Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 32
hverja vertíð, og sVo reynt að gera einhverjar ráð-
stafanir til þess að standa við það samkomulag.
Þetta myndi verða ómögulegt undir hinum nýju
kringumstæðum, vegna þess að enginn fastur grund-
völlur vœri fyrir hendi til að byggja samningana
á. Ég býst við því, að afleiðingin yrði sú, að taka
yrði upp frjálst gengi og láta gengisskráninguna
hækka jafnt og þétt, eftir því seni verðlag og kaup-
gjald hækkaði innanlands. Þetta mundi aftur gera
verðbólguþróunina enn örari. Samningarnir við
bændur um verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða
yrðu óframkvæmanlegar af sömu ástæðu. Líklega
yrði }>á að láta landbúnaðarvörur hækka með vísi-
tölu kauplags jafnt og þétt. Þetta mundi setja enn
meiri snúning á verðbólguspóluna.
Ég minntist á það áðan, hvernig sparnaður sá,
sem bankarnir geta ráðið yfir, hefur dregizt saman
á undanförnum árum og liversu alvarlegar afleið-
ingar það hefði haft. Or verðbólga myndi leiða til
enn meiri minnkunar þessa sparnaðar. Nú eru
menn hræddir við að eiga peninga í nokkur ár, en
í örri verðbólgu myndu menn verða hræddir við
að eiga peninga í nokkra mánuði, eða jafnvel nokkr-
ar vikur, og reyna að koma þeim öllum fyrir í
byggingum, í hlutum af einhverju tagi, eða }>á
bara eyða þeim, ef ekki væri annað hægt, í skemmt-
anir eða þvíumlíkt. Þetta mundi enn auka snún-
inginn á verðbólguhjólinu mikið, og skapa aukin
vandræði við heilbrigða fjárútvegun í nauðsynleg-
ar framkvæmdir.
Þetta viðhorf, sem ég hér licfi lýst, er svo óglæsi-
legt, að ég held að enginn stjórnmálamaður myndi
vilja taka þennan kost. En við verðum að athuga
það, að til þess að koma í veg fyrir, að út á þessa
braut sé lagt, verður að hefjast handa fljótt, því
að kauphækkunin, sem kom 1. desember, hlýtur
að komast inn i verðlagið ef hún er ekki látin
ganga til baka alveg á næstunni.
A að dulbúa verðbólguna?
Hinn möguleikinn er dulbúin verðbólga. Þá myndi
reynt að stöðva víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags
með niðurgreiðslum, án þess að gcra á sama tíma við-
hlítandi ráðstafanir til þess að afla fjár til þeirra.
Útflutningsatvinnuvegunum myndu verða bættar
upp kauphækkanirnar að einhverju leyti, en of lítils
fjár aflað til að standa straum af þeim uppbótum.
Af þessu myndi ekki leiða þær öru kaup- og verð-
hækkanir, sem ég var að lýsa áðan, en aftur á móti
hallarekstur bæði hjá ríki, útflutningssjóði og út-
flutningsatvinnuvegunum. Þann hallarekstur yrðu
32
bankarnir að bera með auknum útlánum, er síðan
sköpuðu sívaxandi gjaldeyris- og vöruskort. Slík
þróun myndi verða svipuð og hér var á árunum
1!)48—50. Við þessar kringumstæður myndu þær
lagfæringar á bótakerfinu og leiðréttingar á mis-
ræmi í verðlagi, sem gerðar voru á s.l. vori fljót-
lega vera úr sögunni. Til }>ess að spara útgjöld sem
mest, myndi aftur verða byrjað að skammta hverri
grein útflutningsins það minnsta, sem hún kæmist
af með, og þess freistað að halda niðri verði á
þýðingarmestu neyzlu- og rekstrarvörum. Slíkt
ástand myndi ekki geta staðið lcngi, og myndi
gera róttækar aðgerðir óumflýjanlegar eftir dálít-
inn tíma. Hættan væri svo sú, að áður en þær að-
gerðir kæmu til framkvæmda, hefði þetta ástand
þcgar haft mjög skaðleg áhrif á alla þróun atvinnu-
lífsins í landinu.
Hvað verður gert?
Um það leyti sem efnahagsráðstafanirnar voru
í undirbúningi á s.l. vori, mætti ég kunningja min-
um á götu. Hann sagðist vita, hvernig þessar ráð-
stafanir yrðu. „Ég var að lesa það í bók“, bætti hann
við, „bók, sem að vísu er frá 1911, cn er jafnáreiðan-
leg fyrir því“. Bókin var „Át Hácklefjáll“ eftir
Albert Engström. Þar segir Engström frá því, að
þegar hann og fylgdarmaður hans, Stefán að nafni,
hafi verið á leið til Heklu, hafi reiðtygin á hesti
Engströms bilað og hnakkurinn snarazt af. Svo
segir Engström: „Stefán tók hnakkinn og gerði við
hann til bráðabirgða, eins og íslendingar gera
alltaf.“
Ég er hræddur um, að Albert Engström muni
enn reynast sannspár, og sú ríkisstjórn, sem nú
taki við, hver sem hún verður, muni enn reyna að
komast hjá því að taka málin föstum tökum og
gera þær alhliða ráðstafanir, sem einar gætu kom-
ið að verulegu haldi. En því eru takmörk sett, hve
lengi er hægt að gera við reiðtygin til bráðabirgða.
Okkur hefur tckizt þetta furðaidega fram að þessu,
vegna þess að við höfum getað notað mikið crlent
fé öll árin síðan stríðinu lauk. Það má segja, að
við höfum að nokkru veitt verðbólgunni út úr
landinu, fyrst með því að nota upp gjaldeyrisinn-
stæðurnar, er safnazt höfðu í stríðinu, síðan með
Marshallaðstoðinni, og nú á seinustu árum með
mikilli notkun erlendra lána til langs og skamms
tíma. Möguleikarnir til að halda þessu áfram verða
þó æ takmarkaðri.
Ég held einnig, að ástæða sé til að vera vel á
FRJÁLS VERZLUN