Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 32
ÚR GÖMLUM RITUM
>
Hvernig er höfuðborgin í hátf!
Árið 1901 kom út í Reykjavík ferðasaga, „Island um aldamótin", eftir Vestur-
íslendinginn Friðrik J. Bergmann. Hafði hann verið hér á ferð sumarið 1899 og farið
víða um land. Ilér fer á eftir lýsing hans
saman við nútímann. Þess skal getið, að
íbúar í Reykjavík.
Iívernig er Reykjavík útlits í aug-
nm aðkomumanna? Að því er eg
spurðttr hvað eftir annað. Ná-
kvæmlega get eg nú ekki svarað
því; það yrði of langt mál. Eitt
hið fyrsta, sem maður rekur aug-
un í, er það, að húsin eru nálega
öll klædd bárujárni. Á lang-flest-
um húsunum er það ómálað og
lítur þá fremur kultlalega út, þeg-
ar það er látið halda sínum eðli-
lega gráa lit. Hér í Ameríku er
það líka altítt í smábæjum, að
þekja verzlunarbúðir og þess
konar hús utan með járni, en það
er oftast svo úr garði gjört, að
þegar það hefir verið málað, líta
húsin út sem líkast því, að þau
væru hlaðin úr tigulsteini, og er
það miklu smekklegra. Það, að
langflest húsin eru þakin þessu
gráa járni, gefur bænum nokkuð
kuldalegan blæ.
Göturnar eru nokkuð þröngar.
Reyndar sýnist rúmið vera nóg,
því ekki cr landið, þar sem
Reykjavík steiulur, svo dýrmætt.
En bæjarstjórnin segir, að meira
kosti að halda við breiðum göt-
um en mjóum, og þeirri rökfærslu
lúta menn. Ekki er sýnilcgt, að
þær hafi verið lagðar eftir neinni
verulegri reglu. Það er auðséð, að
engir landmælingamenn hafa ver-
32
á Reykjavík, og er fróðlegt að bera hana
1899 munu hafa verið rúmlega 0 þúsund
ið fengnir, hvorki áður né eftir að
Reykjavík fór að byggjast, til að
afmarka, hvar liggja skyldu stræti
og torg höfuðborgarinnar. „Plan-
ið“ er því ekki ósvipað því, sem
Washington Irving segir, að not-
að hafi verið í New Amsterdam,
gömlu New York, þar sem kýrnar
voru látnar ráða, og húsin sett
með fram stígunum, sem þær ról-
uðu, þegar þær fóru út í hagann.
Samt er nú töluvert verið að hugsa
um að ráða bót á þessu hin síð-
ari árin, en það er ekkert áhlaupa-
verk og kemur ekki í Ijós fyrr en
eftir langan tíma. Gangstéttir eru
fremur óvíða og gjöra menn sér
að góðu að þramma út í miðjum
götunum, en furðanlega er leitast
við að halda þeim hreinum, þótt
kýrnar levfi sér stundum að setja
sín einkennilegu innsigli á þær.
Túnin eru einkennilega íslenzk.
Engir akrar eru nú til á íslandi,
eins og kunnugt er, nema túnin;
þau koma í þeirra stað. Túnin
eru þeir blettir landsins, sem hægt
er um að segja, að þar sem þau
eru hafi mennirnir gjört sér jörð-
ina undirgefna. Það eru litlir
blettir í samanburði við alt hið
óræktaða land, sem er geysilega
rnikil víðátta. En þessar blettir
eru þcim mun fegurri. Þeir eru
eins og grashólmar í öræfum. t
öllum endurminningum um ís-
lenzka náttúru hverfur hugurinn
síðast að túnblettinum, eins og
fugl, sem leitar sér hælis. í tún-
inu stendur bærinn og þar er at-
hvarf mannanna. Hvert býli til
sveita er á íslenzku kallað bær
og kauptúnin eru líka kölluð bæir.
Þau eru sveitabæir í stærri stíl.
Þetta á líka við um Reykjavík.
Þótt hún sé nú orðin stór bær
eftir íslenzkum mælikvarða og
fólksfjöldinn mikill, er hún í raun-
inni aðeins sveitabær í stórum stíl.
En hver bær þarf' að eiga sitt tún,
til þess að fylla íslenzku hugmynd-
ina og til þess að fólkið fái notið
sveitasælunnar. Þess vegna ber
líklega svo mikið á túnræktinni í
Reykjavík. Austurvöllur í miðj-
um bænum er eitt þess konar tún,
með girðing umhverfis, og stendur
líkneski Alberts Thorvaldsens, er
Danir gáfu íslandi þjóðhátíðarár-
ið, á því miðju. Ekki er það sleg-
ið í hverri viku, eins og títt er
um grasfleti í bæjum hér í Amer-
íku, sem til prýði eiga að vera,
því þá ónýttist taðan, og til þess
er hún of dýrmæt á íslandi. Þá
er skólatúnið, brekkan fyrir fram-
an latínuskólann niður að læknum,
landshöfðingjatúnið, sem tíðrædd-
ast varð um á alþingi, og Laufás-
túnið. Það liggur raunar fyrir ut-
an bæinn, að austanverðu við
tjarnardældina, en á móti kirkju-
garðinum að vestanverðu, og heit-
ir gatan, sem þangað liggur Lauf-
ásvegur, því síra Þórhallur, sem
þar hefir reist sér veglegt Ibúðar-
hús og ágæt útihús, kallar bre
sinn Laufás.
Eg var að tala um túnin. Það
er fjarska-mikið af túnarækt í
Reykjavík, einlægir túnblettir, sem
ræktaðir hafa verið með ærnum
kostnaði og fyrirhöfn upp úr urð-
inni, Þykku hraunlagi hefir sum-
FRJÁLS verzlun