Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 16

Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 16
12 FRJÁLS VERZLUN Tryggvi Ófeigssora í hópi, sem kom að skoða frystihúsið, en þar er ósjaldan gestkvæmt. Styttuna lét Tryggvi setja upp á lóð frystihússins. unninni vöru að verðmæti 50—60 milljónir króna árlega. Það sem hefur staðið þessari verksmiðju fyrir þrifum er að kaupgjald hef- ur hækkað hér miklu meira en markaðsverðið. „Við höfum reynt að reka hana til atvinnubóta, en höfum þó ekki haft efni á því nema að litlu leyti,“ segir Tryggvi. Á árunum 1948 og 1949 létu fé- lögin reisa saltfiskverkunarstöð á Kirkjusandi. Árið 1950 byggðu þau saltfiskþurrkunarhús á Kirkjusandi, eitt hið stærsta hér- lendis. Tveimur til þremur árum seinna gerðu félögin harðfiskverk- unarstöð og reistu stóra fiskhjalla á Selási, í Garðahrauni og víðar. Allar hafa þessar stöðvar og verk- smiðjurnar veitt hundruðum manna atvinnu í lengri eða skemmri tíma. Tryggva Ófeigssyni og Herdisi Ásgeirsdóttur hefur orðið fimm barna auðio og barnabörnin eru nú 22 að tölu. Tryggvi hefur lítið skipt sér af félagsmálum og ekki dreift kröftum sínum en hefur átt sæti í stjórnum samtaka innan sjávarútvegsins, svo sem stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Hann er heldur ekki gef- inn fyrir að eyða tíma sínum í leikhúsum, kvikmyndahúsum, á hljómleikum eða öðrum skemmt- unum. Hann hefur gaman af því að heimsækja börn sín og barna- börn. Hann er mannúðlegur bak við mikilúðlegt yfirbragð. Margir skipsmanna hans eiga honum mikið upp að unna. Flest af þvi, sem Tryggvi hefur gert til stuðn- ings mönnum sínum og fjölskyld- um þeirra eða góðum málefnum er á fárra vitorði og sjálfur flÍK- ar hann því ekki. Hann gerir mikl- ar kröfur til þeirra, sem starfa með honum og fyrir hann, en úl einskis manns hefur hann gert meiri kröfur en til sjálfs sín. Marg- ir hafa haldið ævarandi tryggð við hann og það hefur Tryggvi kunn- að að meta og endurgjalda. Hann er í engu hálfvolgur. Sennilega kann enginn útgerðarmaður jaín- góð skil á skipum sínum og Tryggvi Ófeigsson. Sagt er að eitt sinn, þegar Tryggvi var skipstjóri og skip hans var á siglingu hafi honum þótt slögótt stýrt. Hann spyr rór- manninn: — Ertu á strikinu? — Já, svona hérumbil, svarar rórmaðurinn, ánægður með sína frammistöðu. Þá kallar Tryggvi á annan mann að stýrinu og segir um leið: — Hér dugar ekkert ,,hérumbil“. Þessi saga lýsir Tryggva vel. Hann hefur skrifað margt um hagsmunamál útgerðarmanna og haldið þar fast á málum. Marga undrar hvernig honum hefur lán- azt að halda útgerð sinni á floti þegar flest önnur togarafélög hafa lagt upp laupana eða ramba á barmi gjaldþrots. En enginn atvinnurekstur krefst eins mikils af forstjóranum og út- gerð togara. Þegar þeir útgerðar- menn eru allir, sem ólust upp á togurunum og mótuðust þar að harðfengi og kunnu skil á hverj- um hlut um borð, má búast við að afturkippur verði varanlegri í tog- araútgerð en sá afturkippur, sem á rætur sínar að rekja til misvit- urlegra ráðstafana af hálfu ráð- andi manna í ríkinu. Þessi atvinnu- vegur krefst afburðamanna að kunnáttu og harðfylgi. Tryggvi Ófeigsson hefur sýnt það manna bezt.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.