Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 7

Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 7
FRJAL5 VERZLUN V Tryggvi Ofeigsson, úfgerðarmaður ÞAÐ ER árið 1906. f fjörunni við Hafnarfjarðarlækinn stendur níu ára drenghnokki og sker sér sundmaga úr hryggjum, sem ber- ast að landi frá fyrsta íslenzka togaranum, sem liggur í aðgerð úti á höfninni. Þessi dagur varð fleirum minnis- verður en drengnum. Sagan segir, að Einar Þorgilsson hafi brugðið sér út með Coot þessa nótt, en Ein- ar hefur vafalaust verið þaul- kunnugur í Flóanum sunnanveið- um og veiddi togarinn undan Leirukletti — sjálfsagt utan línu, því að Coot var ekki orðaður við landhelgisbrot — 4 þúsund fiska af rígaþorski, en það hefur lík- lega jafngilt að þyngd afla úr með- altúr á skútu. Þessi mikli afli fór ekki framhjá ýmsum þeim mönn- um, sem farnir voru að hyg'gja á togara^útgerð. Drengurinn, sem þarna var að snapa sér sundmaga í fjörunni, er nú orðinn aldraður maður og situr á skrifstofu við Aðalstræti í Reykjavík og stjórnar stórum tog- arafyrirtækjum. Ferðin milli fjór- unnar í Hafnarfirði og Aðalstrætis 4 í Reykjavík er orðin löng og ströng en að því er virðist áíalla- lítil, skipið hefur sagað áfram jafnt og þétt á úfnu hafinu og' aldrei flatrekið eða slegið undan né annar stanz crðið á ferðinni. Tryggvi Ófeigsson er fæddur á Brún í Svartárdal, 22. júlí 1896 og er Skeiðamaður í föðurætt en Hún- vetningur í móðurætt. Faðir hans var Ófeigur Ófeigsson, Ófeigsson- ar bónda á Fjalli á Skeiðum en

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.