Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 9
Hinn 22. febrúar sl. hélt dr. Jóhannes Nordal erindi um fríverzlunarmálið á fundi
Verzlunarráðs Islands. Erindið var tekið á segulband með það fyrir augum, að það
gæti birzt á prenti, ef ástæða þætti til. Frjáls Verzlun hefur fengið leyfi til að prenta
erindið, að vísu örlítið stytt, þar sem viðhorf hafa breytzí, síðan það var flutt. Það
er reyndar kunnugt af fréttum, að undanfarnar vikur hafa samningar um fríverzlunar-
málið strandað í bili, en vonir standa þó til, að það verði tekið upp að nýju áður en
langt líður. Má þá búast við, að ýmsar veigamiklar breytingar verði gerðar frá
þeim tillögum, sem ræddar hafa verið til þessa. Engu að síður hljóta öll höfuðatriði
málsins að vera svipuð og áður, sérstaklega þau vandamál, er varða þátttöku
Islands. Ritstjóm Frjálsrar Verzlunar er á þeirri skoðun, að erindi þetta sé enn
í fullu gildi, enda þótt nú séu níu mánuðir, síðan það var flutt.
Dr. Jóhannes Nordal, hagfr.:
FRÍVERZLUN EVRÓPU
Fríverzlunartillögurnar eiga eins og flestar
aðrar breytingar á þjóðfélagsháttum uppruna
sinn annars vegar í fræðilegum kenningum og
reynslu, en hins vegar í þeim straumi atburða-
rásarinnar, sem aldrei verður skýrður og skilinn
til fulls. Þær kenningar um hagkvæmni frjálsra
viðskipta oggildi verkaskiptingar þjóða í millum,
sem eru fræðilegur grundvöllur íríverzlunarhug-
myndarinnar, hafa verið snar þáttur í kenning-
um hagfræðinnar hátt á aðra öld. í heimi fram-
kvæmda og stjórnmála hafa þær þó átt mjög
misjöfnu gengi að fagna, t. d. dró mjög úr frjáls-
um viðskiptum í heiminum eftir kreppuna 1929-
1932 og höft voru sett á á fjöldamörgum svið-
um.
Ahrif haftastefnunnar fyrir styrjöldina á við-
skiptalíf heimsins og reynsla áranna fyrst eftir
síðustu heimsstyrjöld hafa á ný aukið trú manna
á, að frjáls verzlun á alþjóðavettvangi sé ein
meginforsenda aukinna viðskipta og bættra lífs-
kjara.
Það hefur verið meginmarkmið alþjóðlegrar
efnahagssamvinnu á árunum eftir styrjöldina að
vinna að þessu marki, og ég held, að óhætt sé
að segja að engin stofnun hafi unnið þar meira
starf og árangursríkara heldur en Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu (O.E.E.C.). Hún hefur
komið á verulegu frelsi í gjaldeyrismálum álf-
unnar, þar sem áður ríktu eingöngu tvíhliði
gjaldeyrisviðskipti, með því að stofna Greiðslu-
bandalag Evrópu (E.P.U.) og beita sér íyrir af-
námi hafta innan efnahagssamvinnusvæðisins.
Þó er vafalaust, að langt hefði liðið þangað til
að því hefði komið, að Efnahagssamvinnustofn-
unin réðist í að vinna að lækkun tolla eða afnámi
hafta innan Evrópu, ef ekki hefðu rekið á eftir
aðrir atburðir, það er að segja samvinna sex-
veldanna um tollabandalag sín á milli.
Tollabandalag Evrópu
Þessi sex lönd, sem eru Frakkland, Ítalía,
Þýzkaland, Holland, Belgía og Luxemburg, hafa
stefnt að æ nánara samstarfi sín á milli síðan
styrjöldinni lauk. Á stríðsárunum urðu öll þessi
ríki að einhverju leyti að horfast í augu við al-
gera niðurlægingu og ósigur, og að lokum urðu
þau að venjast veröld, þar sem Evrópa virtist
orðin máttvana, eða máttlítið afl í heimi stór-
velda. Þetta hafði djúptæk áhrif á pólitíska
hugsun þessara þjóða og efldi trú þeirra á nauð-
syn þess að hafa samvinnu sín á milli, og þeirri
skoðun hefur jafnvel vaxið stórlega fylgi, að
fyrr eða síðar skuli komið á bandaríkjum
Evrópu.
Fyrsti ávöxtur þessarar stefnu í framkvæmd
var stofnun stál- og kolasamsteypu Evrópu 1951,
og fyrir tæpu ári undirrituðu svo stjórnir þess-
ara landa samning um tollabandalag Evrópu,
sem unnið hafði verið að þá um tveggja ára
skeið. En með þeim samningi komu þau ekki
eingöngu á tollabandalagi, heldur og víðtækri
efnahagssamvinnu sín á milli. Ákvæði þessa
samnings gengu formlega í gildi hinn 1. janúar
síðastliðinn, en raunveruleg framkvæmd samn-
ingsins hefst ekki fyrr en í byrjun næsta árs.
Tollabandalagið eða hinn sameiginlegi mark-
FRJÁLS VERZLUN
9