Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 39
Bertil Ohlin . . .Fmmh- ai bi». is flokkur stjórnarandstöðunnar. Hefur hann hald- ið þeirri förustu fram til þessa árs, enda þótt hann hafi á síðustu tveim árum orðið fyrir verulegu fylgistapi og sé af þeim ástæðum töluverður vandi á höndum, sem ekki verður séð fyrir hverjar afleiðingar kunni að hafa fyrir stjórn og styrk flokksins. Á 20. öldinni tók í vaxandi mæli að gæta áhrifa nýrra félagsvísinda á stefnu frjálslyndra í Sví- þjóð, sem og raunar flestra annarra flokka. Árið 1936 gaf Bertil Ohlin lit sitt pólitíska höfuðrit „Fri eller dirigerad ekonomi“ — sem kalla mætti „Atvinnufrelsi eða haftabúskapur“. I þessu riti gerir liann tilraun til þess að ummóta hug- myndakerfi líberalista með því að vefa hina nýju félagshyggju inn í uppistöður hinnar frjálslyndu hagfræði. Þessu nýja hugmyndakerfi gaf hann heitið „Social-liberalismen“, sem nefna mætti félagslegt frjálslyndi, eða félagslegu frjáls- lyndisstefnuna. Ekki verður hori'ið frá þessum þætti í starfs- ævi Ohlins án þess að minnast fáeinum orðum á ílokksformennsku lians. Ohlin er talinn hafa marga þá kosti til að bera, sem flokksfor- ingi þarf á að halda. Hann er skapfastur, af- burðaræðumaður í framsögu og deilu, mjög fylginn sér og stjórnsamur. Hann hefur lagt flokki sínum til nýtt hugmyndakerfi samræmt tíðarandanum og byggt upp vinnubrögð, sem eflt hafa flokkinn og fylgi hans. Einn harðvít- ugasti andstæðingur Ohlins, E. Wigfors, hefur farið eftirfarandi orðum um flokksforustu lians: „Dugnaður Ohlins sem flokksformanns er ein- stakur. — Hann hlýtur að hafa til að bera at- haínaþörf, sem er alveg óvenjuleg.“ Brezkur rithöfundur, Ernest Barker, liefur í bók sinni „British Statesmen“ ílokkað framá- menn í stjórnmálum Breta í tvær persónugerð- ir. Aðra, sem hann kallar hina „skapandi“ per- sónugerð, eða hina skáldlegu persónuleika, sem eru þróttmildir og tilfinningaríkir. Til þess hóps- ins telur hann Cromwell, Pitt eldri, Disraeli, lihodes, Lloyd George og Churchill. Hin per- sónugerðin er „óskáldleg“ og nákvæm í eðli, er á örlagatímum hæf til að mæta miklum erfið- leikum, en hefur hins vegar þolinmæði til þess að fást við smámuni daglegs lífs. Þeirrar mann- tegundar voru Walpole, Pitt yngri, Peel og As- quith. Ef persónuleiki Bertils Ohlins væri greindur eftir þessari skapgerðar-fióru brezkrá stjórnmála, myndi hann trúlega falla undir síð- ari hópinn. Sósíal-liberalisminn „Frjálslyndisstefnan keppir að tveim markmiðum, frelsi og félagslegu réttlæti. Tilgangur frjálslynds þjóðfélags er að sameina þau eða ná livoru fyrir sig, án þess að fórna liinu.“ R. J. Cruikshanlc Bertil Ohlin er höfundur sósíal-liberalismans. Hann skilgreindi hugmyndakerfið, studdi það rökum og gaf því nafn. Ástæðulaust er því hér að lýsa þessu kerfi, eða endursegja skoðanir hans, því að nærtækara og sanngjarnara er að láta höfundinn sjálfan tala máli sínu með orð- réttum tilvitnunum, enda þótt söguþráðurinn kunni að verða eitthvað slitróttari með því lag- inu. Eitt með öðru, sem Ohlin heíur sagt um stefnu sína, er eftirfarandi: „Sósíal-liberalism- inn boðar freisi einstaklingsins, en einnig ábyrgð einstaklingsins. Því aðeins skapast grundvöllur fyrir virðulegu mannlífi, að þjóðfélagið byggi á þessum staðreyndum.“ — En þær eru fleiri stefnurnar, sem keppa að virðulegu mannlífi, þótt þær bendi á mismunandi leiðir til áfanga- staðar. I ritlingnum „Ekonomisk demokratiser- ing“ hefur Ohlin í fáeinum liðum gert grein fyrir nokkrum kennileitum á leið þeirra sósíal- liberalista. Þau eru eftirfarandi: 1.) Aukið og víðtækara frelsi til lianda öllum þegnum þjóðfélagsins. 2) Oryggi borgaranna gegn langvarandi tekjumissi af völdum sjúkdóma, slysa, örorku, elli og atvinnuleysis, ásamt tryggingu barn- margra fjölskyldna gegn kjaraskerðingu vegna ómegðar. 3. ) Bætt lífskjör til handa þegnunum með auknum kaupmætti launanna. 4. ) Vaxandi tekjujöfnuður án skerðingar á framleiðslugetu þjóðfélagsins. 5. ) Dreifing efnahagsvaldsins í þjóðfélaginu og aukin hlutdeild og áhril' einstaklinganna í atvinnurekstri og starfsemi þjóðarbúsins. Ástæða er til að gefa í fáum orðum skýringar á inntaki einstakra tilgreindra liða. Eftir því sem skilja má á ummælum Ohlins á öðrum stað, felst meðal annars í þeim liðnum, sem hann telur fyrst, sú liugmynd, að sumpart FRJÁLS VERZLUN 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.