Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.12.1967, Qupperneq 23
FRJÁLS VERZLUN 15 tJTFLUTNINGSVERZLUN FLYTJUM IT 400 MISMUIMAIMDI VÖRUTEGUNDIR SJÁVARAFURÐA Gunnar Guðjónsson, formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, rekur í þessari grein þróun útflutnings sjávaraf- urða frá íslandi í 30—40 ár. Þýðing útflutningsverzlunarinn- ar fyrir íslenzkt þjóðarbú er öll- um ljós. Viðskipti íslendinga við aðrar þjóðir grundvallast á verð- mæti útfluttrar vöru og þjónustu á hverjum tíma og eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum sem íslendingar. Stafar það af tak- mörkuðum náttúruauðæfum til að fullnægja innlendri þörf bæði í neyzlu og fjárfestingu. Þar af leið- ir, að þjóðin hefur þurft að ein- beita kröftum sínum í nýtingu þeirra náttúruauðæfa, sem gætu gefið henni góðar gjaldeyristekj- ur í aðra hönd, samfara möguleik- um til uppbyggingar lífskjarastigs, sem fullnægði kröfum íbúanna til þess að þeir vildu byggja þetta land. Þau náttúruauðæfi, sem lengst og bezt hafa dugað til þess að mæta þessum kröfum og hafa lagt grundvöllinn undir nútíma at- vinnu- og menningarlíf íslend- inga, eru sjávaraflinn. Hann hef- ur verið sú tekju- og gjaldeyris- uppspretta, sem þjóðin hefur bergt af í áratugi, segja má í aldaraðir. — Árangurinn er glæsilegur. — Þess bera íslenzkar þjóðfélagsað- stæður glögg merki. Hér eru há lífskjör, mikill tekjujöfnuður, fá- tækt í skilningi örbirgðar, sem er landlæg í flestum ríkjum verald- ar, jafnvel í allsnægtalandinu, Bandaríkjunum, þekkist ekki á íslandi. — Átakalaust hefur þessi uppbygging ekki átt sér stað, en athyglisvert er, að hin mikla tekju- og verðmætasköpun, sem átt hef- ur sér stað í sjávarútvegi og fisk- iðnaði og síðan breiðzt út í allar greinar íslenzks þjóðarbúskapar, hefur fyrst og fremst átt sér stað fyrir frumkvæði og forystu einka- framtaksins, einkarekstursmanna í útgerð, fiskiðnaði, markaðsupp- byggingu og skipulagningu þess- arar höfuðatvinngreinar. Gunnar Guðjónsson: „Tekjustig og tekjuskipting heíur verið miðuð við hd- marksárangur í aflabrögð- um og söluverði... Erum við nú að súpa seySið af þessari skammsýnu stefnu í kjaramálum ..." Þjóðarframleiðsla og jafnframt þjóðartekjur íslendinga hafa far- ið stöðugt vaxandi á undangengn- um árum. Stafar þessi aukning fyrst og fremst af auknum sjáv- arafla, er hefur skapað meiri gjald- eyristekjur, bæði vegna aukins út- flutningsmagns sem og góðs og hækkandi verðlags á afurðunum, þar til verðfallið varð á síðasta ári. Sé litið á útflutningsverzlunina í ijósi nútímans og hún skýrð út frá því, er heildarmyndin í stór- um dráttum sem hér segir: Á s.l.þrem árum, þ. e. 1964— 1966, jókst brúttó þjóðarfram- leiðsla á markaðsvirði úr 17.266 millj. kr. árið 1964 í 23.920 millj. kr. árið 1966, eða um 38%. Á sama tíma jókst útflutningur vöru og þjónustu úr 7.045 milij. kr. árið 1964 í 9.200 millj. kr. árið 1966, eða um 30%. Árið 1966 var metár í útflutn- ingi bæði hvað snertir magn og verðmæti. Heildarútflutningsverð- mæti vöru var þá 6.047 millj. kr. og skiptist þannig, að sjávarafui'ð- ir voru fluttar út fyrir 5. 59p millj. kr. eða 92.5%, landbúnaðarafurð- ir fyrir 310 millj. kr. eða 5.2% og aðrar vörur fyrir 141 millj. kr. eða 2.3%. — Sjávarafurðirnar voi’u sem ætíð fyrr lang mikilvægasti útflutningsflokkurinn. Á grund- velli þessa útflutnings hvílir meg- in hluti innflutningsins og keyptr- ar þjónustu erlendis frá. Flestir þekkja helztu útflutn- ingsvörur þjóðarinnar, en vegna samhengis og rökréttrar skýring- ar er nauðsynlegt að telja þær hér upp og mun það gert í réttri röð í samræmi við mikilvægi hvers vöruflokks í útflutningnum. Frystar sjávarafurðir voru stærsti útflutningsflokkurinn ár- ið 1966, að verðmæti 1.612 millj. kr., sem var hið mesta árlega út- flutningsverðmæti til þessa. Næst kom síldar- og loðnumjöl með 1.116 millj. kr., þá síldarlýsi, 882 millj. kr., saltsíld var 582 millj. kr., saltfiskur 551 millj. kr. og skreið 310 millj. kr. Aðrir afuröa- flokkar voru lægri. Fjölbreytni eftir vörutegundum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.