Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.07.1961, Qupperneq 27
Gísli J. Ástþórsson: Sómi íslands í Genf Albert A. Bogesen hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hann, „ég fer ekki á ráðstefnuna í Penemunde, og ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá fer ég ckki á fleiri ráðstefnur af þessu tagi að sinni nema forsetinn biðji mig um það persónulega sem ])er- sónulegan greiða við land og þjóð. Ég fékk nóg af ráðstefnunni í Genf. Þó fékk hún góðan endi. En ráðstefnur eru húmbúk, cf ég mætti nota svo gam- alt orð, og ef þú kærir þig um að hevra hversvegna ég segi þetta, þá skal ég segja þér það í stuttu máli á meðan við drekkum kaffið.“ Eins og þú kannski veizt (hélt hann áfram), þá var ég að heita nýtekinn við kaupfélaginu fyrir norðan þegar þeir símuðu að sunnan og báðu mig að fara á þessa ráðstefnu í Genf. Ég tók fyrsta bíl suður með kofortið og Jóhönnu, og tveimur dög- um seinna sátum við í fimmtán þúsund feta hæð og hlustuðum á brestina í flugstjóranum. Það var glampandi sólskin þegar við Ientum í Genf; hann var á austan hjá þeim merkilegt nokk, en brakandi þerrir, og ég efast ekki um að þeir hafa verið byrjaðir að hirða. Verst að sendiherr- ann skyldi vera fótbrotinn. Það lágu boð fyrir mér á flugvellinum að hann væri forfallaður á spítal- anum í Genf, og þegar ég heimsótti hann á spítal- ann, sem þeir reyndar kölluðu hospítal, þá ætlaði ég ekki að þekkja hann fyrir plástrum. Hann var útataður í þessu frá hvirfli til ilja, og hann hafði dottið niður um lyftugatið á Hótel Tmperíal af því Ivftan var í viðgerð úti á verkstæði. Ég var ekki hrifinn af því að eiga að mæta einn á ráðstefnunni eins og nærri má geta, en það var að duga eða drepast, og ég fór með kofortið og Jóhönnu upp á ITótel Imperíal og krækti fyrir lyftugatið. Við fengum herbergi með baði sem sneri út að ströndinni, svo að ég setti Jóhönnu í bað en fór sjálfur að lesa endurminningar Lúðvíks G. Gestssonar: Með höfðingjum á kostnað ríkis- sjóðs. Maður verður að kunna sitt kram. Iláðstefnan var í gömlu Þjóðabandalagshöllinni í Genf, sem er eins og tuttugu Bændahallir í hrúgu, og þegar ég var búinn að sýna skilríkin mín sem voru í lagi, þá var kallað á borðalagðan fylgdar- mann með kastskeyti sem sýndi mér hvar ég ætti að fara úr skóhlífunum og hvar afvikni staðurinn væri og stóri fundarsalurinn og nefndarherbergin og benti mér í leiðinni á fulltrúana, sem voru að tínast inn. Síðast en ekki sízt kenndi hann mér á apparatið á borðinu mínu, sem var heyrnartól sem maður átti að hengja á höfuðið á sér til þess að skilja ræðumenn. A því voru fimm hnappar, og Jjegar maður þrýsti á einn hnappinn, þá kom belj- andi enska úr tólinu, og þegar maður þrýsti á þann næsta, þá kom þessi fína franska, og þegar maður þrýsti á hina þrjá, þá kom rússneska og spánska og kínverska. Sá borðalagði smellti heyrn- artólinu á eyrun á mér og kvaddi, og skömmu seinna byrjuðu fulltrúarnir að hópast í salinn tal- andi sín á milli á tungumálunum sem ég var að enda við að nefna. Forseti ráðstefnunnar var Sir Gordon Fritz- Patrick, sem allir kannast við: bölvaður níðingur. Þegar hann byrjaði að tala, þrýsti ég á ensku- hnappinn og heyrði ljómandi vel til hans. Hann hvatti menn til að sýna þolinmæði og skilning og sáttfýsi af eintómri hræsni, og benti á að ef þessi ráðstefna færi út um þúfur, þá yrði bara að halda aðra að ári. Ég veit ekki hvort það var snjallt hjá honum. Ilann talaði í fjóra tíma, en síðan var fundarhle og síðan veizla. Ég var dauð- þreyttur þegar ég kom heim á hótel, þó að ég var- aði mig á lyftugatinu. Mér varð fljótt ljóst að alþjóðlegar ráðstefnur eru í rauninni ekkert annað en skollaleikur þar sem menn segja allt annað en þeim býr í brjósti og eitt augnakast, eitt falskt bros getur haft meiri frjáls verzlun 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.