Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Side 28

Frjáls verslun - 01.12.1963, Side 28
skattur er á þær lagður. Hlutabréfin eru hins vegar talin fram hjá einstaklingum og þá á nafnverði. Er því ekki um neina tvísköttun að ræða. Sama máli gegnir um útborgaðan arð innan vissra marka, eins og áður hefur verið minnzt á. I Þýzkalandi er einstaklingum heimilt að draga frá skattskyldum eignum allt að DM 10.000, sem bundin eru í verðbréfum.i) — Hugsanlegt væri að taka þetta fyrirkomulag upp hér á landi, t. d. þannig að einstaklingum væri heimilt að eiga 100 þús. kr. skattfrjálsar í verðbréfum, hjónum 200 þús. kr. og svo einhver viðbótarupphæð fyrir hvert barn. Þá hafa Þjóðverjar einnig beinlínis tekið upp á því að verðlauna verðbréfaeign, en þar í landi eru sér- stök lög um sparifjárverðlaun (Sparprámiegesetz). Samkvæmt þessum lögum er litið á verðbréfakaup sem sparnað. Þetta er þó bundið þeim skilyrðum, að eigandi verðbréfsins hafi keypt það við útgáfu og af útgefanda (eða miðlara hans), og þau verða að vera í eigu hans eigi skemur en 5 ár. Ef þessum skilyrðum er fullnægt, fær eigandi verðbréfsins sér- stök verðlaun, 20% af kaupverðinu, þó aldrei hærri uppliæð en DM 120 á mann á ári. Þessi lög stuðla einmítt að því að auka verðbréfakaup lágtekju- manna og hvetja þá til þess að eiga verðbréfin í langan tíma. Vafalaust mundu slík ákvæði bera einhvern árangur hér á landi og er því bent hér á þessa leið. Stoínun almennnigshlutafélaga Mikið hefur verið rætt og ritað um svokölluð almenningshlutafélög að undanförnu. Segja má, að almenningshlutafélag sé hlutafélag, þar sem hluta- féð er dreift á mjög margar hendur. Ennfremur ganga hlutabréfin kaupum og sölum á almennum verðbréfamarkaði eftir ákveðnum reglum.2) Eftir þessari skýrgreiningu er ekkert almenningshluta- félag til á íslandi, bæði vegna þess að engar ráð- stafanir eru gerðar til þess að koma í veg fyrir sam- drátt hlutabréfa og ekki síður vegna vöntunar al- menns verðbréfamarkaðar. Stofnun almenningshlutafélaga yrði verðbréfa- markaðinum til mikillar eflingar og nokkur almenn- ingshlutafélög með mikilli dreifingu hlutafjár gætu vafalaust tryggt kaupþingi sæmileg starfsskilyrði. Æskilegt er því að stuðla að stofnun slíkra hluta- félaga hér á landi. 1) Mayer M.: Wall Street, London 19.59. 2) Helgason H.: Alraenningshlijtjifélög, Frjáls verzlun 1962. Árið 1924 var Eimskipafélag íslands stofnað með upphaflegri þátttöku rúntlega 14 þús. manna, eða um það bil sjötta hvers einstaklings í landinu, og mun slík þátttaka vafalaust algerlega óþekkt með öðrurn þjóðurn. Hér réðu þó önnur sjónarmið en hagnaðarvon miklu, og er mjög óvíst um, hvort þetta verður nokkurn tíma endurtekið. Frá 1923 var Eimskipafélagið undanþegið skatt- greiðslu vegna lélegrar rekstursafkomu, en um leið var því bannað að greiða hærri arð en 4% af hluta- fé. Þetta ákvæði hélzt í lögum áratugum saman og gerði eign manna í félaginu næstum alveg arð- lausa. Viðskipti meðal almennings með hlutabréf félagsins hafa lengst af verið lítil sem engin, og þau eigendaskipti, sem átt hafa sér stað á þessum 49 árum, sem liðin eru frá stofnun félagsins, hafa einkum farið fram með arfleiðslu og gjöfum. Fyrir seinui heimsstyrjöldina komst gangverð bréfanna niður í fjórðung af nafnverði, en síðan verðbólgan gerði allar eignir miklu verðhærri, hefur gangverð bréfanna hækkað. Félagið hefur sjálft keypt bréfin við tíföldu nafnverði um langt skeið, og má ætla, að þau litlu viðskipti, sem átt liafa sér stað með þau, liafi gerzt á þessu verði. Slík fjárfesting hefur þó lengi verið afar vafasöm frá arðsemissjónarmiði, því að sú 10% arðgreiðsla, sem fengizt hefur af bréfunum undanfarin ár, svarar til 1% vaxta af kaupverði þeirra. Nú hefur verið ákveðið að gefa út jöfnunarhluta- bréf og fást 10 ný hlutabréf fyrir hvert eitt gamalt. Ekki er þó víst, að þessi ráðstöfun verði til mikilla bóta, því að rekstursafkoma félagsins hefur verið svo bágborin undanfarin ár, að engin von er til þess, að því takist fyrst um sinn að greiða hæfi- legan arð af þessu aukna hlutafé. Auk þess má benda á, að eignir þær, sem raunverulega standa að baki hlutafénu, eru vafalaust allmiklu meira virði en tífalt upphaflegt hlutafé, eða tæplega 17 millj. kr. eins og það verður eftir að jöfnunarhluta- bréfin hafa verið gefin út. Þetta veldur því, að gangverð bréfanna verður lægra en „innra“ virði þeirra, nema arðgreiðsla verði höfð því hærri, en eins og málum er nú háttað koma skattalögin í veg fyrir það. Hér er rétt að geta þess, að hin slæma reksturs- afkoma félagsins undanfarin ár hefur einkum átt rætur sínar að rekja til ranglátra og fráleitra verð- lagsákvæða, sem farmgjöld félagsins hafa verið háð. Það virðist því ekki verða óeðlileg krafa, að verð- lagsákvæði séu afnumip með öllu, eða a. m. k. 28 FRJÁÞS VERZLUIt

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.