Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 47
Þorlákur hafði brennandi áhuga á því, að komið
væri á fót verzlunarskóla. Gerir hann fyrst grein
fyrir því hugðarefni sínu í „Mínir vinir“, og í vöru-
skrá sinni 1890 ritar hann enn um verzlunarskóla
og nauðsyn hans. En í þessu efni sem mörgum
öðrum niátti Þorlákur berjast við skilningsleysi og
áliugaskort. Honum lánaðist þó að stofna slíkan
skóla með því að leggja honum sjálfur til ókeypis
húsnæði og kenna allmikið við hann án þess að taka
gjald fyrir. En jafnskjótt og Þorlák brast heilsu
lagðist skólinn niður, þar sem aðra skorti framtak
og vilja til þess að styðja að framhaldi hans. Mun
honum hafa fallið það þungt, því að hann hafði
sýnt þessum fyrsta vísi að verzlunarmenntun á
íslandi mikla fórnfýsi og ósérplægni. — Talið er,
að hugmyndin að stofnun Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur sér runnin frá Þorláki og hann hafi
átt ódeildan þátt í því, að það var stofnað.
Þótt hér hafi verið farið fljótt yfir sögu, ætti að
vcra ljóst, að Þorlákur var merkilegur tímamóta-
maður. Hann sá lengra fram og víðar uni en flestir
samtíðarmenn hans og átti því erfitt með að fá þá
til samfylgdar. Þess vegna varð hann í mörgu efni
að láta sér nægja að hreyfa nýstárlegum hugmynd-
um og benda á veigamikil verkefni. Það sýnir hins
vegar glöggskyggni Þorláks og framsýni, að nálega
allt , sem fólst i boðskap lians til landsmanna, hefur
fyrir löngu hlotið áheyrslu og orðið í framkvæmd
að veigamiklum þátturn í þjóðlífi íslendinga. —
Jón Sigurðsson vissi að sjálfsögðu hvað hann gerði,
þá er hann kaus Þorláki vist á Englandi, en það
má telja fullkomið efunarmál, að honum hafi nokk-
urn tíma boðið í grun, að jafnmargir þræðir ættu
eftir að liggja til Þorláks viðvíkjandi þróun frjálsrar
verzlunar á íslandi eins og síðar varð Ijóst.
Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi
Meðan Þorlákur var á Englandi, notaði hann
bréfmerki, þar sem í voru greipt orðin: „Ber er
hver að baki, nema sér bróður eigi.“ Honum var
alla tíð kær einlæg og óspillt bræðralagshugsjón,
er lýsti sér berlega í allri framkomu hans. — Þegar
Þorlákur varð óstarfhæfur vegna heilsubrests, kom
greinilega í ljós, að honum var mikill og traustur
stuðningur búinn af konu sinni, en á það hafði
að vísu reynt fyrr. í júnímánuði 1876 hafði hann
kvænzt Ingibjörgu, dóttur hinna kunnu Esjubergs-
hjóna, Kristínar Bjarnadóttur og Bjarna Bjarna-
sonar. Ingibjörg var ekki einungis fríð kona og
glæsileg, með henni bjó einnig óvenjumikill kjark-
ur og manndómur. Nú kom í hennar lilut að sjá
farborða barnmörgu heimili og stunda bónda sinn
sjúkan. Hana brást ekki hugkvæmni til að leita
fanga og fylgdi á eftir af elju og fyrirhyggju. Iíenni
varð þa.ð fyrst fyrir að kaupa sér prjónavél og hóf
nú að prjóna af kappi fyrir bæjarbúa. Naut hún í
því tilstyrks barna sinna, einkurn dætranna. Síðan
fór liún að flytja inn silkiefni frá Sviss og Þýzka-
landi og sníða niður í kvenslifsi. Seldi hún slifsi
þessi, sem voru með áhnýttu silkikögri, í dagstof-
unni heiina hjá sér. Þessi litli vísir að kaupmennsku
dafnaði svo vel í höndum heniiar, að af varð mynd-
arleg verzlun fyrr en varði. Var hún við liana
kennd og nefnd: Verzlun Ingibjargar Johnson. Er
verzlun þessi, sem er ein elzta og þekktasta verzlun
bæjarins, enn starfrækt, og til húsa í Lækjargötu 4,
þar sem til hennar hafði verið stofnað í öndverðu.
Ingibjörg kom öllum börnum sínum frábærlega vel
til manns. Dætur henuar allar sigldu til Danmerk-
ur og menntuðust þar, en synir hennar báðir stund-
uðu nám í Latínuskólanum, og varð annar þeirra
lögfræðingur. Þegar Ingibjörg féll frá (1920), átti
hún húseignina Lækjargötu 4 skuldlausa, auk þess
mikla búslóð og vörubirgðir, er voru með innkaups-
verði metiiar á fimmtíu og fimm þúsund krónur.
Glöggt má marka á því, sem nú liefur verið sagt,
að Ingibjörgu Johnson tókst ekki aðeins að sjá
heimili sínu vel og farsællega farborða, heldur lán-
aðist henni jafnframt að koma verzlunarfyrirtæki
sínu á fjárhagslega traustan grundvöll. Ingibjörgu
og Þorláki var það báðum sameigiulegt að mega
ekkert aumt sjá án þess að vilja úr bæta. lleyndist
Ingibjörg alla tíð liin mesta greiðakona og létti
mörguin baggaburð í stríði lífsins.
Þorlákur fékk að vísu heilsu á ný, en svo hafði
starfsþrek hans lamazt, að hann varð ekki fær
til vinnu aftur. Hann andaðist í lteykjavík 25. júní
1917.
Börn Þorláks og Ingibjargar voru: Sigríður, er
fyrst átti Ólaf Hauk Benediktsson, en síðar dr.
Einar Arnórsson hæstaréttardómara, Bjarni liæsta-
réttarmálaflutningsmaður (d. 25. júní 1935), Kristín
(d. 2. des. 1957) kona Vilhelms Bernhöfts tannlækn-
is, Ólafur stórkaupmaður, fyrst kvæntur Helgu
Pétursdóttur Thorsteinsson og síðar Guðrúnu Arna-
dóttur frá Geitaskarði, og Áslaug (d. 23. nóv. 1925)
kona Sigfúsar Blöndals aðalkonsúls.
Á einum vörulista Þorláks Ó. Johnson stóð sem
fyrirsögn: ,,Meira. frelsi, meiri þeklcing, meiri dugn-
aður.“ Svo lengi sem kraftar leyfðu barðist hann
þrotlaust fyrir því, að þjóð hans mætti tileinka
sér þessar eigindir í sem ríkustum mæli. Þótt hon-
um væri kippt úr leik rösklega miðaldra, hafði
honum þó tekizt að afkasta svo miklu og eftir-
minnilegu starfi, að sagan mun tvímælalaust skipa
honurn á bekk með öndvegismönnum íslenzkum
á síðari hluta 19. aldar.
FRJÁLS VEUZLUN
47