Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 20
1 Vi pd. af smjörí. % pd- af kandissykri. % I>d. af púðursykri (í tevatn). % pd. af kaffibaunum. 5 kvint af kaffibæti. B kvint af telaufi og skal þá auk þess gefa eldaðan miðdegisverð sem hér segir: 2 daga góðar baunir með VL pd. af fleski á mann hvorn dag- inn. 2 daga graut með hæfilegum púðursykri eða sírópi, annan daginn úr bankabyggi, en hinn úr hrísgrjónum. 1 dag nýjan fisk og jarðepli eða saltjislc, ef nýr fiskur fæst ekki. 1 dag nýja fiskisúpu (bætta á venjulegan hátt); sje nýr fiskur ekki til, þá nýja kjötsúpu, og vanti nýtt kjöt þá salt- kjötssúpu, með kjöti, sem á að vera Vi pd. á mann, vegið hrátt. , 1 dag sœtsúpu eða kálmctissúpu. Enn fremur skulu hásetar fá soðinn fisk til mála eptir þörfum, þegar nýr fiskur er lil, en ekki eiga þeir þá rjett á jarðeplum. Graut, baunir og súpur til miðdegisverðar skal gefa eptir þörfum, og hæfilega mikið af ediki, mustarði og pipar, svo og sveskjur í sætsúpu. Það skal vera á valdi skipstjóra að draga af og gjöra breytingar á ofangreindu matarhæfi, ef hann álítur þess þörf sökum þess að útlit sje fyrir að útivistartími skipsins verði af óvæntum ástæðum lengri en til var ætlað, svo að matar- skort geti að liöndum borið. Um ásigkomulag matvælanna við byrjun ferðar og um rifleg- leika þeirra gildir Jiið sama og áður er fram tekið í reglugjörð þessari; einuig það, sem sagt er um brennivin og neyzluvatn. 2. Um lœlcnislyfja-forða. Meðalakassi skal vera á skipi liverju, og skulu í honum vera þau almennu meðöl til útvortis- og innvortis brúkunar, er lijer eru talin: a. ) Meðöl lil útvortis brúkunar. 1. Salmíak-spirítus (Sol. ammoniaci) 25 grömm. 2. Sápu-spírítus (spirit. saponis camphor.) 250 grömm. 3. Klórkalk (Calc. cldoralæ) pd. 4. Alxin (Sulph. aluminic-kalic. pulv.) 100 grömm. 5. Ileptiplástur, 1 örk. G. Sárasalvc (ungv. eeræ) 50 grömm. 7. Sárolía (ol. carbolic.) 100 grömm. b. ) Meðöl lil inntöku. 1. Kamfórudropar (æther spirituos. camph.). 25 grömm. 2. Iloffmannsclrnpar (æther spirituos.) 25 grömm. 3. Kínadropar (Tct. chin. comp.) 100 grömm. 4. Laxerolia (Ol. ricini) 250 grömm. 5. Laxersalt (Sulphas. magnesic.) 500 grönun. 0. Uppsölupúlver (stibic. kalic.) 12 skamtar. 7. Kíninpiílver (Sulpli. chinic.) 12 skamtar. 8. Opiumsdropar (Vin. thebaic.) 25 grömm. Línskaf. Efni í spelka. Ljereptsbindi, svo sem svarar linlaki. Stólpípa. Jafnóðum og eitthvað eyðist af ofannefndum meðölum, skal fá í skarðið svo fljótt sem til lyfjabúðar næst, og skal það aðgætt að minnsta kosti einu sinni á ári, að meðölin sjeu góð og óskeinmd, og því fleygt, er skemmt kann að vera. Reylcjavík 29. desbr. 1890. Landshöfðinginn yfir Islandi Magnús Stephensen Ilannes Hafstein. Andorra: Andorra, smárikið í Pyreneafjöllum, fékk eins kon- ar sjálfstœði á 8. öld, á dögum Karlamagnúsar. Yfirstjórn, að nafninu til, hefur þó alltaf verið í höndum Frakka og Spánverja, en með þau völd fara nú í sameiningu, Frakklandsforseti og bisk- upinn af Urgel á Spáni. Andorrabúar greiða árlega 960 franka skatt til forsetans og 460 peseta til bislcupsins; má segja að verðbólguþróun 20. aldar- innar hufi gert þessa greiðsluskyldu mjög léttbœra. Andorra er 405 lcmP að stœrð (lengst 30 km og breiðast 20 km), íbúarnir eru rúm 5 þús. og búa þeir flestir i þorpum. Um landið liggur vegur milli Fralcklands og Spánar, en víða er erfitt yfir- ferðar, því hœð yfir sjávarmál er frá 880 upp í 1800 metra. 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.