Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 14
ar voru aðrir á hinum erlendu heldur en hinum
innlendu mörkuðum. Af þessum ástæðum eru út-
flutningssamtök og sölusamtök, sem kcppa um sölu
á erlendum mörkuðum látin njóta sérstakrar vernd-
ar í sambandi við slíka löggjöf. Hefur þetta stuðlað
beinlínis að því, að útflutningssamtök séu byggð
upp svipað þeim, sem Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna er, — frjáls samtök framleiðenda. En þetta
kann að hljóma nokkuð einkennilega í eyrum þeirra,
sem telja, að minnkandi áhrif sölusamtaka í út-
flutningi íslendinga sé æskileg og að auka beri
möguleika einstakra kaupsýslumanna á þessu sviði.
Eg liefi nokkuð kynnt mér löggjöf nokkurra
nágrannalanda vorra í sambandi við útflutnings-
samtök, sem söluaðila. Samkvæmt þeim almennu
skilgreiningum, sem notaðar eru í viðkomandi lög-
um, myndi Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna flokk-
ast undir það, sem nefnt er á þýzku „Export
Kartel“, en það eru samtök ótilgreinds fjölda sjálf-
stæðra framleiðenda, er framlciða skyldar vörur,
sem eru í „Iáréttri“ samkeppni hver við aðra á hin-
um erlendu mörkuðum, þ. e. a. s. samtök framleið-
enda, sem framlciða vörur, sem eru svipaðar að
gæðum, útliti og verði.
Slík samtök geta verið laus eða föst, munnleg
eða skrifleg. Fer þaö eftir réttarvenjum eða því,
sem eðlilegt þykir í viðkomandi landi. Hér er um
að ræða viðskiptalega og réttarlega sjálfstæða fram-
leiðendur, sem geta ráðið því, hvort þeir eru kyrrir,
eða hverfa úr viðkomandi samtökum. Þeir hafa
svipað athafnasvið innan samtakanna og meðlimir
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hér á landi. Á
slík samtök er alls ekki litið sem „hringa“, þó þau
að forminu til séu skilgreind sem „kartel“.
Fjöldi landa, þar á meðal þýðingarmestu útflutn-
ingslönd Vestur-Evrópu, skiptist í tvo hópa, þ. e. a.
s. lönd, sem hafa nokkur lagaleg takmörk í sam-
bandi við kartelamyndun innanlands, en láta út-
flutningskartela algjörlega afskiptalausa, og svo
lönd sem hafa strangar reglur um innanlands-
kartela, en sérákvæði í sambandi við útflutnings-
kartela. Þessi sérákvæði eru venjulega varðandi
rétt til að mynda slík samtök eða í sambandi við
reglur sem eiga að fyrirbyggja misnotkun samtak-
anna.
Bandaríki Norður-Ameríku
Samkv. bandarísku útflutningslögunum „Practice
and procedure under the export trade act. G. P. 0.,
Washington 1935,“ bls. 23, eru útflutningskartelar
undanskildir hinum almennu ákvæðum uin tak-
markanir á kartelamyndunum á hinum bandaríska
markaði. Þessir „export-kartelar“ eru þó skrásetn-
ingar- og tilkynningarskyldir og hlíta að sjálfsögðu
almennum lögum og reglurn í sambandi við milli-
ríkja- og gjaldeyrisviðskipti.
Englund
í Englandi eru engar reglur, sem miða að því að
takmarka útflutningssamtök í starfsemi sinni, nema
síður sé. Hins vegar eru í hinum almennu lagagrein-
um um einokun og samkeppni, „The monopolies and
respective practices“, ákvæði, sem hægt cr að nota,
ef um misnotkun samtaka er að ræða, en hins vegar
engin, sem kveða á um, að slík samtök séu ólögleg.
Hins vegar er andi laganna hliðhollur export-kartel-
myndunum.
Noregur
Hinn 1. janúar 1954 var sett ný löggjöf, um verð-
lag og „kartela11. Samkvæmt löggjöf þessari eru
ákveðnar reglur og ákvæði varðandi „kartela", sem
myndast í sambandi við sölu og framleiðslu fyrir
innlendan inarkað, en engin ákvæði eru um „ex-
port-kartela“.
Ilér er aðeins minnzt á nokkur lönd, og væri
mjög auðvelt að nefna fleiri.
4. Fyrirtækjasamsteypur
Til fróðleiks skal ég nefna nokkur fyrirtæki, sem
starfa á svipuðum grundvelli og Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna í sambandi við útflutning til
ýmissa landa, en í þeim liafa þau ýmist eigin skrif-
stofur cftir því, hvort markaðurinn er stór eða lítill,
eða umboðsmenn. Umboðsmannakerfið er helzt not-
að á litlum mörkuðum, eins og hér á íslandi, þar
sem ekki borgar sig að hafa eigin skrifstofu cða
eigin fyrirtæki.
Bandaríkin
Af bandarískum fyrirtækjum má m. a. nefna:
Standard Oil Export Corporation og Typewriter
Manufactnres E. A., en í þeim samtökum eru
bandarískir framleiðendur, sem framleiða og flytja
út um 90% af öllum ritvélum i Bandaríkjunum.
Electrical Export Corporation, en í þeim útflutn-
ingskartcl eru m. a. International General Electric
Co. og Westinghouse Electrical Tnternational Co.
California Dried Fruit E. A., og ýmis liveiti-, korn-
og sykur-útflutningsfyrirtæki í Bandaríkjunum.
England
Álitið er, að í Englandi séu meira en 200 útflutn-
14
fnaáls vkhzi,un