Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 5
viðskiptum útvegsmanna og fiskvinnslustöðva, að meta fiskinn til verðs eftir gæðum, er drjúgt spor í átt til meiri hagkvæmni í rekstri, en hefði samt ekki komið að hálfu gagni, nema því aðeins að sú tilhögun næði einnig til skiptaverðs, — en nýlokið er að semja um þetta atriði. Eins og fyrr segir, hefur nú um margra ára skeið verið ljós þörfin á breyttu hlutaskiptafyrir- komulagi. Dýrari tæki, sem eiga að auka afköstin eða spara vinnuafl eða auka þægindi, verða að öðru jöfnu að hafa í för með sér, að stærri hundr- aðshluti verðs afrakstrar renni til fjármagnsins sjálfs, bæði til greiðslu aukins stofnkostnaðar, meiri vaxta af stofnfé og endurnýjunarafskrifta. Þar af leiðandi á ldutfallslega minni hluti afrakstrar að renna til vinnuaflsins, en á móti vegur, eða á að vega, aukin afköst, sem leiða eiga til hærri tekna, aukinna þæginda eða öryggis. Þetta er auðsær sannleikur, og er í orði viður- kenndur af flestum. Karl Marx bendir á þetta ein- hvers staðar og ég hefi heyrt einn fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra, sem hefur ekki verið sakaður um „hægrivillu“, leiða gild rök að nauð- syn endurskoðunar hlutaskiptafyrirkomulagsins með það í huga, að aukin fjárfesting í þeim tilgangi, sem að ofan greinir, fái aukna hlutdeild í afrakstr- inum. Hitt er svo annað mál, og mun ég fljótlega víkja að því, hvort stærri og dýrari bátarnir og tækin eigi að öllu leyti rétt á sér. Nú eru þetta hins vegar áþreifanlegar staðreyndir, sem ekki verður gengið fram hjá, heldur verður að horfast í augu við þær og taka afstöðu til þeirra. Að mínu áliti væri nauð- synlegt að hafa ákvæði í samningum útvegsmanna og sjómanna, sem kvæðu á um lilutdeild beggja í kostnaði við sameiginlega hagkvæma nýfjárfest- ingu, og veit ég dæmi þessa erlendis frá. Einnig ætti að auka ábyrgð skipstjóra og vélstjóra á veiðar- færum, vél o. fl., þannig að hlutur þeirra ákvarðaðist nokkuð eftir góðri umhirðu og sparsemi. Uppbvgging fiskiskipastólsins Hér ætla ég að staldra örlítið við, áður en lengra verður haldið og rætt um annan meginþátt efna- hagsþróunarinnar, og taka til meðferðar þróunina í uppbyggingu fiskiskipastólsins, — um togarana ræði ég samt ekki að sinni. Ég gat þess hér að framan, að aukinn tonna- fjöldi skipanna og bættur útbúnaður stafaði að Frá Vestmannaeyjum nokkru leyti af viðbrögðum útgerðarinnar við hinni miklu samkeppni á vinnumarkaðnum, en hefði ekki náð þeim tilgangi, sem skyldi. Einnig má segja — sérstaklega ef litið er á tímabilið frá því á stríðs- árunum, í heild, — að um liafi verið að ræða leit útvegsinannsins að stærð skipa, er hentaði til þess veiðiskapar, sem hér er helzt stundaður, þ. e. þorsk- veiðar með línu og netjum og síldveiði með herpi- nót og reknetjum. En þegar rætt er um offjárfest- ingu í skipum og tækjum, og enginn vafi er á, að hún hefir átt sér stað, verður að miða við útgerð- ina í heild og þær aðstæður, sem hún býr við, en ekki við einstök skip. í fyrsta lagi ber að hafa í huga skort á sjómönn- um; þannig er t. d. oft ekki unnt að senda skipin á þær veiðar, sem reynast kynnu arðbærastar, svo sem veiðar í salt, í útilegu. í öðru lagi verður að liafa í huga skort á góðum skipstjórnarmönnum, sem kunna að fara með hin dýru tæki. Þetta sést bezt á hversu afli skipa, af sömu stærð og með sama útbúnað, getur verið mis- FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.