Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 41
„Sem eðlilegan þátt í dreifingu efnahagsvaldsins
ber og að skoða þá viðleitni að efla rekstur
smærri fyrirtækja og atvinnurekstur af miðl-
ungsstærð, með því að stuðla að því að slík
fyrirtæki verði samkeppnisfær á sem flestum
sviðum.“
Lýðræði í crtvinnumálum
,,Að okkar áliti er maðurinn kjarni
málsins, og ])jóðfélagið á að mótast í
þágu lians, en ekki öfugt.“
Gustaf Anderson
Bertil Ohlin hefur skrifað bók um lýðræði í
atvinnumálum, „Ekonomisk Demokratisering“.
Það hafa margir aðrir hagfræðingar og stjórn-
málamenn á Norðurlöndum ritað um sama efni,
en flestir frá algerlega andstæðu sjónarmiði. Við-
horf Ohlins til lýðræðis í atvinnumálum er snar
þát.tur í hugmyndakerfi hans um sósíal-liberal-
ismann, og verða þau rakin hér með tilvitnunum.
„Leiðina til aukins lýðræðis í efnahagsmálum
getur maður hugsað sér þannig: Þróunin verður
að beinast í þá átt að jafna möguleika þegn-
anna, draga úr tekjumismun og jafna áhrifa-
vald stéttanna, samtímis því að þroskaður sé
jafnréttisandi í þjóðfélaginu. Aðgerðir, sem
miða í þessa átt, mega þó ekki hamla búskapar-
legum framförum né rýra efnahagsleg kjör og
menningarlega þroskamöguleika borgaranna.
Æskilegt er, að framfaraþróunin sé efld, jafn-
framt því sem frelsi og öryggi er aukið. Snar
þáttur þessarar stefnu er frjálst neyzluval þegn-
anna, sem gefur einstaklingnum sjálfum mögu-
leika á að ráðstafa tekjum sínum eftir vild og
taka óháður ákvarðanir um neyzluval sitt. Með
öðrum orðum er einnig hægt að segja, að stefna
beri að því að draga úr stéttamismun og stuðla
að því, að hann hverfi með öllu. Einmitt frá
þessu sjónarmiði eru kjarabætur til handa al-
menningi þýðingarmeiri en tekjujöfnunin.“
„Vissulega eru því allar framkvæmdir, sem
miða að aukinni framleiðni, vaxandi afköstum
og meiri framleiðslu, og hafa í för með sér bætt
lífskjör fyrir alþjóð í el'nahagslegu, félagslegu
og menningarlegu tilliti, til þess fallnar að gera
leiðina til lýðræðis í atvinnumálum greiðfærari.“
I hugleiðingum sínum um lýðræði í atvinnu-
málum, kemur Ohlin víða við og telur upp
mörg atriði, sem hann ýmist telur vera þætti
lýðræðis í atvinnumálum eða forsendur þess að
koma því skipulagi á. Skulu nokkur þessara
ummæla tínd hér til.
„Sérstaka áherzlu ber að leggja á endurbætur
á fræðslukerfinu, til þess að auka möguleikana
til fræðilegrar og hagnýtrar menntunar.“---------
„Að aukin menntun færi þeim, sem liennar
afla sér, auknar tekjur, er augljóst og eðlilegt
og beint æskilegt. Vaxandi lýðræði í uppeldis-
og fræðslumálum stuðlar einnig að örari og
frjálsari flutningi milli starfsstéttanna.“
Ohlin er sérlega meðmæltur félagsmálastarf-
semi innan einstakra fyrirtækja. Bendir hann á
verksvið þessarar tegundar, svo sem námsstyrki
til handa ungum verkamönnum og skrifstofu-
fólki, vaxtalaus lán, lífeyrissjóði starfsfólks,
sumardvalarheimili, íþrótta- og listaklúbba,
heilbrigðiseftirlit, varnir gegn atvinnusjúkdóm-
um, verðlaun fyrir stundvísi og launauppbætur
fyrir forfallalausa vinnusókn. En til þess að
fyrirtækin geti veitt. eitthvað af þessari þjón-
ustu, þarf að breyta skattakerfinu þannig, að
það geri slíkar greiðslur og kostnað af þeim
skattfrjálsar eða frádráttarhæfar við skattlagn-
ingu. Varðandi skattakerfið bendir hann á, að
„óheppilegt skattakerfi, sem dregur úr sparnaði
og lamar atvinnuframtak manna, getur verkað
sem beinn hemill á efnahagsframþróunina.“ —
— — „Stighækkun skattlagningar má heldur
ekki vera of há. Er þá heldur hyggilegra að
skattleggja hátekjumenn með óbeinum lúxus-
sköttum á neyzlu þeirra.“
Ohlin bendir á nauðsyn aukinnar gernýtingar
við rekstur fyrirtækja, nýtni og sparsemi við
framleiðslu og dreifingu og aukna standardiser-
ingu framleiddra vara til lækkunar á íram-
leiðslukostnaði og aukins almenns kaupmáttar.
Um þetta segir hann: „Til þess að viðhalda og
auka framleiðnimátt fyrirtækjanna er áríðandi,
að samkeppninni í atvinnulífinu sé haldið vel
vakandi." — — — „En samkeppnin milli
mismunandi fyrirtækja og ólíkra rekstrarforma
verður auðvitað að vera á jöfnum grundvelli.“
Um hlutdeild ríkisins og þess opinbera í at-
vinnurekstri farast honum svo orð: „Afskipti
hins opinbera af atvinnulífinu með því að taka
rekstur vissra atvinnugreina eða fyrirtækja í
hendur ríkis eða bæjarfélaga eða setja þau undir
beint eða óbeint opinbert rekstrareftirlit, hafa
haft tiltölulega lítil áhrif á hinar efnahagslegu
framfarir.“------„I stórum dráttum hafa fram-
farirnar átt sér stað fyrir atbeina hins frjálsa
FRJÁLS VERZLTJN
41