Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 13
skammtur af hangikjöti, laufabrauði eða pottbrauði
og vænn biti af floti með o. s. frv. Þá voru steypt
kerti, meðal annars hin frægu Kóngaljós, sbr. vís-
una: Væri ég orðinn ógnarlangur áll, örmjór og
háll o. s. frv.
Segja má, að eina tilbreytingin hafi verið að
fara til kiikju þá, og svo hlakkaði fólkið til þess
að koma heim og sjá upplýstan bæ og fá fóðan
mat. Og góður matur var ekki daglegt brauð þá
á tímum. Nú liafa íslendingar nóg af öllu, bæði mat
og skemmtunum, eru eyðslusamir og þurftarfrekir,
og svo oft leiðir og þreyttir á þessu öllu saman. Og
jólin liafa horfið að rnestu leyti sem trúarhátíð,
þau eru nú meira verzlunarhátíð. A hinn bóginn var
í gamla daga of mikil einangrun, og getum við
verið ])akklát fyrir það félagslif og þær framfarir
og þau lífsþægindi sem við njótum, en ég held að
unga kynslóðin sé alveg sljó fyrir því, að jafnvel
foreldara okkar bjuggu í verri húsum, í meiri
kulda, við verra viðurværi, við meiri vinnu og við
meiri sparnað og sjálfsafneitun en við nú á dögum
þekkjum, en við skulum ekki gleyma þessu þó okk-
ur líði vel. Sem dæmi um einangrunina má nefna
það, að embættismenn sátu hver á sínum stað á
hátíðum, einangraðir nema ef um boð var að ræða.
Annars urðu þeir að lesa eitthvað sér til skemmt-
unar eða spila við vinnufólk sitt og ekki mátti
spila á sjálfum hátíðisdögunum heldur milli þeirra.
Margir embættismenn stunduðu því ættfræði í
tómstundum og skáldskap þeir fáu, sem slíkt gátu.
Sagan segir, að Magnús Stephensen, dómstjóri
í Viðey, hafi gert það sér til gamans í frístundum
sínum að þýða lausavísur og gamla húsganga á
dönsku. Einn slíkur gamall húsgangur er vísan:
Séra Magnús settist upp á Skjóna.
Sá var ekki líkur neinurn dóna.
Hann var glaður, háttaktaður höfðingsmaður,
honum bar að þjóna.
Vísa þessi er um séra Magnús Erlendsson, prest
á Hrafnagili í Evjafirði (1758—1836), afa hins þjóð-
kunna Péturs Guðjohnsens söngkennara.
Þessa vísu segir sagan að Magnús Stephensen
hafi þýtt á þessa leið:
Præsten Magnús satte op at ride,
hann var ingen Dompap maa I vide.
Hann var mægtig,
stor og prægtig,
tyk og vægtig,
derpaa kan I lide.
f gamla daga voru jólanóttin og nýjársnóttin kall-
aðar einu nafni jólanætur og eftir því hvernig veðr-
ið var á þcssum tveimur nóttum átti svo vertíðin
að fara. Nýjársnóttin var enn dulmagnaðri en jóla-
nóttin, þá gerðust hin mestu undur. Á vissu augna-
bliki á nýjársnótt, sem enginn vissi hvenær var,
kom gjörbreyting yfir allt í mannheimum, menn
gátu séð tilvonandi maka sinn með því að horfa
í spegil í kolamvrkri eða að horfa í vatnið í
dimmu brunnhúsi. Þá varð allt vatn að víni
eitt augnablik, kýr töluðu saman í fjósi, skip,
sem lágu saman, töluðust við og kirkjugarðar risu
og svipir þeirra, sem voru feigir á nýja árinu, sáust
ganga í röð til sóknarkirkju sinnar. Á nýjársnótt var
einnig óskastundin, en aldrei hittu menn á hana.
Sem dæmi um það, hve lengi þessi þjóðtrú hefur
lifað hjá þjóð vorri, skal þess getið að ég þekkti
mann, sem Þórarinn Tómasson hét. Hann reri hjá
Ófeigi Guðmundssyni útvegsbónda í Nesi á Sel-
tjarnarnesi á árunum 1881—1883. Þessi Þórarinn
sagði mér að gamla fólkið í Nesi hefði munað eftir
sögu um það, að sæbúar hefðu sézt á nýjársnótt
stíga dans á Seltjörn, sem var undir fótum þeirra
spegilslétt og blikandi sem lýsigull. Þórarinn sagði
mér líka að einu sinni hefði verið ungur vinnumaður
í Nesi, sem gekk niður í brunnhús þar á nýjársnótt
og hefði hann þá í vatninu séð mynd af ungri
stúlku, heimasætu frá bænum Seli við Reykjavík,
sem varð konan hans siðar. Þá vil ég geta þess til
fróðlciks og gamans hér um leið, að dr. Alexander
Cannon, þekktur enskur læknir og rithöfundur gaf
út bók eftir 1940 sem hann nefndi The Shadow
of Destiny og þar talar hann um þetta sama, að
frá ómunatíð hafi það þekkzt, að hægt væri að
fá fram myndir í brunnvatni í kolamyrkri og segir
hann að Egyptar liafi þekkt þetta á dögum Faraó-
anna.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, fyrst og
fremst andlega séð, að boðskapur og blessun jóla-
hátíðarinnar megi verða eign hjartans og hugarfars-
ins, og ég óska ykkur líka veraldlegra jóla, þ. e.
a. s. að þið verðið öll líkamlega hraust og heilbrigð
ásamt ástvinum ykkar og skylduliði, að á heimilum
ykkar megi birta, samhugur og blessun ríkja á
komandi jólum og alla tíma.
Ég lýk máli mínu með þessum orðum eftir séra
Sæmund Hólm:
Góður dagur, gæða hagur, gefist öllum,
burtu snúðu fári og föllum.
Friðarins Guð, vér þig áköllum.
FHJÁLS VERZLUN
13