Frjáls verslun - 01.02.1961, Page 17
Helgi S. Jónsson:
Keflavík og Njarðvíkur
staðir sem eiga ‘verzlunarfrelsinu vöxt sinn og vid'gang að þakka
Keflavík og Njarðvíkur eru við Stakksfjörð, sem
gengur inn úr Faxaflóa, á milli Hólmsbergs og
Vogastapa. Keflavíkur er að litlu getið í sögunni.
Fornsögurnar koma þar hvergi við og kunna ekki
frá neinum stórmerkjum að greina. Steinunn gamla,
landnámskona Rosmhvalaness, fór þar fram hjá, út
á Miðnesið, að því talið er; henni hefur ekki litizt
búsældarlega á víkina þá. Það er fyrst í átökunum
um verzlunina, milli enskra og þýzkra, og siðar
danskra, sem Keflavík kemst á söguspjöldin.
011 forsaga Keflavíkur er mjög óljós, nema það
sem finna má í gömlum verzlunarplöggum i kóngs-
ins Kaupinhafn, og að nokkru hér heirna, frá síðustu
öld. Þær heimildir greina mest frá ríkisdölum og
skildingum — gróða og tapi — en ekki lífi fólks-
ins, starfi þess og stríði. 1 gömlum skrifum er þess
getið, að um árið 1700 hafi verið eitt býli í Kefla-
vík og þar búið 6 sálir, sem inntu það í afgjald
kotsins að gæta lokaðra kaupmannabi'iða að vetri til.
Þrátt fyrir búsifjar af völdum einokunarverzl-
unar Dana, tók Keflavík eftir þetta að vaxa, þó
að hægt færi. Verzlunin hafði sitt aðdráttarafl, og
fiskisæld var þar nálæg, þótt oft. væri harðsótt á
miðin. Um aldamótin siðustu eru komin 90 hús í
Keflavík og íbúar um 400. Þegar H. P. Duus kveður
Keflavík, 1. marz 1920, selur allar eignir sínar og
fer af landi burt, þá fer fyrst að rætast úr og fólki
að fjölga. Mest var það þurrabúðarfólk, scm átti
allt sitt undir sjó og afla. Bændur til lands og
sjávar bjuggu í Njarðvíkum og voru gjarnan bet-
ur stæðir en hinir, sem byggðu mölina í Keflavík.
Nú er orðið svo margt líkt með skyldum, að dag-
farslýsing annars staðarins á að mestu við hinn.
Njarðvíkur
Ytri* og Innri-Njarðvík eru sunnan við Kefla-
vík. Njarðvíkur eru ört vaxandi þorp, sem nú er
nálega samvaxið Keflavík, og er landfræðilega í
rauninni einn og sami staður, á sama hátt og Sel-
tjarnarnes og Kópavogur mega heita samvaxin
Reykjavík. Njarðvíkur hafa lengi verið hreppur
út af fyrir sig, en voru áður sameinaðar Keflavík-
urhrepp. Njarðvíkurbændur eiga nær helming lands-
ins, sem Keflavík stendur á, og hafa af því leigu-
tekjur nokkrar, og vaxandi, eftir því sem Keflvík-
ingar auka verðmæti landsins.
Njarðvíkingar liafa sinn eigin barnaskóla og leik-
velli. Þeir hafa stærsta samkomuhúsið á Suður-
nesjum, og einn bezta knattspyrnuvöll landsins.
Þar er skipasmíðastöð, sem reynir nýjar leiðir og
gegnir að mörgu leyti forustuhlutverki meðal skipa-
smíðastöðva landsins. Þar er kaupfélag og verzlun,
þar er fiskimjölsverksmiðja og tvö frystihús — þar
er og lítt nothæfur, stór hluti af landshöfn í Kefla-
vík og Njarðvík — ! TJtgerð og fiskveiðar eru
máttarstoðir athafnalífsins, þar eins og í Keflavík.
Báðir staðirnir eru ein kirkjusókn, eitt læknis-
hérað og hafa margt annað sameiginlegt: Gagn-
fræðaskóla, póst og síma, slökkvilið, rafveitu, áætl-
unarferðir, sparisjóð og fjölmargt annað. Njarð-
víkur eiga allmikla sögu; ])aðan hafa rnargir merkir
menn komið, og miklir framfara- og dugnaðar-
menn liafa búið þar, menn sem settu svip sinn á
þróun útgerðar og fiskveiða — enda gaf siglinga-
guðinn Njörður, víkunum nafn sitt.
Um eitt skeið bjó sálmaskáldið Hallgrímur Pét-
ursson í kotinu Bolafæti í Njarðvíkum, og hafði
þá einhverja sultarvinnu hjá dönsku verzluninni
í Keflavík, áður en hann varð prestur að Hvals-
nesi.
Byggðin í Njarðvíkum stendur báðum megin
þjóðvegar unr Suðurnesin, en þjóðvegur sá liggur
frjá.ls verzlun
17