið. Þess er þó einnig að gæta, að í öllum
þessum löndum er efnahagskerfið í tiltölulega góðu
jafnvægi, að fullar vísitölubætur eru ekki greiddar,
og að í Danmörku er verðlag á landbúnaðarvörum
ekki ákveðið af kaupgjaldinu innanlands, heldur
fer það eftir verðlagi á erlendum markaði. Þótt að-
stæður hér séu aðrar, þá held ég, að það sé mis-
skilningur að dæma vísitölufyrirkomulagið hér á
landi óalandi og óferjandi. Ég held, að við verðum
að gera ráð fyrir því að halda því í einhverri mynd,
að vísu mjög breyttri mynd frá því, sem nú er,
og umfram allt aðeins í þeirri mynd, að samfara
því fari launasamningar til langs tíma. Eini höf-
uðgallinn á okkar kerfi er einmitt sá, að við höf-
um hvorttveggja í senn: samninga til skamms tíma
og fulla vísitöluuppbót.
Útlón bankanna
Þá var það annað atriði, sem ekki var tekið
nægilega föstum tökum, en það voru bankamálin.
Á undanförnum árum hefur útlánaaukning bank-
anna verið langt umfram það, sem eðlilegt er. Ég
býst við, að þetta komi kaupsýslumönnum spanskt
fyrir sjónir, því að þeir eru líklega sú stétt manna,
sem minnst liefur orðið vör við þessa óeðlilegu
aukningu. Sú aukning hefur samt sem áður átt
sér stað. Við skulum fyrst athuga, hvað það er,
seni skapar mörk fyrir heilbrigðri útlánaaukningu
banka. Það er í stuttu máli sagt eðlilegur vöxtur
spariinnlána, veltiinnnlána og seðlaveltu. Með
eðlilegum vexti á ég við þann vöxt, sem myndi
eiga sér stað, ef ekki væri verðbólga, en samt full
atvinna og raunverulegar þjóðartekjur færu vax-
andi. Þetta fé geta bankarnir notað án þess að
erfiðleikar skapist, og þetta fé eiga þeir að nota.
Fari þeir yfir mörkin, myndast hins vegar verð-
bólga. Það, sem skeð hefur hér á landi á undan-
förnum árum, er það, að verulega hefur dregið
úr myndun þess sparifjár, sem bankarnir geta not-
að. Ein ástæðan fyrir þessu er sú, að vöxtur þjóðar-
teknanna hefur ekki verið eins ör á árunum
1956—1958 eins og hann var 1953—1955, en ör
vöxtur raunverulegra þjóðartekna eykur mjög
sparifjármyndunina. Það bætist svo við, að lang-
varandi verðbólga hefur gert fólk hræddara og
hræddara við að eiga sparifé undir höndum, og
það hefur meira og meira reynt að koma spari-
fénu fyrir beint í fjárfestingu, og þá fyrst og fremst
i húsbyggingum. Þar við bætist, að viðskipta-
bankarnir hafa fengið tiltölulega minna af þvi
sparifé, sem mvndazt hefur, og sparisjóðirnir meira.
Þetta stendur í sambandi við stofnun nýrra spari-
sjóða, eins og kunnugt er. Annars vegar h<afa bank-
arnir því haft minna raunverulegt fé til ráðstöf-
unar heldur en þeir höfðu áður, en hins vegar
hefur ásókn í lánsfé stöðugt vaxið, ekki sízt vegna
verðbólgunnar.
Hvcrt hefur þá aukning útlánanna farið? Mikið
hefur gengið til sjávarútvegsins, en ekki þó meira
heldur en svarað hefur til aukningar framleiðslunn-
ar í þeirri atvinnugrein. Þar að auki hefur orðið
mikil aukning rekstrarlána til landbúnaðarins eftir
að endurkaup landbúnaðarvíxla hófust fyrir fimm
árum, og mikil aukning á útlánum til opin-
berra fjárfestingarframkvæmda af ýmsu tagi.
Nú held ég ekki, að hægt sé að gera ráð fyrir því,
að viðskiptabankar hafi bolmagn til þess að standa
undir fjárfestingu að neinu ráði og allra sízt fjár-
festingu hins opinbera. Þarna hefði þurft að ger-
breyta stefnunni, hætta frekari útlánum til fjár-
festingarfamkvæmda hins opinbera, draga úr aukn-
ingu rekstrarlána til landbúnaðarins og taka upp
strangt eftirlit með útlánum bankanna almennt,
til þess fyrst og fremst að koma í veg fyrir, að
þau gengju til fjárfestingar. Bankarnir þurfa að
Framh. á bls, 30
FRJÁLS VERZLUN
7