Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 36

Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 36
„Sittu nú ekki uppi alla nóttina, Jói minn, til að horfa ó nýja bílinn." ★ Lögmaður nokkur hafði öðlazt mikla mannþekk- ingu af viðburðaríku starfi á langri lífsleið. í samkvæmi einu ræddi borðdama hans mjög um göfugmennsku hjóna nokkurra. Lögmaðurinn svar- aði aðeins: „Hafið þér séð þau fá arf? — það hef ég séð.“ ★ Fyrsti bóndi: „Hvað varð um vinnumanninn, sem þú fékkst úr borginni?" Annar bóndi: „Hann skreið undir múlasna, til að athuga, af hverju hann færi ekki af stað.“ ★ Gamall karl hafði lengi horft á mann nokkurn stríða við að koma bíl sínum í gang. Gekk það illa, enda farartækið komið til ára sinna. Bílstjórinn var orðinn óþolinmóður og gat ekki lengur orða bundizt. „Hvað ertu að glápa á, er þetta fyrsti bíllinn, sem þú hefur séð?“ „Nei,“ svaraði sá gamli þurrlega,“ en þessi líkist honum mikið.“ ★ „Er drengurinn þinn metorðagjarn?“ „Já,“ mælti faðirinn, „hann ætlar að verða svo ríkur og voldugur, að hann er þegar farinn að líta á mig sem eins konar fátækan ættingja." „Hverju þakkið þér það nú, að þér hafið alltaf verið hraustur og náð svo hárri elli?“ „Ég held að það sé mest því að þakka,“ svaraði öldungurinn, „að ég fæddist áður en bakteríurnar voru fundnar upp, og í þá daga var því minna um áhyggjur.“ ★ Bóndinn vakti nýja vinnumanninn kl. 4 um morguninn og sagði, að þeir þyrftu að fara að skera hafra. „Eru það villtir hafrar?“ „Nei, hvað er með það?“ „Hvers vegna þurfum við þá að læðast að þeim í myrkrinu?” ★ Ræðumaður: „Ekkert sem er falskt getur gert neinum neitt gott.“ Aheyrandi (kallar fram í): „Þetta er ekki rétt maður minn. Ég hefi falskar tennur, og þær gera mér mikið gott.“ „Karl! Þú sem ætlaðir að vera þarna úti í þrjú ár!" 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.