Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 20
Aflakóngar í Reykjavíkurhöfn sem þú étur alla daga, skítafæði, við borðuin nætur- saltað og flök og sósu með.“ Ég blanda mér í deiluna og spyr þann freknótta, hvað hann geri við sína fiska. „Ég bara hendi þeim eða gef strákunum þá í beitu.“ „Hvers vegna gefurðu ekki kettinum þá heldur?“ „Það er enginn köttur hjá okkur.“ „Eru þá ekki mýs og rottur hjá ykkur?“ verður mér í ógáti á að spyrja, svona til að segja eitthvað. Sá frekknótti stingur nú báðum höndum í buxna- vasaria, pírir á mig augun og segir með hortugum svip. „Það kemur þér ekkert við, eða ertu kannski frá einhverju blaði?“ Og til þess enn frekar að gefa mér til kynna, að hnýsni sé ekki til siðs í þessum félagsskap, bætir hann við: „Þú þarft ekki að glápa svona á freknurnar á nefinu á mér, þú ert sjálfur með bólu á kinninni.-' Einhver athugasemd um mannasiði var rétt kom- in fram á varirnar á mér, þegar ég sá glettnina í augum stráksa og kersknina í munnvikunum, og Guði sé lof — ég mundi eftir, að einhvern tíma hafði ég sjálfur verið kjaftfor strákur og sneri því snöggt við blaðinu og sagði: „Það er aldeilis strigakjtftur á þér, greyið mitt, sem varla stendur út úr hnefa, og værir ekki í soðningu fyrir sæmilegan fresskött, hvað þá í beitu fyrir hákarl.“ Þetta verkaði. Freknutúlanum fannst þetta auðsjáanlega kjarna- sprok. Það fór vipringur um kjálkabörð hans, og munnherpan varð að breiðu brosi. „Allt í keiinu góði, þú ert ekkert klikkaður. Viltu renna?“ Þeir heyrðu, að ég kunni tungumálið, og þar með var ég búinn að fá upptöku í félagsskapinn. Já, auðvitað vildi ég renna. Sá freknótti lánaði mér færið sitt, og ég sagði: „Viltu tyggjó?“ Og auðvitað vildi hann tyggjó og þeir allir, og þetta var allt í ,,keiinu“ hjá okkur sögðu þeir, þessir átta með ljósu kollana og vonarglóð veiðimannsins í augum. Áhugasamir hornsilayeiðarar vi3 Tjömina 20 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.