Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.02.1961, Qupperneq 16
fyllsta máta skaðleg, meðan allar aðrar frjálsar þjóðir skipa þessum málum á annan veg, með þeim árangri, sem hvarvetna má sjá, hvort sem litið er til Norðurlanda, frlands, eða annarra landa okkur fjær og með ólíka að stöðu um sumt. í þessum efnum eru íslendingar nú líkt settir og fyrr á árum, þegar útlendir menn fylltu skip sín með veiðitækni á fengsælum fiskimiðum við strendur landsins, með- an landsmenn sjálfir sátu færafátækir í landi, cða reru út í duggur og togara til að sníkja sér soðn- ingu. Nú eru íslendingar meðal mestu fiskiþjóð heims, og vonandi verður þróunin svipuð í ferða- málunum — nema hvað ekki er hætt við neinum aflabresti á þeim miðum, heldur stöðugt vaxandi straumi, þegar skriðan er byrjuð að falla. Nú er eðlilegt að margur spyrji, hvort nokkuð sc hægt að aðhafast fyrr en búið sé að reisa hótel og steypa vegi. Sannleikurinn er sá, að enda þótt hótelkostur sé hinn sami og vegir allir enn um sinn jafnhörmulegir og verið hcfir, er samt hægt að afla gjaldeyristekna af komu fcrðamannahópa, svo tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna skiptir. Ef gert er ráð fyrir, að hingað komi nú um 10 þúsund erlendir ferðamenn á ári, sem líklega er þó heldur hátt reiknað, og að þeir eyði að jafnaði sem svari fimm þúsund krónum í landinu, þá myndu skapast um 100 milljón króna tekjur fyrir landsmenn í erlendum gjaldeyri við þreföldun ferðamannaheimsókna, og eru þó 30 þúsund er- lendir ferðamenn á ári hingað til lands hreint ekki neitt miðað við það, sem verða mun þegar greindar- leg skipan er komin á ferðamálin. Erlendum ferðamönnum má skipta í þrjá hópa eftir eðli ferðalagsins. í fyrsta lagi gesti, sem koma með skemmtiferðaskipum og hafa skamma við- dvöl. T>á búa gestirnir um borð og fara í kvnnis- ferðir á landi. Að sjálfsögðu eru svo til ótakmarkaðir möguleikar fyrir aukinni móttöku slíkra hópa. í öðru lagi eru einstaklingar og ferðamannahópar, sem sækjast eftir að kynnast náttúru landsins og óbyggðum. Þetta fólk vill umfram allt kvnnast landinu, fuglalífi og fjöllum. Þrá þess stendur til frumstæðra ferðalaga, þar sem búið er í tjöldum, ekið í fjallabílum og jafnvel vaðið berum fótum yfir ár. Það er tilbreyting frá stofulífi og baðströnd- um meginlandsins — reglulegt ferðaævintýri, sem í frásögur er færandi, þegar hcim er komið. — Þriðji flokkurinn er svo Jiað fólk, sem búa vill í góðum hótelum makindasömu lífi, við sem minnsta hreyfingu. Fólk sem vill skoða heiminn út um stofu- glugga sinn og langar til að bæta íslandi á lista þeirra landa, sem gist voru á langri ferðaævi. Þetta er sá hópurinn, sem Island hefir minnst að bjóða enn sem komið er, þegar sleppt er gisti- og hress- ingarhælum, sem hljóta að rísa við heilsulindir jarðhitasvæðanna. ★ Þegar við hugleiðum ferðamálin og Jjá spurningu, hvort og livenær ísland verði ferðamannaland, verð- um við að hafa í liuga þær hagstæðu aðstæður, sem fært hafa landið til móts við tækifærin í þessum efnum. Með stöðugt vaxandi ferðalögum fólks úr öllum stéttum í Evrópulöndum, Ameríku og raunar öllum heimsálfum, er vaxandi Jjörf fyrir ónumin lönd. Margir Jieir, sem ferðast til dæmis í Evrópu, eru þegar búnir að skoða þar rækilega lönd og þjóðlíf. Þeim er ísland nýtt og ónumið Iand og J:>ví ofarlega á óskalista. Flugtæknin gerir það svo að verkum, að ódýrara og auðveldara er að komast til þessa lands, sem í Norðurálfu hcfir löngum ver- ið fjarri öðrum þjóðum. Af öllu þessu og mörgu öðru, sem ótalið er, verð- ur það ljóst, að Island á hér mikinn fjársjóð, en illa nýttan, auðug fiskimið, sem ekki eru stunduð vegna Jæss að menn liafa enn ekki almcnnt komið auga á mikilvægi þess nýja atvinnuvegar, sem geymdur er innsiglaður uppi á hillu og opnast, þegar leyft verður að gera ísland að ferðamannalandi. „Vertu ekki hræddur við þetta. Ef það kemur í ljós, að það sé óhollt að reykja, þó getum við alltaf hætt" 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.