Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.02.1961, Qupperneq 10
Sigurður Benedikisson: Rabb um listmunauppboð Ritstjóri Frjálsrar Verzlunar hefur lengi mælzt til þess, að ég skrifaði eitthvað fyrir hann um list- munauppboðin, — og þar sem þau eru sennilega hin eina „frjálsa verzlun“ á íslandi, væri gaman að geta orðið við þessari ósk. ★ En hvers ber þá helzt að gcta? Ljúfast væri mér að skrifa eingöngu um kynni mín við það prúða og listelska fólk, sem með áhuga á fágætri bók, eða eftirsóttu listaverki, hefur gert mér kleift að halda þessi uppboð. Bókauppboðin sækir að staðaldri val- inn hópur bókasafnara, nálægt 200 manns, en mál- verkauppboðin sækja miklu fleiri, allt upp í fjögur til fimm hundruð, þegar bezt lætur, og eitthvað verulega spennandi er á ferðinni. Konur sækja mál- verkauppboðin ekki síður en karlar, en sjást varla á bókauppboðunum. En þá sjaldan, að þær koma þangað, eru þær aðsópsmiklir kaupendur, og þær gera að öðru jöfnu betri kaup, því að bókamenn eru „gentlemenn", sem þykir leiðinlegt að bjóða á móti konum. Samt er ég smeykur um, að suma þeirra sé farið að gruna, að það séu oftast slungnir bókamenn og keppinautar, sem senda bókakon- urnar. Oft er ég um það spurður, hvar ég „grafi upp“ þá hluti, sem á uppboðin koma. Því er fljótsvarað: Ég gref ekkert upp, lieldur sel ég fyrir fólk, það sem það biður mig að selja, — reyni kannske að vinsa úr það bezta og það sem helzt hefir eitthvert sölu- gildi. Annað ekki. ★ Málverkin eru ]>ví miður sjaldnast komin frá listamönnunum sjálfum, eins og eðlilegast væri. Veldur því ótti margra við lágt kaupgengi, vanmat á kæru verki, og þykir þeim þá öruggara að eiga það óselt heima. Flest eru málverkin úr dánarbú- um cða frá fólki, sem vill skipta um málverk, og fer þeim ört fjölgandi, —- og svo frá þeim, sem þurfa eða vilja breyta þessum eignum sínum í peninga. í fyrra báðu eldri hjón, og miklir listunnendur, mig að selja öll þeirra málverk, og áttu þau þó ein- göngu úrvalsverk þekktra málara. Þau sögðust vera orðin ]n-cytt á að horfa alltaf á þessa sömu hluti, vildu brcyta til. Fengu þau allháa fjárhæð fyrir seld listaverk, en liafa nú varið öllu því fé, og vel það, til kaupa á öðrum málverkum eftir sömu listamenn. Ýmsir, sem þessum málum eru ókunnugir, virðast álíta, að það séu einhverjir svonefndir „safnarar“, sem kaupi öll málverk. Þetta er mikill misskilningur, þvi að mér vitanlega cr enginn einasti málverka- safnari til á íslandi. Hins vegar er hér mikill og almennur áhugi á að eignast eitthvert sýnishorn, og helzt sem flest sýnishorn, eftir 6—8 íslenzka list- málara. Um verk þessara listamanna er keppt og margir hafa varið til þess miklu fé, án þess að þeir geti talizt safna málverkum, og sízt af öllu eftir nokkrum viðurkenndum söfnunarreglum. Hér kaup- ir hver eftir sínum smekk og sinni getu, — en oft hefur mér virzt, að hinir allra vandfýsnustu kaup- endur leggi helzt til mikið upp úr stærð listaverka. Lítið málverk er oft ekki síður gott listaverk en stórt. Sú mynd, sem mér er minnisstæðust frá upp- boðunum er lítið olíumálverk eftir Kjarval. Mót- ívið var ekkert sérlega skáldlegt. Það var feitur og stinnur þorskur. Ilafði hann einhvern tírna gert þessa mynd fyrir systur sína, svo að hún gæti gcfið hana í afnrælisgjöf. En nú var afmælis- barnið fallið frá og myndin boðin til sölu. llún mundi sóma sér í hvaða þjóðsafni sern væri, á rneðal verka lrinna klassisku meistara rnálaralistarinnar, sérstaklega í félagi við verk Rembrandts, — cn þar sem hún var sýnd irrnan urn stór léreft cftir rneistara sinrr, og aðra íslenzka málara, vakti lrún enga sérstaka athygli og var slegin á sex þúsund krónur. Ég nota þetta tækifæri til að bjóða kaup- FRJÁLS VERZLUN 10

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.