Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.09.1960, Qupperneq 3
vinna og samstilltar ráðstafanir að ýmsu leyti bætt kjör og mcira öryggi fyrir allan almenning. Það er ekki verkefni mitt að lýsa í þessum erind- um hinum ým*u alþjóðastofnunum í Vestur-Evrópu á sviði efnahagsmála, sem hafa starfað eftir stríð eða starfa enn. Hér skal aðeins getið nokkurra þeirra helztu. Skal þá fyrst nefna Efnahagssamvinnustofmm Evrópu (OEEC) með aðsetur í París, er var stofnuð árið 1948. Aðilar að henni gerðust strax 17 ríki, þar á meðal ísland. Þessi stofnun hefur, sem kunnugt er, orðið til mjög mikils gagns á sviði viðskiptalífs Vestur-Evrópu. Það skal ekki rakið hér, en án efa má segja, að hin öra þróun efnahagsmála í Vestur- Evrópu eftir stríð og hið mikla viðskiptafrelsi, sem á hefur komizt, sé að verulegu leyti starfsemi þess- arar stofnunar að þakka. Þá má nefna alþjóða tollamálaráðið (GATT), í Genf, sem stofnað var 1947 og um 40 ríki eru aðilar að. ísland er ekki í þeirra tölu. Ennfremur Greiðslubandalag Evrópu (EPU), sem komið var á fót árið 1950, og voru stofnendur þess þau ríki, er stóðu að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, sem þegar er nefnd. — Þetta greiðslubanda- lag gegndi þýðingarmiklu hlutverki við að leysa milliríkjaviðskiptin úr viðjum tvíhliða greiðslufyrir- komulags og koma þeim á grundvöll marghliða greiðslukerfis. Greiðslubandalag Evrópu var síðan leyst af hólmi, þegar Gjaldeyrissamningur Evrópu frá 1955 komst í framkvæmd í árslok 1958, með því að flest lönd Vestur-Evrópu afnámu að mestu gjald- eyrishömlur sínar og komu á frjálsum gjaldeyris- viðskiptum í aðalatriðum. All-þýðingarmikil stofnun fyrir milliríkjaviðskipti Evrópu eftir stríðið hefur einnig reynzt Efnahags- nefnd Evrópu (ECE), sem stofnuð var 1947 og hefur aðsetur í Genf. Þessi stofnun er hluti af sam- tökum Sameinuðu þjóðanna. Efnahagsnefndin hef- ur áorkað nokkru til að auka viðskipti milli þjóða Vestur-Evrópu annars vegar og kommúnisku ríkj- anna í Mið- og Austur-Evrópu hins vegar. Arið 1951 var svo stigið stórt spor stjórnmálalega og efnahagslega með stofnun Sameiginlega mark- aðsins fyrir stál og kol, og tók hann til starfa 1952. Þessi stofnun er oft nefnd „Montanunion“ og hefur aðsetur í Luxemburg. Aðilar að þessum samtökum eru Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Benelux-löndin, þ. e. a. s. Belgía, Holland og Luxemburg. — Þegar þess er gætt, að kol og stál eru grundvöllur þungaiðnaðar, og þar með einnig grundvöllur að vopnaframleiðslu, verður ljóst, hversu þýðingarmikil þessi stofnun var, en með henni var kola- og stálframleiðsla m. a. Frakklands og Þýzkalands sett undir sameiginlega stjórn. Stjórn þessa kola- og stálmarkaðs fékk m. a. s. vald til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir, sem eru bindandi fyrir ríkisstjórnir og efnahagssamtök Frakka og Þjóðverja og annarra aðildarríkja. II. Samningurinn frá Róm Eftir mikinn undirbúning, sem þó tók skemmri tíma en hefði mátt vænta, var svo þann 25. marz 1957 undirritaður í Róm samningurinn um liinn Sameiginlega markað Evrópu. Aðilar að þessum samningi eru löndin sex, sem standa að kola- og stálmarkaðnum: Frakkland, Vest.ur-Þýzkaland að meðtalinni Vestur-Berlín, Ítalía, Belgía, Luxemburg og Holland. Þessi samningur er oft nefndur „sex- velda samningurinn“ og Sameiginlegi markaðurinn „sexvelda markaðurinn“. Austurríki og Sviss sáu sér ekki fært að verða aðilar að Sameiginlega markaðnum, einkum vegna yfirlýsts hlutleysis þeirra í utanríkismálum, en bæði þessi lönd eru nátengd markaðssvæðinu viðskipta- lega séð. Samtímis sömdu sexveldin um nána samvinnu á sviði kjarnorkumála, og nefnast þau samtök Evrópska atomsambandið (EURATOM). Tilgang- ur þessara samtaka er að efla rannsóknir varðandi kjarnorku og stuðla að aukinni notkun hennar í friðsamlegum tilgangi. Þessi sex ríki ná yfir landssvæði er nemur sam- tals 1.166.000 ferkm. en íbúatala þeirra er um 170 milljónir. Til samanburðar má geta þess, að Banda- ríki Norður-Ameríku ná yfir landssvæði, sem er sjö sinnum stærra, en íbúatala þeirra er svipuð og íbúatala aðildarríkja Sameiginlega markaðsins.i) Öll lönd Sameiginlega markaðsins eru mikil iðn- aðarlönd á háu j)róunarstigi. Hlutdeild jjessara landa í heimsviðskiptum er mjög mikil og má raunar segja, að j)au séu einn aðal-máttarstólpi aljjjóðlegra viðskipta. Auk sexveldanna eru lönd og landssvæði utan Evrópu, sem eru í sérstökum stjórnmálalegum og nánum efnahagslegum tengslum við Belgíu, Frakk- land, Ítalíu og Holland, einnig með í Jæssu markaðsbandalagi, en um jmu gilda á ýmsum svið- um sérstakar reglur, m. a. varðandi tolla. Samningurinn gerir ráð fyrir mjög verulegum upphæðum, sem sexveldunum ber að leggja af mörkum til efnahagslegs stuðnings þessara landa og landssvæða, bæði til lána og beinnar fjárfest- ingar á næstu 5 árum, en tengsl Jæssara landa við Sameiginlega markaðinn hafa verið ákveðin til 5 ára til að byrja með. Lönd þau og landssvæði, sem hér um ræðir, eru einkum í Afríku, og má nefna: Marokkó, Túnis, 1) Europaische Virtscliaftsgemeinschaft, 15, 1959, bls. 359. FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.