Frjáls verslun - 01.12.1963, Síða 5
nú nánar vikið að þeim. I 2. málsgrein segir svo:
„í ntanríkisstjórnarráðinu (þ. e. utanríkisráðuneyt-
inu danska) skal skipa eftir ósk íslenzku stjórnar-
innar og í samráði við liana trúnaðarmann, er hafi
þekkingu á íslenzkum högum, til þess að starfa að
íslenzkum málum.“ Danir voru samkvæmt þessu
skyidir til þess að skipa þennan trúnaðarmann að
ósk íslendinga og mundi því ekki hafa orðið af
slíkri skipun, ef engin ósk hefði verið borin fram
af íslands hálfu. Það var íslenzku stjórnarinnar
að meta hvort trúnaðarmaðurinn væri nægilega
kunnugur íslenzkum högum, og hefði hún ekki
þurft að fallast á neinn þann mann, sem ekki upp-
fyllti þetta skilyrði, eða sem hún ekki hefði getað
treyst fullkomlega. Þó var trúnaðarmaðurinn dansk-
ur embættismaður. Ekkert var þó tekið fram um
það hvort hann ætti að vera íslendingur eða Dani,
en eftir orðalagi sambandslaganna virðist þó frekar
hafa verið ætlazt til að það yrði danskur maður
sem fyrir valinu yrði. Samkvæmt stöðu sinni hafði
trúnaðarmaðurinn beinan aðgang að utanríkisráð-
herra Danmerkur og var lionum bæði rétt og skylt
að finna að því, sem honum þótti aflaga fara um
meðferð utanríkismála íslands og að afla sér allrar
fræðslu um þau efni. Hann átti því rétt á að kynna
sér öll skjöl um þau íslenzk mál, sem utanríkisráð-
herrann hafði undir hendi og hann átti að veita
ráðherranum og aðstoðarmönnum hans leiðbeining-
ar og fræðslu um þau mál eftir föngum og óskum
ráðherrans. Hann gat líka átt frumkvæði að því
að danska utanríkisráðuneytið sinnti utanríkismál-
um sem snertu hagsmuni Islands og farið þar eftir
ábendingum ríkisstjórnar íslands. Loks gat íslenzka
stjórnin borið fram fyrir hans milligöngu kvartanir
og aðfinnslur um það sem aflaga þótti fara hjá
Dönum.
í þetta trúnaðarmannsstarf valdist Jón Krabbe,
sem mörg árin næstu á undan liafði starfað á ís-
lenzku stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn og
var því þaulkunnugur íslenzkum mönnum og mál-
efnurn, svo sem lesa má í endurminningum hans
sem út komu fyrir nokkrum árum. Auk mikillar
þekkingar og skilnings á þörfum hins unga fullvalda
ríkis var Jón Krabbe framúrskarandi samvizku-
samur embættismaður, skarpgáfaður og gæddur
þeirri dómgreind að hann var ákaflega fljótur að
átta sig á jafnvel mjög flóknum og erfiðum málum
sem að garði bar. Það var mikið lán fyrir Islend-
inga að þessi maður skyldi veljast í þetta að mörgu
Jeyti vandasama starf. Honum má að verulegu leyti
þakka hveru vel og giftusamlega tókst að ráða fram
úr mörgum viðkvæmum vandamálum. Jón Krabbe
gegndi trúnaðarmannsstarfinu allt til þess að það
lagðist niður 1940.
íslenzkir ráðunautar við dönsk sendiráð
I 3. málsgrein 7. greinar sambandslaganna, segir:
„Nú er einhvers staðar fenginn sendiherra eða
sendiræðismaður og skal þá skipa hann eftir ósk
íslenzku stjórnarinnar og í samráði við hana, enda
greiði Island kostnaðinn.“ Það má telja eðlilegt, að
um skilyrði til skipunar manna í þessi embætti
hefðu verið látin gilda sömu sjónarmið og um trún-
aðarmanninn í utanríkisráðuneytinu, þ. e. að þeir
hefðu nægilega þekkingu á íslenzkum málefnum
og nytu trausts íslenzku stjórnarinnar, en þessi
lieimild var aldrei notuð. Þessir menn mundu liafa
verið skipaðir af hlutaðeigandi dönskum stjórnar-
völdum og því talizt danskir embættismenn, en
ekki íslenzkir.
Ef Danir hefðu af sjálfdáðum fjölgað sendiráð-
um og ræðismannsskrifstofum hefðu Islendingar
notið góðs af því, þar sem öll danska utanríkisþjón-
ustan var skuldbundin til þess að gæta hagsmuna
íslands hvar sem hægt var að láta slíkt í té og
eftir því sem tilefni gafst. Hitt er vafasamt hvort
Danir hefðu getað lagt niður sendiráð eða ræðis-
mannsskrifstofu ef slíkt hefði verið talið brjóta í
bága við hagsmuni Islands. Vafalaust hefðu íslend-
ingar getað krafizt þess, að svo yrði ekki gert, gegn
því að greiða þá kostnaðinn, en óþarft er nú að
eyða frekari orðum að þessu, þar sem til slíks kom
aldrei þau 22 ár sem Danir fóru með utanríkismálin
samkvæmt sambandslögunum.
Þá segir ennfremur í 3. málsgrein þessarar sömu
greinar: „Með sömu skilyrðum skal skipa ráðu-
nauta með þekkingu á íslenzkum högum við sendi-
sveitir og ræðismannaembætti þau, sem nú eru. Ef
stjórn íslands kýs að senda úr landi sendimenn á
sinn kostnað, til þess að semja um sérstök íslenzk
málefni, má það verða í samráði við utanríkisráð-
herra.“ Hér var, að því er þessa ráðunauta snerti,
um sömu þekkingarskilyrði að ræða og ég hefi
áður minnzt á í sambandi við trúnaðarmanninn í
utanríkisráðuneytinu danska, en að öðru leyti má
taka það fram, að staða þessara ráðunauta taldist
vera sú sama og þeirra sem skipaðir hefðu verið í
sambandi við stofnun nýrra sendiráða og ræðis-
mannsskrifstofa. Ráðunautarnir töldust danskir em-
bættismenn, en þó fór svo í reynd, að þeir tóku
$
r’RJÁLS VERZLUIý