Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 2
Mór Elísson, hagír.:
Vandamal sjávarútvegsins,
með tillili fil þróunar undanfarinna ára
Már Elísson, hagfræðingur, hélt erinili það, seni liér fer á
eftir á fundi í Hagfræðafélagi Islands í janúar sl. (iaf hann
Frjálsri Verzlnn góðfúslega leyfi til að birta erindið.
Ég hefi hugsað mér að ræða hér einkum vanda-
mál hagkvæms rekstrar hjá sjávarútveginum; þ. e.
skilyrði þess, að ákveðin atvinnugrein — í þessu
tilfelli útgerð — fái þróazt og starfað eðlilega og á
sem hagkvæmastan hátt; í þessu sambandi mun
þróun þjóðfélagsmála undanfarinna ára mjög höfð
í huga. Af þessum sökum er ekki ætlunin að beina
umræðunum að þessu sinni inn á þá braut að leggja
mikla áhrezlu á tillögur til úrbóta um helztu
rekstrarvandamál útgerðarinnar. Flestir vita að
meira eða minna leyti, hvað gera þarf.
Ég mun því öllu fremur leitast við að ræða
vandamálin, sem á bak við liggja, — ]). e. a. s. or-
sök þess, að ekki hefir undanfarin ár verið mögu-
leiki eða hvöt fyrir útvegsmenn og aðra stjórnendur
sjávarútvegsfyrirtækja að taka upp hagkvæman
rekstur. miðað við það, sem eðlilegir tímar krcfjast.
Sú merking, sem ég tel að felist í „rationaliser-
ingu“, en sumir vilja nefna þetta hagsýslu, er eink-
um aukin hagkvæmni í rekstri þeirra atvinnutækja
og annarra starfskrafta, sem fvrir hendi eru hjá
ákveðnu fyrirtæki, með það fyrir augum að auka
afköstin og/eða minnka tilkostnaðinn — eða með
öðrum orðum að ná meiri árangri með sömu fyrir-
höfn, og þá einnig hlutfallslega meiri aukningu
afrakstrar en fyrirhafnar, þegar um það er að
ræða.
Efnahagskerfið skapar luidirstöðuna
Benda verður á það, að rammi sá eða umgerð,
sem þjóðfélagið býr atvinnuvegunum hverju sinni,
getur haft úrslitaáhrif á þróun þeirra og rekstur,
og má segja, að ef fyrirtæki á að geta þróazt. eðli-
lega, verði ákveðið jafnvægi að ríkja í þjóðfélags-
málunum almennt og í efnahagsmálum sérstaklega.
Ef slíkt ástand ríkir, má búast við jafnari og betri
rekstri fyrirtækja, hófsamari en jafnframt arðbær-
ari fjárfestingu og hraðari hagvexti. A hinn bóg-
inn er það staðreynd, að breyttum þjóðfélagshátt-
um til hins betra eða verra, fylgja breytingar á
afstöðu fyrirtækisins og stjórnanda þess til þeirra,
sem væntanlega koma þá fram í breyttum rekstrar-
háttum. Þannig má segja, að óstjórn eða ofstjórn
efnahagsmálanna neyði stjórnendur fyrirtækja til
að gera ýmsar gagnráðstafanir, sem í sjálfu sér
eru ekki til þess líklegar að stuðla að því, að ofan-
nefndum markmiðum hagkvæms rekstrar verði náð.
Það má því telja augljóst, að þau vandamál, sem
hér um ræðir, eru ekki neitt hégómamál, heldur
ástand, sem skapazt hefir á löngum tíma og nátengt
er hinni almennu þróun þjóðfélagsmála undanfar-
in ár.
Vinur minn benti mér á það fyrir nokkru, að
fyrstu merki þessa öfugstreymis mundu hafa kom-
ið í ljós á árunum um og cftir 1930, er heiftúð-
ugur áróður ýmissa einstaklinga og blaða gegn
sjávarútveginum hófst. Þessi áróður hafði tilætluð
áhrif í þá átt að breyta áliti almennings útveginum
í óhag. Álit margra þáverandi al])ingismanna og
annarra ráðamanna var sjávarútveginum og mönn-
um þeim, sem við hann störfuðu, andsnúið fyrir.
Þessi afstaða almennings og landsfeðranna bætt-
ist ofan á áhrif kreppunnar miklu, og breyttist
ekki fyrr cn of seint eða á árinu 1939, þegar gengis-
breyting var framkvæmd. Þetta reyndist sjávar-
útveginum sérstaklega óhagstætt og þar af Ieiðandi
öllu landsfólkinu, og leiddi til þess, að við upphaf
stríðsins var fiskiskipastóllinn mestmegnis gömul,
úrelt og afkastalítil skip, og höfðu litlar endurnýj-
FKJÁLS VERZLUN
2