Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 28
þýðingu en átta tíma skammaræða úr pontunni.
Eg byrjaði að fylgjast með svipbrigðum manna
úr sæti mínu, og ég tók eftir því að pólski fulltrú-
inn gretti sig í hvert skipti sem spánski fulltrúinn
gekk fram hjá og ameríski fulltrúinn sneri upp á
sig í hvert skipti sem tékkneski fulltrúinn gekk
fram hjá og rússneski fulltrúinn ygldi sig í hvert
skipti sem vestur-þýzki fulltrúinn gekk fram hjá.
Allir voru meira eða minna forhertir á svipinn
nema franski fulltrúinn; hann sneri upp á yfir-
skeggið í hvert skipti sem danski fulltrúinn geklc
fram hjá, en það var kvenmaður.
Það þýðir ekki að mæta á alþjóðaráðstefnum án
þess að gera bandalög: maður er eins og fiskur á
þurru landi. Samkvæmt þeim fyrirmælum sem ég
hafði haft með mér að lieiman, þá át.ti ég að vera
kurteis við Bandaríkjamenn af því þeir pumpa í
okkur dollurum og gefa Rússum undir fótinn af
því þeir hirða af okkur karfann, en vera með hund
við Fritz-Patrick af því hann var Breti. Ég átti
Jíka að halda á Iofti fána norrænnar samvinnu með
því að bjóða skandinavisku fulltrúunum í hádegis-
verð með ræðu.
A fjórða degi ráðstefnunnar flutti Fritz-Patrick
aðra ræðu og kallaði mig þverhaus. Ég var að
hugsa urn að spyrja hann hvort það lýsti þolin-
mæði og skilningi og sáttfýsi að kalla menn þver-
hausa upp í opið geðið á þeim, en þá kom fyrir
atvik sem olli því að ég hafði öðrum hnöppum að
hneppa fyrsta kastið. Það fór eins og eldur í sinu
um salinn að kínverski fulltrúinn væri loksins kom-
inn til ráðstefnunnar.
Þegar maður gerir bandalög á alþjóðaráðstefn-
um, þá ríður auðvitað á að gera. bandalögin við
stórveldi eins og Kína en ekki fimm aura kramar-
húslönd eins og Lichtenstein. Samkvæmt príslist-
anum sem ég hafði upp á vasann, var Lichtenstein
til dæmis alls ekki talið með í kokteilveizluút-
gjöldum, en tuttugu þúsund gullfranka kokteil-
veizla til heiðurs Ivína þótti skítur og ekki neitt.
Ég hvessti augun á Fritz-Patrick, leysti af mér tól-
bandið og þaut út lir salnum. Eg ætlaði að gera
bandalag við Kína þó að það kostaði mig aleiguna.
Ég leitaði uppi borðalagða fylgdarmanninn,
hengdi heyrnartólið á höfuðið á honum, stillti það
á enskuna sem alltaf hefur verið mín sterka hlið
og spurði hvar ég gæti fundið kínverska fulltrúann.
Hann sagði að hann væri niðri á baðströnd að
hvíla sig eftir ferðalagið og ég tók bíl og ók í loft-
inu heim á hótel. Þar gróf ég sundbolinn upp úr
kofortinu, lét Jóhönnu raka á mér lappirnar og
sentist niður á strönd.
Baðströndin við Genfarvatn er feikilegt flæmi,
eins og allar Nauthólsvíkur á íslandi hefðu verið
kræktar saman og sorphreinsaðar. Kínverski full-
trúinn sat undir sólhlíf kippkorn upp af skemmti-
bátabryggjunni, og þegar ég gægðist undir sólhlíf-
ina, þá kom upp úr kafinu að kínverski fulltrúinn
var bráðmyndarleg kínversk stúlka með bráðfal-
legan kínverskan fæðingarblett á bakinu. Ég tók
ofan rennuhattinn og kynnti mig. „Góðan daginn,
heillin,“ sagði ég. „T am the delinquent from Tce-
land.“
Ég var feginn þegar stúlkan svaraði á ensku,
])ví að í flýtinum hafði ég gleymt heyrnartólinu.
Ég sagði henni hvað gerzt hafði á ráðstefnunni í
fjarveru hennar og það með að Fritz-Patrick hefði
verið að enda við að kalla mig þverhaus, og ég
bauðst til að gera bandalag við Kína og grciða
atkvæði með Kína ef Kína héti mér fullum stuðn-
ingi þegar ég stigi í stólinn að svara andskotans
manninum. Ég fór þess ekki dulinn að heiður ís-
lands var í veði.
28
FRJÁLS VERZLUN