Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 6
til að aðlaga sig breyttum aðstæðum eru mjög mis-
jafnir. Hins vegar benda þær tölur, sem ég hef nefnt,
til þess, að verulegur hluti þess iðnaðar, sem nýtur
tollverndar, mundi geta komizt af með mun minni
vernd eða jafnvel enga, sérstaklega ef um væri að
ræða hæfilega langt aðlögunartímabil, eins og alltaf
hcfur verið um rætt, t. d. í sambandi við fríverzl-
unarmálið. Erfiðast er að sjálfsögðu að átta sig á
þessum hlutum, þegar um er að ræða.iðnaðargrein-
ar, sein notið hafa allra mestrar verndar. Fram-
leiðslukostnaður þeirra liefur verið miðaður við það
háa verðlag, sem hefur verið á þeim erlendu vörum,
sem við hefur verið keppt, og það er mjög erfitt
að gera sér grein fyrir því, hvort annar framleiðslu-
kostnaður hefði verið mögulegur, ef þessi vernd
hefði ekki verið fyrir hendi. Það er gamalt lögmál
hagfræðinnar, að takmarkakostnaður hvers fyrir-
tækis nálgast það verð, sem hægt er að fá fyrir
framleiðsluvöru þess á markaði. Það lítur því oftast
við fyrstu sýn út fyrir, að allar verðlækkanir hljóti
að hafa í för með sér verulegan rekstrarhalla.
Reynslan er hins vegar sú, að framleiðslukostn-
aðurinn hefur verulegan sveigjanleik, og fyrirtæki
geta með breyttri samsetningu framleiðslunnar og
oft tiltölulega óvcrulegum samdrætti tekið á sig
verulegar lækkanir í söluverði. Sú reynsla, sem þeg-
ar er fengin af framkvæmd tollabandalaga og frí-
verzlunarsvæða í Evrópu undanfarin ár styður
mjög þá skoðun. Yfirleitt virðist. ótti manna við
lækkun verndartolla og áhrif erlendrar samkeppni
hafa reynzt miklu ástæðuminni en búizt var við, og
sama mun eflaust koma í Ijós hér á landi varðandi
verulegan hluta iðnaðarins. Því verður þó ekki neit-
að, að vandamálið er hér sérstaklega erfitt vegna
nokkurra framleiðslugreina, sem njóta tollverndar,
sem er langt umfram ]iað, sem yfirleitt mun þekkj-
ast í Evrópulöndum. Gerði nefndin á þessu nokkrar
athuganir.
Hæð verndartollanna
Gerðar voru tvær töflur, sem sýndu tollvernd
nokkurra vörutegunda, sem nefndin hafði fengið
sérstakar upplýsingar um. Á fyrri töflunni eru
sýndir brúttótollar á innfluttum vörum, sem einnig
eru framleiddar hér á landi. Með brúttótollum er
átt við alla tolla, innflutningsgjöld og söluskatt í
tolli, eins og þetta var eftir gengisbreytinguna á
síðastliðnu ári. Þessi gjöld eru svo reiknuð scm
hundraðshluti af cif.-verði hinnar innfluttu vöru,
sem íslenzka framleiðslan keppir við. Kom i ljós,
hve geysilegur munur er á tollvernd hinna ýmsu
iðnaðarvara. Alls náði athugunin t.il 53 vörutegunda.
Af þeim báru !) 0—20% tolla, og eru það aðallega
útgerðarvörur, 13 báru 20—40% tolla, og voru það
aðallega fjárfestingarvörur, 11 báru 60—90% tolla,
14 báru 90—140%, og voru það einkum fatnaðar-
vörur, skófatnaður, húsgögn og aðrar neyzluvörur.
Sex vörutegundir báru 140—190% tolla, og voru
það aðallega ýmsar fatnaðarvörur, en aðeins ein
vörutegund, sem athugunin náði til bar tolla yfir
200%.
Nú er það að sjálfsögðu augljóst mál, að brúttó-
tollar af erlendum samkeppnisvörum eru ekki við-
unandi mælikvarði á þá vernd, sem tollarnir veita
iðnaðarfyrirtækjum. Taka verður einnig tillit til
þeirra tolla, sem iðnfyrirtækin greiða af rekstrar-
vörum sínum. Nefndin reyndi að taka tillit til
þessa með því að reikna út nettóvernd nokkurra
framleiðslugreina með því að draga frá brúttó-
tollum innfluttu vörunnar þá tolla, sem íslenzk iðn-
fyrirtæki þurfa að greiða af hráefrium til framleiðslu
á sams konar vöru hér innanlands. t rauninni væri
æskilegt að draga einnig frá tolla, sem lagzt hafa
á fjárfestingarvörur iðnfyrirtækja eða gengið inn
í kostnað ýmissar vöru og þjónustu, sem þau
kaupa hér innanlands. Gögn nefndarinnar leyfðu
hins vcgar ekki að taka tillit til annars en tolla af
þeim hráefnum, sem ganga beint inn í framleiðsluna.
Nettótollarnir, sem þannig fengust, voru svo reikn-
aðir sem hundraðshluti af cif.-verði hinnar innfluttu
vöru, sem við var keppt.
Þessi athugun náði til 23 vörutegunda, og reynd-
ist nettóverndin liggja á bilinu frá 0 og upp undir
100. Minnsta nettóvernd eða frá 0—5% hafa t. d.
fiskumbúðir, veiðarfæri og áburður, og á bilinu 5—
15% lá sement og miðstöðvarofnar, málning 15—
30%, hurðir 30—40%, skyrtur, leðurskór, sjóklæði
og þvottavélar 40—50%, hreinlætisvörur, gluggar
og sokkar 60—90%.
Það er ekki aðeins eftirtektarvert, hve geysiháir
verndartollar eru á ýmsum iðnaðarvörum, heldur
ekki síður, hversu geysilega rnikill munur er á þeirri
vernd, sem einstakar iðnaðargreinar njóta. Þar að
auki eru íslenzk aðflutningsgjöld orðin svo mörg
og margbreytileg, að vandfundnar eru tvær vöru-
tegundir, sem af þarf að greiða nákvæmlega sömu
aðflutningsgjöhl samtals. Það tollakerfi, sem við eig-
um við að búa hér á landi, er löngu úrelt, enda
byggt upp af handahófi. Eitt er víst, að það sjónar-
mið að veita iðnaðinum heilbrigða vernd hefur
aldrei ráðið miklu um ákvörðun íslenzkra tolla.
Tollar og aðflutningsgjöld hafa að langmestu leyti
verið lögð á af hreinum fjáröflunarsjónarmiðum, og
það hefur ekki verið athugað fyrr en eftir á, að í
skjóli þeirra mundi rísa upp ýmis innlend fram-
leiðsla, sem síðar hlyti að óska eftir ]iví, að tekið
væri tillit til hagsmuna sinna. Þegar tollarnir verða
eins liáir og hér á landi tíðkast, er liætt við því, að
sumt af þessari framleiðslu sé ekki mjög hagkvæmt.
fyrir þjóðarbúið í heild. Á hinn bóginn má svo benda
6
FHJÁLS VERZLTJN