Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Síða 22

Frjáls verslun - 01.02.1961, Síða 22
„Ekkert fólk á íslandi skynjar fjölbreytileik vorkomunnar betur en það, sem býr út við eyjar og nes." — A miðri myndinni er Vigur á Isafjarðardjúpi (Teikningarnar gerði Halldór Pótursson) kalt eins og dauðinn. — Ekkert raskar ró þess. — Jafnvel hafísinn, „landsins forni fjandi“, fær þar engu um þokað. Þögult, en þungbúið horfir bjargið á hinar kaldlyndu og ærslafullu Ránardætur læs- ast í dróma frosts og ísa. Svo langt sem augað eygir liggur hafísinn. Turnar borgaríssins rísa tign- arlegir upp úr flatneskjunni. Við staka vök í haf- þökin sést ef til vill selur eða luralegur ísbjörn. Annars er allt líf viðjum bundið. — Á allt þetta horfa tindar Hornbjargs úr hásæti sínu, stundum gegnum hríðarkóf, stundum á stjörnubjörtum, frost- köldum tunglskinsnóttum. Þannig er myndin af Ilornbjargi, mitt í harðviðr- um vetrarins við hið yzta haf. Veröld vaknandi lífs En nú er sumar. Myrkrið er á flótta. Birtan hef- ur sigrað, þótt sigur hennar hér í norðurvegi sé skammær. Og nú blasir ný veröld, veröld vaknandi lífs og fagnandi náttúru við sjónum bergvættanna. Það er sólbjartur maídagur, naumast skýhnoðri á lofti, hægur norðaustan-andvari er á. Það er eins og sjálft þverhnýpi bjargsins hafi gæðzt lífi. Á hin- um breiðu brjóstum þess iðar allt af lífi og starfi. Hundruð þúsunda, ótöluleg mergð önnum kafinna lífvera hefur numið hér land. Svartfuglinn er kominn í vorheimsókn sína, bjarg- hillurnar, snasir og ranar eru þaktir þessum ein- kennilega harðgera fugli, sem forðast að verpa eggj- um sínum í námunda við nokkurn gróður, grastó eða skarfakálsblöðku. Á nöktum berghillunum liggja egg hans í löngum, þéttum röðum. Þarna er líka fýllinn kominn, en hann er makráðari og verpir, þar sem gróður hefur náð að skjóta rótum. Ilinn ekkaþíungni, sogandi brimgnýr íshafsöld- unnar er hljóðnaður. Það er eins og báruvætlið við rætur fjallsins sé að gera gælur við það, eins og til þess að bæta fyrir harðýðgi hretviðranna. Og framundan til norðurs, vesturs og austurs um Húnaflóa liggur blátt hafið gárað af andvaranum. Bjargið ómar af kurrandi hljóði svartfuglsins. Eins og risafingur norður í íshafið Útsýni frá Hornbjargi, næstnyrzta nesi á íslandi, er mikið og vítt. Þaðan sér allt austur um Strandir, þar sem fjöll og núpar teygja sig eins og risavaxnir fingur norður í íshafið, suður og austur um Húna- flóa, og Skaga, og lengst í austri blasa fjöllin vestan Siglufjarðar við. Þessi fjöll, í senn þau, sem næst okkur eru, og hin, sem fjarlægðin hefur gert blá, eru dásamleg umgerð um bláan flóann. I þessari mynd af vorinu, landinu og hafinu er fólgin stórbrotin og ógleymanleg fegurð. Drættir hennar mást aldrei. Þeir eru grópaðir í hugann, og hver, sem á slíka mynd, gctur haldið áfram að sækja í hana hugsvölun og sálubót, þótt árin líði 22 FB.TÁPS VPRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.