Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.02.1961, Qupperneq 34
ÚR GÖMLUM RITUM Um húsagjörð Gjörbylting hefur orðið í húsakosti landsmanna síðustu áratugina, bæði í sveit og við sjó. Það er því ekki ófróðlegt að lesa hugleiðingar iðnaðarmanns fvrir réttum 70 árum um, hvernig reisa skuli hentugt íbúðarhús í sveit. Og svo vel á að ganga frá þakinu, að eigi þurfi að vera ofn í baðstofunni! — Eftirfarandi grein er tekin úr „Isa- fold“, 4. febriiar 1891. — Kétt er að gela þess, að alin er sama sem tvö fet. Nokkrar ritgjörðir í síðasta árg. Isaf. um húsabætur hafa hvatt mig til að láta skoðun mína í ljós á þessu máli. Mikil er þörfin á að bæta húsa- kynni manna; það er enginn vandi að sjá það; en hitt er meiri vandi, að ráða bót á því á hagfeldan hátt og sem ódýrast, og því álít jeg mjög gott, að margir skynberandi menn í þeirri grein vildu taka til máls um þetta mikilsvarðandi at- riði. Það er mikill vandi, og að jeg held óvinnandi vegur, að gefa eina reglu, sem eigi alstaðar við, fyrir byggingu sveitabæja. Til þess eru margar orsakir, ekki sízt mismunandi vegalengd í kaupstað og aðflutningur á ýmsum efnum, er til bvgginga þarf, og verða menn því að fara cptir því sem hver og einn sjer sjer fært, við- víkjandi kostnaði og öðrum erfið- leikum. Steinbygging er vitanlega var- anlegust; en af þvi jeg er viss um, að víða hagar svo til, að menn treystast ekki til að leggja út í að byggja úr steini, helzt af því að grjót er víða svo slæmt, og sumstaðar ekki hægt að kljúfa það, og af því leiðir að steinbygg- ing ofan jarðar er mjög miklum erfiðleikum bundin, þar sem vegg- urinn verður að hafa nokkurn veg- inn jafna þykkt, en það er óhægt úr slæmu og illa löguðu grjóti, þá ætla jeg að tala meira um húsa- gerð af timbri. Jeg álít, að hús, sem er 12 álnir á lengd og 10 álnir á breidd, með 1% áln. háu porti, yrði nóg fyrir sveitaheimili, þó í stærra meðal- lagi væri. Iíúsið skyldi vera þann- ig byggt, að kjallari væri undir því öllu, hann hólfaður í tvennt þvers um, og taki annar parturinn 3 álnir af lengdinni, en hinn 7 álnir, að innanmáli. Minni parturinn skal tilheyra búrinu, en hinn stærri vera í stað skemmu, og á honum útidyr. Kjallarinn skal vera 1 alin upp úr jörð, svo vel megi koma fyrir gluggum. Hann skal hlaðinn úr grjóti og lagður í kalk, eða límdur með steinlími (sementi) utan og innan. — Engum vil jeg ráða til að hlaða kjallara úr torfi og grjóti, því reynslan hefir sýnt, að það eru hinir ótraustustu vegg- ir. Jeg gjöri ráð fyrir álnarþykk- um kjallaravegg, ef grjótið er slæmt, en sje það hentugt, má hafa hann þynnri, frá 12—16 þuml. Aðaldyr skulu vera á miðri framhlið hússins og 2 gluggar út frá þeim hvorumegin. Andyri (for- stofa) skal vera 2 álnir á breidd og 4 álnir á lengd, inn í breidd hússins; af því innanverðu skal hólfa eina alin og setja þil fyrir með liurð á. Þessi klefi skal vera fataskápur. I öðrum enda hússins er ætlazt til að sje stofa er taki 5 álnir af lengd hússins, og öYo alin af breidd þess; með fram hinni hliðinni á að vera svefnherbergi er taki 3V2 alin af breidd hússins og 4 álnir af lengd þess, og einn gluggi á hlið- vegg þess herbergis. A þessari hlið hússins, sem er bakhliðin, skal hafa dyr 41/* áln. frá þeim enda þess, er jeg talaði síðast um; inn af þeim andyri (for- stofa) V/o al. af lengd hússins, og 3V2 alin af breidd þess, og í þessu andyri skal vera stigi upp á lopt- ið. í hinum enda hússins skal vera búr og eldhús, þannig að búrið sje á Icngd 5 álnir, og eins á breidd, eldhúsið á lengd 6V2 alin, og á breidd 5 álnir. Reykháfur, hlaðinn úr múr- steini, 18 þuml. á hvern veg, standi í miðju húsinu, svo hægt sje að koma í hann pípum frá ofni og eldávjel. Dyr skulu vera úr aðnl-andyr- inu inn í stofuna og milli hennar og svefnherbergisins og milli þess og bakdvra-andyrisins, og milli þess og eldhússins, og milli búrs og eldlniss og úr búrinu fram í aðalandyrið. Stigi skal vera úr búrinu ofan í þann hluta kjallarans, er því tilheyrir. Tveir gluggar skulu vera á hverjum gafli hússins uppi, og einn á þakinu öðrumegin. Lopt- inu, sem sje baðstofa, mætti skipta þannig, að þilja af í öðrum end- anum eitt eða tvö herbergi, hvort sem hentugra þætti. Á gaflinum þeim megin, sem búr og eldhús er, skulu vera 2 34 FBJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.