Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 36
„Nei! Nei! Nei! í guðsbænum ekki éta eplið."
★
„Mamma, gefðu mér einn sykurmola,“ sagði litla
stúlkan.
„Þú ert búin að fá þrjá og ég sagði, að þú ættir
ekki að fá fleiri.“
„Bara einn enn mamma.“
„Jæja, en það verður að vera sá síðasti.“
„Takk, mamma, — en ég verð að segja, að þú
hefur ckki mikinn viljakraft.“
★
Kona (í yfirfullum strætisvagni): „Ég vildi að
þessi myndarlegi maður stæði upp fyrir mér og
byði mér sæti.“
• Fimm menn stóðu upp.
★
„Ég tek aldrei vandamálin heim með mér frá
skrifstofunni.“
„Ég geri það ekki heldur, mín vandamál bíða
mín einnig heima.“
★
„Er konan þín hagsýn?“
„Stundurn. Hún hafði aðeins 28 kerti á afmælis-
kökunni, þegar hún varð fertug.“
Frú nokkur kom til skurðlæknis og bað hann að
skera »ig upp.
„Og livað gengur að yður?“ spurði hann.
„Ekkert sérstakt, en ég er í bridge-klúbb og þar
sem ég hefi aldrei verið skorin upp, þá get ég svo
lítið tekið þátt í samræðunum.“
★
„Látið eins og þið séuð heima hjá ykkur,“ sagði
kona nokkur við gesti sína. „Ég er heima hjá mér
og ég vildi að þið væruð það líka.“
■k
Frænka Sigga: „Viltu ekki meiri tertu, Siggi.“
Siggi: „Nei, takk fyrir.“
Frænkan: „Þú virðist þjást af lystarleysi.“
Siggi: „Nei, það er ekki lystarleysi, það er kurteisi,
sein þjáir mig.“
★
„Skilurðu hvað þelta þýðir iyrir mig? Þetta þýðir það, að
nú mun iólk hlusta á mig þegar ég segi eitthvað."
36
FRJALS VEHZLUN