Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 19

Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 19
Þær pakka iiski til frystingar ur bæjarfélagsins. Ekki dugar annað en að tolla í tízkunni — og helzt að verða á undan Reykjavík að byggja ráðhús. Við hinar fögru listir er fingrað lítillega. Ágætur karlakór æfir og syngur, og lúðrasveit leikur á tyllidögum. Fullsetinn tónlistarskóli er að störfum, þar eru 53 listamannsefni í deiglunni. Kristinn Reyr Pétursson er eina skáldið, sem gefur i'it ljóða- bækur, þótt ýmsir aðrir yrki og skrifi. Leiklistin er í lægðarmiðju, sem vonandi fer hratt yfir. Þrjú bæjarblöð eru gefin út, en það er happa- og glappa- útgáfa, sem fjörgast um kosningar hverjar. í blaða- útgáfu er við ofurefli að etja, því að Morgunblaðið er borið í húsin á hverjum morgni, hartnær 1000 eintök, og öll hin dagblöðin frá Reykjavík sam- anlagt í nokkru minna upplagi. Nokkrir frístunda- málarar bera liti á flöt, og er enginn þeirra ab- strakt, enda gera þeir ekki kröfu til listamanna- launa. Tízkufyrirbærið íþróttir — þetta sem birtist í metum og keppnissigrum — er með nokkrum blóma í Keflavík. Gott íþróttahús er við skólana, og er það notað af utanskólafólki á kvöldin. Verið er að byggja stórt og fullkomið íþróttasvæði og þegar lokið byggingu á vönduðu búnings- og baðhúsi fyrir íþróttamenn. Talsvert gott knattspyrnulið er nú í fullum gangi, en hlaupin, stökkin og köstin eru í öldudal — en eiga sitt vor í vændum. Mikið er af góðu sundfólki, því að sundhöll með heitum sjó Iaðar íólkið til sín, og ekkert barn sleppur úr skóla án sundkunnáttu. Sund er konungleg íþrótt. íþróttir eru síður en svo hin eina tómstunda- fylling unga fólksins, ekki frekar í Keflavík en annars staðar. Tvö bíó eru í bænum, og rúma þau til samans um 800 manns. Oftast eru bíóin vel sótt, en smekkur manna er misjafn. Sumir fara bara til að fara í bíó — aðrir velja „góðar“ myndir. Bezt eru sóttar söngva-, gleði- og skammbyssumyndir — þar hefur hver sinn smekk, eða er aðeins að láta tímann líða með eitthvað fyrir augum. — Svo leik- ur þessi eða hin hljómsveitin í Ungmennafélags- húsinu, gömlu dansarnir eru í Aðalveri — og dansað á Vík í kvöld . . . Það er rokkað og sambað — og þambað, sítrón og kók — blandað og óblandað. Polkinn og marsúrkinn komast bráðum aftur í tízku, og „Kokkurinn" lifir enn. Allir, sem syngja dægurlög, eru dægurlagasöngv- arar og auðvitað á Keflavík tvo slíka — unga og þybbna, með miklar og fallegar raddir. Svo eru árshátíðir, afmæli og skemmtanir átthagafélaga. — Samtals eru 60 félög í bænum, með öll möguleg og ómöguleg sjónarmið og stefnuskrár. Þau eru sérlega gróskumikil átthagafélögin, því að alltaf er að flytjast fólk til Keflavíkur hvaðanæva af landinu. A sunnudögum er stundum farið í kii'kju — FRJÁLS VERZIDN 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.