Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 32
zo
FRJÁLS VERZLUN
GEIMGISFELLIMGIIM
ingsframleiðsluna styrkja- og
hallaiaust. Það má svo aftur draga
í efa, að á þessum stutta tíma haíi
verið hægt að reikna út með ná-
kvæmri vissu, hve miklar þaríir
þeirra mundu verða, enda kom
það fljótlega á daginn að mönnum
sýndist sitt hverjum, hvort geng-
isfellingin hefði verið of mikil eða
lítil.
Strax og ákvörðun Seðlabank-
ans hafði verið tilkynnt var boð-
að til deildafunda á Alþingi og
þar tekið til umræðu frumvarp urn
ráðstafanir vegna gengisfellingar-
innar. Mælti forsætisráðherra fyr-
ir trumvarpmu og skýrði þá frá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
að launþegum yrði greidd verð-
lagsuppbót á laun samkvæmt nýju
vísitölunni, frá og með 1. des.
Á meðan á ræðu forsætisráðherra
stóð gekk Hannibal Valdimarsson
til 'hans og rétti fram bréf fra
A.S.Í. til ríkisstjórnarinnar, þar
sem skýrt var frá því, að A.S.Í.
hefði mælzt til þess við aðildar-
félög sín að hætt yrði við verk-
föll, er boðuð höfðu verið frá og
með 1. des.
Ósigrar Lúðvíks og Eysleins.
Það hafði verið von þeirra Ey-
steins Jónssonar og Lúðvíks Jós-
epssonar, að með allsherjarverk-
föllum 1. des., yrði ríkisstjórnin
knúin til þess að fá þeim ráðherra-
stóla til ráðstöfunar. Ákvörðun
A.S.Í. var því ósigur fyrir þá.
Jafnframt var hún persónulegur
sigur fyrir Hannibal Valdimars-
son, svo og miðstjórn A.S.I. Með
þessu gat hún sýnt svart á hvítu,
að um málefnalega baráttu var að
ræða og tekizt hafði í meginatrið-
um að ná fram settum kröfum og
jafnframt sigrast á þeim öilum
innan Alþýðubandalagsins sem
mátu pólitíska hagsmuni ofar al-
mennings- og þjóðarheill.
Gremja Lúðvíks og Eysteins
var því mikil og birtist í mörgum
myndum. Ein er t. d. sú yfirlýsing
sem forseti B.S.R.B., Kristján
Thorlacius gaf á fundi í Framsókn-
arfélagi í Reykjavík, að Hannibal
hefði brugðizt í forystuhlutverKi
sínu. Vakti þessi yfirlýsing furðu
margra og verður ekki ósennilega
til þess að samstarf það er tekizt
hafði meðal þessara launþegasam-
taka verður ekki eins samstillt og
áður.
Frumvörp afgreidd.
Á skömmum tíma voru svo af-
greidd sem lög frá Alþingi þrjú
stjórnarfrumvörp í tengslum við
gengisfellinguna. í fyrsta lagi
frumvarpið um ráðstafanir vegna
ákvörðunar um gengisfellingu, í
öðru lagi frumvarp um vísitölu-
uppbót á laun frá 1. des. og í
þriðja lagi irumvarp er kvað á um
nýskipun verðlagsnefndar. All-
miklar umræður urðu um tvö fyrri
frumvörpin, en yfirleitt var púðr-
ið sparað, því að útvarpsumræða
var á næsta leiti.
Hliðarráðstafanir.
Sem áður stendur og fellur
notagildi gengisfellingar með
framkvæmd hennar, þótt segja
megi að nú sé venjufremur mikið
í húfi. Takist víðtæk samvinna og
skilningur allra, er ekki vafi a
því að þessi ráðstöfun á eftir að
verða grundvöllur aukinnar fram-
leiðni og atvinnu í landinu, og
verða á þann hátt til hagsbóta í
framtíðinni.
VAMTRAIJSTSTILLAGAM
sannfærandi og virtust ekki tala
um efnahagsmálin í heild af mikl-
um skilningi. Bar það þar að
sama brunni og áður, að þeir neita
að viðurkenna staðreyndir og
gagnrýna harðlega án þess að
koma með neinar tillögur sem
framkvæmanlegar eru.
Eftirminnilegasta ræðan í út-
varpsumræðunum var tvímæla-
laust ræða Gylfa Þ. Gíslasonar, og
má segja að eftir hana hafi Fram-
sóknarmenn ekki borið sitt barr
í umræðunum. Ræddi ráðherra
þá m. a. um afstöðu Framsóknar-
flokksins til gengisfellingar 1950,
er Sjálfstæðisflokkurinn var í
minnihlutastjórn. Bar þá Fram-
sóknarflokkurinn fram vantrausts-
tillögu og fékk hana samþykkta,
en gekk skömmu síðar til stjórnar-
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
og samþykkti þá gengisfellingu
einróma, eins og ekkert annað
gæti komið til greina.
Pálmi Jónsson flutti einnig at-
hyglisverða jómfrúrræðu. Á hann
ekki langt að sækja skörulegan
málflutning, þar sem faðir hans,
Jón Pálmason, var á sínum tíma
einn af beztu ræðumönnum á Ai-
þingi.
Þá vakti einnig athygli ræða
Magnúsar Kjartanssonar, en inn-
takið í henni var hið sama og
draumsýn skáldsins Jóhannesar úr
Kötlum „Sovét-ísland, óskalandið,
hvenær kemur þú?“ Annars mun
síðar verða fjallað um ræðu-
mennsku á Alþingi í þáttum þess-
um, og því frekari skrifum um
hana sleppt að sinni.
Pappírsvörur, ritföng, skrifstofuáhöld,
bókhaldsbækur.
Áhöld og tæki til kjötvinnslu,
Búðarvogir og fételjarar.
Egill Guttormsson
Umboðs- og heildverzlun
Vonarstræli 4, Sími 14189