Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 31
þessum málum eru kunnugir, myndu í því efni vera mér sammála i öllum aðalatriðum: Ná sam- komulagi um að engar frekari kauphækkanir yrðu um nokkurt skcið, hvorki grunnkaupshækkanir eða hækkanir samkvæmt vísitölu. Gera svo eitt af tvennu: 1) að hækka útflutningsbætur, yfirfærslu- og innflutningsgjöld nógu mikið til þess að tryggja útgerðinni sömu afkomu og lnin hafði eftir ráðstaf- anirnar í fyrra vor og tryggja það, að nóg fé væri fyrir hendi til að standa undir þeim bótum, eða 2) að láta öll gjöld vera óbreytt, en ná samkomu- lagi um að fella niður hluta af þeim launahækk- unum, sem áttu sér stað í sumar og haust, þannig að jafnvægi næðist við sömu gjöld og nú eru, en við dálítið lægra kaupgjald og verðlag. Síðari leið- ina myndi ég að ýmsu leyti telja heppilegri en þá fyrri. Hvor þessara leiða, sem farin yrði, mætti tryggja það að kjör almennings rýrnuðu ekki. Það mætti auka niðurgreiðslur að einhverju leyti, þó að ekki sé heppilegt að ganga mjög langt á þeirri braut umfram það, sem orðið er. Það mætti auka fjöl- skyldubætur eða lækka trygginga- og sjúkrasam- lagsgjöld. Það mætti einnig lækka skatta og út- svör, og láta þá lækkun fyrst og fremst koma lág- launafólki til góða. Til þess að standa straum af þeim útgjöldum eða tekjurýrnun, sem þessar ráð- stafanir hefðu í för með sér, yrði að draga úr öðr- um útgjöldum ríkis og bæjarfélaga. Sá samdráttur yrði fyrst og fremst að verða í fjárfestingarútgjöld- um, því að erfitt er í fljótu bragði að draga úr venjulegum rekstrarútgjöldum. Hitt getur varla farið á milli mála, að mikið af fjárfestingarútgjöld- um ríkis, ríkisfyrirtækja og bæjarfélaga mætti vel bíða til síðari tíma. Jafnframt hefði verið nauðsynlegt að takmarka hinar sérstöku stórframkvæmdir hins opinbera og starfsemi fjárfestingarsjóðanna við það fé, sem afla má með eðlilegum hætti, og framkvæma þær breyt- ingar á starfsháttum bankanna, sem ég minntist á áður. Ég lield, að ef þetta hefði verið gert, eða væri gert núna, þá myndi nást tiltölulega gott jafnvægi í efnahagsmálunum á næsta ári. Að vísu myndu þetta ekki vera nógu róttækar ráðstafanir til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna verulega. Þær myndu ekki heldur laga þá ágalla, sem cru á gengis- fyrirkomulaginu, en ég held, að þeir ágallar séu ekki það stórvægilegir, að ekki sé hægt að bjargast við það fvrirkomulag eitthvað lengur. Þessu fyrir- komulagi fylgja að vísu ýmsar hættur fyrir þróun efnahagslífsins, jafnvel að loknum þeim breyting- um, sem gerðar voru i fyrra vor, og það er ekki heldur í samræmi við skuldbindingar vorar sem meðlima alþjóðastofnana, eins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu. Samt held ég, að ef við kjósum heldur, getum við tekið okkur nokkurn tíma til að framkvæma þær breytingar á gengiskcrfinu, sem fyrr eða seinna verða óhjákvæmilegar. Ég geri ekki ráð fyrir, að slík lausn efnahags- málanna, er ég hefi lýst hér að framan, geti náðst á næstunni, hvaða flokkar sem standa mundu að nýrri ríkisstjórn. Stjórnmálalegur og þjóðfélagsleg- ur grundvöllur virðist ekki vera fyrir slíkum að- gerðum, hversu nauðsynlegar, sem þær eru. En livað getur þá skeðP Mér virðist, að í aðalatriðuin séu tveir möguleikar fyrir hendi. Ef ekkert verður gert Annar er sá, að láta verðbólguþróunina halda áfram með fullum hraða, að láta kaupgjaldshækk- unina frá 1. desember koma strax fram í verðlag- inu, hækka útflutningsbætur sem kauphækkunun- um svarar og auka yfirfærslu- og innflutnings- gjöld nógu mikið til að standa straum af þeim bótum. Verð landbúnaðarafurða yrði þá einnig að hækka þegar í stað. Nýjar kauphækkanir myndu svo fylgja í kjölfar verðhækkananna. Þetta er leið hinnar hreinu og beinu verðbólgu. Ég býst við því, að óhjákvæmilegt yrði, að sú verðbólga yrði tiltölu- lega ör, og miklu örari en sú, sem við höfum búið við fram að þessu. Ég hefi reynt að gera mér i hugarlund, hversu örum verðhækkunum mætti bú- ast við undir þessum kringumstæðum. Þær áætl- anir eru auðvitað mjög lauslegar, en gefa þó hug- mynd um það, hvert stefna myndi. Mér þykir sennilegt, að framfærsluvísitalan, sem nú er 219, myndi komast upp í um það bil 270 fyrir 1. nóv. 1959, og kaugreiðsluvísitalan þá að öllu óbreyttu upp í 253. Þetta mundi þýða 20—30% hækkun á verðlagi og kaupgjaldi á einu ári, eða tvisvar til þrisvar sinnum örari verðbólgu heldur en við höf- um yfirleitt búið við árin eftir stríðið. Ég held að þýðingarmikið sé að gera sér ljóst, hversu alvarlegar afleiðingar slík þróun myndi hafa fyrir efnahagslífið. Við liöfum á vissan hátt lagað okkur að þeirri tiltölulega hægu verðbólguþróun, sem við höfum búið við undanfarið. Við höfum fundið upp af nokkurri hugkvæmni ýmis ráð til þess að láta efnahagsstarfsemina ganga við þessi skilyrði. Við höfum t. d. samið við útgerðar- menn um rekstrargrundvöll útgerðarinnar fyrir FllJÁLS VEHZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.