Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Side 26

Frjáls verslun - 01.07.1961, Side 26
innheimt 30% einkasölugjald af f. o. b. verðmæti viðtækja og liluta til þeirra, þegar um slíkan inn- flutning hefur verið að ræða. Gjald þetta er vissulega einn þeirra útgjaldaliða, sem innflytjandi greiðir áður en varan er tekin í vörugeymslu og tilbúin til sölu, og ætti því að sjálfsögðu að vera heimilt að leggja á það líka, þar sem það er einn liður í kostnaðaraverði vörunnar. Viðtækjaverzlun ríkisins er að mestu skattfrjáls eins og önnur opinber fyrirtæki. Einkafyrirtæki með svipaða veltu og afkomu mundi vera gert að greiða útsvar og tekjuskatt að auki, sem nema mundi veru- legri fjárhæð árlega. Reykjavíkurbær og ríkissjóður fara þannig á mis við drjúgar tekjur árlega vegna starfsemi þessarar einkasölu. Síðastliðnir þrír áratugir hafa verið óslitið tíma- bil hafta og hvers konar fjötra á frelsi manna í atvinnu- og viðskiptamálum á íslandi. Menn eru farnir að líta á þetta sem varanlegt og óumbreytan- Icgt ástand. Yngri knyslóðin þekkir ekki annað nema af afspurn, og þeir eldri eru búnir að gleyma hinum gömlu, góðu dögum. Viðtækjaverzlun ríkisins cr eitt elzta afsprengi þessarar langvarandi haftastefnu. Þorri landsmanna er væntanlega búinn að fá nóg af slíkri stefnu í viðskiptamálum. Um hinn vestræna heim fer nú alda vaxandi frelsis í verzlun og viðskiptum. Þjóðir hins frjálsa heims taka höndum saman um að aflétta hvers konar höftum og ófrelsi styrjaldaráranna og eftirstríðs- áranna og leitast við að efla samtök sín á sviði efnahags- og menningarmála. Þessi frelsisstraumur fer nú einnig uin ísland, þótt hægt fari. Nú skal reynt að hrista af sér hina ill- ræmdu viðskiptafjötra, enda þótt ekki verði kom- izt hjá einhvcrjum erfiðleikum í bili. Einkasala á viðtækjum á ekki neinn tilverurétt í heimi frjálsra viðskipt.a í nútíma ])jóðfélagi. Ekk- ert fordæmi var fyrir einkasölu á viðtækjum á Vesturlöndum, þegar Viðtækjaverzlun ríkisins var stofnuð, árið 1930, og engri þjóð í hinum vestræna heimi hefur verið boðið upp á slíka einkasölu síð- an, svo vitað sé. En á íslandi hefur ríkt kreppu- og styrjaldarástand í sölu og viðhaldi viðtækja allt frá árinu 1930. Það er óeðlilegt og ósanngjarnt að útiloka ís- lenzka útvarpsnotendur frá að kaupa þau viðtæki, sem þeir hafa hug á. Þá er það ekki í samrærni við hugsjón frjálsrar samkeppni að útiloka alla aðra framleiðendur viðtækja frá íslenzkum markaði en einn eða tvo, svo sem verið hefur hér á landi síð- ustu 30 árin, að mestu levti. Það hefur og ekki verið ætlun forstöðumanna útvarpsmála hér, því í 61. gr. reglugerðar um Ríkis- útvarpið segir: „Heimilt er hverjum landsmanni að panta hjá einkasölunni hvaða viðtæki, sem fáanlegt cr á heimsmarkaðinum, og útvegar hún það, þegar engir sérstakir örðugleikar eru fyrir hendi.“ Þessir sérstöku örðugleikar virðast löngum hafa verið fyrir hendi, þar sem Viðtækjaverzlunin hefur jafnan verið mjög ófús til að uppfylla óskir út- varpsnotenda í þessu tilliti. Þar hefur skömmtunar- og landsföðurhugsjónin ætið orðið ofan á og öllum sérstökum óskum oftast verið vísað á bug, enda ekki þýðingarmikið markmið að þjóna viðskipta- vinum stofnunarinnar og öðrum útvarpsnotendum. Það kann að vera réttlætanlegt, að ríkið hafi einkasölu á lyfjum og áfengi, en það er engan veg- inn réttlætanlegt, að ríkið hafi einkasölu á viðtækj- um, þar eð það hefur engin skilyrði til að veita þá þjónustu útvarpsnotendum til handa, sem óhjá- kvæmilegt er, að sé fyrir hendi, ef vel á að fara í þessari grein viðskipta. Viðtækjaverzlun ríkisins hefur aldrei veitt út- varpsnotendum í landinu neina þjónustu. Viðgerðar- stofu útvarpsins var ætlað að veita nauðsynlega þjónustu vegna viðhalds og viðgerða á viðtækjum landsmanna. Ríkisútvarpið liefur nú gefizt upp á rekstri Viðgerðarstofunnar eftir stórkostlegan tap- rekstur um langt árabil. Ríkisútvarpið sjálft veit.ir heldur enga þjónustu á þessu sviði og hefur engin skilyrði til slíks, enda starfssvið þess annars eðlis. Reynslan hefur þegar sannað, að einkaframtakið eitt hefur skilyrði til að láta í t.é þá þjónustu, sem útvarpsnotendur óska eftir í sambandi við viðhald og viðgerðir á viðtækjum og öðrum hliðstæðum tækjum. Viðtækjaverzlun ríkisins á að liverfa úr við- skiptalífi þjóðarinnar og fáir munu sakna hennar. Reynslan mun einnig sanna, að innflutningi og dreifingu viðtækja og hluta til þeirra er bezt borgið í höndum einkaframtaksins í landinu. Með því móti verða enn fremur bezt tryggð hagkvæmust út- varpsnot í þágu menningar þjóðarinnar. „Jæia, hvemig sem það er borið fram . . . látið okkur hafa það." 2(i FR.TALS VKRZnUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.