Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 32
zo FRJÁLS VERZLUN GEIMGISFELLIMGIIM ingsframleiðsluna styrkja- og hallaiaust. Það má svo aftur draga í efa, að á þessum stutta tíma haíi verið hægt að reikna út með ná- kvæmri vissu, hve miklar þaríir þeirra mundu verða, enda kom það fljótlega á daginn að mönnum sýndist sitt hverjum, hvort geng- isfellingin hefði verið of mikil eða lítil. Strax og ákvörðun Seðlabank- ans hafði verið tilkynnt var boð- að til deildafunda á Alþingi og þar tekið til umræðu frumvarp urn ráðstafanir vegna gengisfellingar- innar. Mælti forsætisráðherra fyr- ir trumvarpmu og skýrði þá frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að launþegum yrði greidd verð- lagsuppbót á laun samkvæmt nýju vísitölunni, frá og með 1. des. Á meðan á ræðu forsætisráðherra stóð gekk Hannibal Valdimarsson til 'hans og rétti fram bréf fra A.S.Í. til ríkisstjórnarinnar, þar sem skýrt var frá því, að A.S.Í. hefði mælzt til þess við aðildar- félög sín að hætt yrði við verk- föll, er boðuð höfðu verið frá og með 1. des. Ósigrar Lúðvíks og Eysleins. Það hafði verið von þeirra Ey- steins Jónssonar og Lúðvíks Jós- epssonar, að með allsherjarverk- föllum 1. des., yrði ríkisstjórnin knúin til þess að fá þeim ráðherra- stóla til ráðstöfunar. Ákvörðun A.S.Í. var því ósigur fyrir þá. Jafnframt var hún persónulegur sigur fyrir Hannibal Valdimars- son, svo og miðstjórn A.S.I. Með þessu gat hún sýnt svart á hvítu, að um málefnalega baráttu var að ræða og tekizt hafði í meginatrið- um að ná fram settum kröfum og jafnframt sigrast á þeim öilum innan Alþýðubandalagsins sem mátu pólitíska hagsmuni ofar al- mennings- og þjóðarheill. Gremja Lúðvíks og Eysteins var því mikil og birtist í mörgum myndum. Ein er t. d. sú yfirlýsing sem forseti B.S.R.B., Kristján Thorlacius gaf á fundi í Framsókn- arfélagi í Reykjavík, að Hannibal hefði brugðizt í forystuhlutverKi sínu. Vakti þessi yfirlýsing furðu margra og verður ekki ósennilega til þess að samstarf það er tekizt hafði meðal þessara launþegasam- taka verður ekki eins samstillt og áður. Frumvörp afgreidd. Á skömmum tíma voru svo af- greidd sem lög frá Alþingi þrjú stjórnarfrumvörp í tengslum við gengisfellinguna. í fyrsta lagi frumvarpið um ráðstafanir vegna ákvörðunar um gengisfellingu, í öðru lagi frumvarp um vísitölu- uppbót á laun frá 1. des. og í þriðja lagi irumvarp er kvað á um nýskipun verðlagsnefndar. All- miklar umræður urðu um tvö fyrri frumvörpin, en yfirleitt var púðr- ið sparað, því að útvarpsumræða var á næsta leiti. Hliðarráðstafanir. Sem áður stendur og fellur notagildi gengisfellingar með framkvæmd hennar, þótt segja megi að nú sé venjufremur mikið í húfi. Takist víðtæk samvinna og skilningur allra, er ekki vafi a því að þessi ráðstöfun á eftir að verða grundvöllur aukinnar fram- leiðni og atvinnu í landinu, og verða á þann hátt til hagsbóta í framtíðinni. VAMTRAIJSTSTILLAGAM sannfærandi og virtust ekki tala um efnahagsmálin í heild af mikl- um skilningi. Bar það þar að sama brunni og áður, að þeir neita að viðurkenna staðreyndir og gagnrýna harðlega án þess að koma með neinar tillögur sem framkvæmanlegar eru. Eftirminnilegasta ræðan í út- varpsumræðunum var tvímæla- laust ræða Gylfa Þ. Gíslasonar, og má segja að eftir hana hafi Fram- sóknarmenn ekki borið sitt barr í umræðunum. Ræddi ráðherra þá m. a. um afstöðu Framsóknar- flokksins til gengisfellingar 1950, er Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihlutastjórn. Bar þá Fram- sóknarflokkurinn fram vantrausts- tillögu og fékk hana samþykkta, en gekk skömmu síðar til stjórnar- samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og samþykkti þá gengisfellingu einróma, eins og ekkert annað gæti komið til greina. Pálmi Jónsson flutti einnig at- hyglisverða jómfrúrræðu. Á hann ekki langt að sækja skörulegan málflutning, þar sem faðir hans, Jón Pálmason, var á sínum tíma einn af beztu ræðumönnum á Ai- þingi. Þá vakti einnig athygli ræða Magnúsar Kjartanssonar, en inn- takið í henni var hið sama og draumsýn skáldsins Jóhannesar úr Kötlum „Sovét-ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ Annars mun síðar verða fjallað um ræðu- mennsku á Alþingi í þáttum þess- um, og því frekari skrifum um hana sleppt að sinni. Pappírsvörur, ritföng, skrifstofuáhöld, bókhaldsbækur. Áhöld og tæki til kjötvinnslu, Búðarvogir og fételjarar. Egill Guttormsson Umboðs- og heildverzlun Vonarstræli 4, Sími 14189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.