Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 18
Dr. Ágúst VaHells:
Island á afómöld
Þ.ann 2. desember 1942 skeði það í kjallara
undir Stagg Field íþróttavellinum við háskólann
í Chicago, að maður dró stöng úr kaidum málmi
varlega út úr hlaða af grafít blokkum og stuttum
úraníum sívalningum. Vísir á Geiger-teljara sýndi
skyndilega mikla aukningu á geislavirkni í nánd
við hlaðann, og þar með var atómöldin runnin
upp.
Ollum er ljóst hvílík áhrif kjarnorkan hefur
haft á félagslega þróun mannkynsins á þeim til-
tölulega stutta tíma, sem liðinn er frá þessum at-
burði. Hver áhrif kjarnorkunnar verða í framtíð-
inni, er erfitt að segja um, en það veltur að sjálf-
sögðu fyrst og fremst á því, hvort hún verður not-
uð í stríði eða friði.
Hér skulum við reyna að gera okkur grein fyrir
því, hver áhrif kjarnorkunnar á íslenzku þjóðina
geta orðið fyrir báða þessa möguleika. Við skulum
athuga þann fyrri fyrst.
Almannavamir
Núna er áætlað að heildar vopnaforði stórveld-
anna sé meiri en 60.000 megatonn að sprengiafli.
Til samanburðar má geta þess, að heildarmagn
allra þeirra sprengja, sem notaðar voru í annarri
heimsstyrjöldinni, var á við 2 megatonn. Styrjöld,
þar sem öllum vopnabirgðunum yrði beitt, myndi
tvímælalaust þýða gagnkvæma tortímingu stríðs-
aðilanna.
Af þessum ástæðum mun tæpast nokkur þjóð
leggja út í kjarnorkustyrjöld að yfirlögðu ráði.
Ilinsvegar er alltaf sú hætta fyrir hendi, að til
árekstra komi milli kjarnorkuvelda, sem aftur leiði
af sér stærri árekstra, og þannig koll af kolli. Ekki
væri víst, að stjórnendur kjarnorkuveldanna fengju
þá spornað við atburðarásinni áður en í óefni væri
komið. Þessi hætta er, sem betur fer, ekki miki!
eins og er, en hún mun aukast eftir því sem fleiri
þjóðir öðlast kjarnorkuvopn. Þó að þessi hætta sé
lítil, sem stendur, er það engu að síður álit þeirra,
sem mest hafa íhugað þessi mál, að það séu meiri
líkur fyrir því að flugfarþegi á norðurhveli jarðar
farist í kjarnorkustyrjöld, heldur en því, að hann
farist í flugslysi.
Ef svo hörmulega færi, að alger kjarnorkustyrj-
öld skylli yfir, mætti búast við því, að manntjónið
(eins og sakir standa í dag) yrði ekki minna en
250 milljónir manna.
Við íslendingar gætum ekki búizt við því, að
komast hjá tjóni í slíkri styrjöld, því við yrðum
mitt á hættusvæðinu. Við gætum átt á hættu að
missa allt að því 100.000 manns, væru engar varnir
viðhafðar. Við íslendingar værum algerlega sinnu-
Iausir um framtíð okkar, ef við gerðum ekki ein-
hverja.r ráðstafanir til almannavarna, þó við þurf-
um vonandi aldrei á þeim að halda.
Þó að almannavarnir geti ekki komið í veg fyrir
manntjón, geta þær dregið mjög mikið úr því. Víð-
tækasta hættan af kjarnorkusprengjum stafar af
geislun frá geislavirku úrfalli, en það er jafnframt
sú hætta sem auðveldast er að verjast. A þeim
svæðum, þar sem geislavirkt úrfall kemur niður
(en þau geta verið hundruð kílómetra á lengd og
tugir kílómetra á breidd fyrir eina sprengju), get-
ur fólk þurft að dveljast í byrgjum allt að tvær
vikur, áður en óhætt er að vera úti við að stað-
aldri. Nálægt sprengistaðnum, þar sem geislunin
er allra mest, getur fólk þurft að flytja brott af
svæðinu jafnvel eftir þann tíma.
Engu að síður getur mannbjörg orðið víðast
livar á úrfallssvæði, ef byrgi með vistum til tveggja
vikna dvalar eru til taks.
Við íslendingar höfum að þessu leyti betri að-
stöðu en ýmsar aðrar þjóðir, því að flest hús hér
18
yEHzraJN