Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 21

Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 21
Það var vorljómi í augum drengjanna við höfn- ina. 4. Það vorar líka við Tjörnina. í Hólmanum sitja tveir stórir svartbakar og láta vel hvor að öðrum, núa saman nefjum og nudda bringu hvor annars. En svo kemur sá þriðji flögrandi. Friðurinn er úti og atlotum lokið. — Þýzka álftin er setzt upp, en skammt undan Holmanum heyja þeir cinvígi, þýzki keisarasvanurinn og islenzki álftarsteggurinn. Það er ógnar kærustustand byrjað í fuglaheim- inum við Tjörnina. Stokkendurnar eru farnar að para sig. Þau kúkkelúra þarna tvö og tvö pörin í hóhnum og við tjarnarbakkana. Enn leita þó sumir sér maka. Einn steggjanna er mjög fyrirferðarmikill í bónorðsferðunum, eltir uppi dömurnar nánast á skriðsundi. — Venjulega synda endur með hægum fótaburði og sitja mjúklega á vatnsborðinu. En steggurinn sá arna leggur sig fram í beina línu, teygir háls og haus með vatnsfletinum og slær sveigjum á skrokkinn og skýzt þannig áfram og kroppar í hnakkann á kvensunum. Vorvertíð er lmfin við Tjörnina. Endur veiða flugnalirfur, hettumáfurinn stingur sér eftir síli, í skurðunum voka kettir yfir smáfugli, í Hljóm- skálagarðinum situr unglingspar á bekk. Kannske er hann nú með vorinu loksins farinn að hugsa um þetta, sem hún liefur verið að hugsa um í allan vetur. — í króknum hjá Iðnó eru tvær smátelpur að veiða hornsíli. Þær eru berfættar með uppbrettar ermar. Þær eru með tvö síli, sem þær hafa veitt í sódavatnsflösku og horfa með ánægjusvip á þau sprikla í vatninu í flöskunni. Þær gómuðu þau með berum höndum, því að þær eru ekki með nein veiðarfærin. — Suður undir slökkviliðsstöð cru aðr- ar tvær við veiðiskap. Það er töluvert merkilegri útgerð. Þær eru með einhverja síu úr eldhúsinu hennar mömmu sinnar og sultuglös fyrir aflann. Ilann er að vísu enn heldur rýr, fjögur stór síli og tvö lítil. Það hafa svo mörg sloppið. Þeir ætla að fara með sílin heim og kaupa handa þeim fiska- fóður í apótekinu. 5. Við reikum um Illjómskálagarðinn á björtum vordegi og virðum fyrir okkur fólk og fuglalíf. — Börn og fullorðnir Reykvíkingar að gefa öndunum. Þeir eru fallegir stokkandarblikarnir þessa stund- ina, svo undur fíngræn gljáslikjan á kollunum á þeim. Þetta gæti maður sannarlega kallað vorgræn- an lit. En stokköndin er líka aðgangshörð við að- drættina, fljót, sterk og harðvítug, enda allsráðandi á Reykjavíkurtjörn. Þar stenzt henni enginn snún- ing. Hún rífur ætið út úr hinum veikbyggðari og skapminni andategundum. Það gildir þetta sama lögmál í fuglaheiminum og í mannlífinu: „Skap- lyndi fugls eru örlög hans.“ Það er nú meiri gammagangurinn í stokkandar- steggjunum. Þarna skammt undan landi skellir einn grænhöfðinn hreinlega skoltunum utan um neðra nefhelming á öðrum gapandi félaga sínum, sem er rétt í þann veginn að kyngja brauð- mola. — Það er helzt, að hin skrautbúna og snagg- aralega húsönd veiti stokkandarvörgunum eitthvert viðnám. Þarna er til dæmis ein, scm er snör í snún- ingum og flýr með feng sinn undan heilli hcrsingu af grænhöfðum. Skyldi hún sleppa? Ilún skýzt í kaf. Hún er nefnilega alkafari. Og undan kemst hún. Senn kemur hún aftur upp á yfirborðið, reisir sig á vatnspeglinum, sperrir upp hausinn, baðar út vængjunum, og hristir af sér tjarnarvatnið. Þetta bað gcrði gott og bitinn var gómsætur. Æðarfuglinn er stór og sterkur, en hann er dá- lítið klunnalegur og svifaseinn. Við bakkann lóna nokkrír blikar og tvær kollur. Einn blikanna teygir sig við og við upp og það kúrrar i honum. Kvndugt hljóðið í blikanum, eitthvert velværðarhljiið. Ef til vill er þetta hans tónajátning til sinnar elskulegu. Rauðhöfðinn sér sæmilega fyrir sér, en það tístir ámátlega í honum, ef molarnir eru hrifsaðir af hon- um. — Grafandarpar kemur lallandi eftir bakk- anum. Glæsilegur fugl. graföndin, oddlangt stél, svart nef með grábryddum kanti og bakið fagurlega grámynztrað. Ég sé konu benda á þær og segja: „Svona efni vildi ég eiga í sumardragt!“ En ósköp er hún lingerð, gráandarskinnið. Rétt eins og hún sé alltaf að vandræðast og þvælast fyrir hinum öndunum í þessum mataráflogum. — Þá eru þær og heldur pasturslitlar í hinni hörðu lífsbaráttu, skúföndin, skeiðöndin og duggöndin. Að ég tali nú ekki um urtöndina fallegu, sem hímir uppi við girðinguna og ber það ekki við að reyna að næla sér í brauðmola. Ilún veit sem er, að hún á ekkert erindi í grænhöfðagoggana. — Eg lauma til hennar bita, sem hún sezt með og maular mak- indalega. Þetta er vissulega vel þeginn biti. 6. Það er hægt að upplifa stórviðburði í smámunum við syðstu tjörnina á glöðum vordegi. Leiksviðið FII J Á LS VER Z LU N 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.