Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 45

Frjáls verslun - 01.12.1967, Page 45
FRJALS VERZLUN 29 hús. Hins vegar skortir nokkuð á það að eftirspurninni eftir lóðum undir einbýlishús, raðhús og tví- býlishús sé að sama skapi fuli- nægt. En á sama tíma, sem bætt hefur verið úr íbúðaskorti fyrri ára, vex ný þörf fyrir íbúðir með vaxandi fólksfjölda. Gert var ráð fyrir því að á tímabilinu 1964— 1966 yrði árlega þörf fyrir rúm- lega 1500 nýjar íbúðir á ári. Á þessu ári er talið að þörf sé fyrir 11600 íbúðir og á næstu fimm ár- um er þörfin áætluð rúmlega 1600 íbúðir á ári en gæti farið yfir 1700 íbúðir ef hlutfall þeirra einstakl- inga, sem sækjast eftir eigin íbúð fer hækkandi. Enda þótt endur- greiðslur á lánum Húsnæðismála- stjórnar fari stöðugt vaxandi er augljóst að tekjustofn hins ai- menna veðlánakerfis frá 1965 mun ekki duga til að standa und- ir lánsþörf næstu ára. FRAMLAG RÍKISSJÓÐS ÞYRFTI AÐ HÆKKA. Nauðsynlegt er að lánamál hús- byggjenda verði aftur tekin til endurskoðunar þótt skammt sé liðið síðan gerð var á þeim mikil bragarbót. Tekjustofnar Húsnæð- ismálastofnunarinnar eru nú eig- ið féj afborganir af lánum, skyldu- sparnaðarfé, launaskattui-, tekjur af sexfölduðu fasteignamati, nokkrir smáliðir og 40 milljómr koma frá ríkissjóði. Skýlaust mætti hækka framlag ríkissjóðs á næsta ári. Þá kemur hækkun fasteignaskatts einnig til greina og verði tekjur sem þannig fást látnar renna inn í almenna veð- lánakerfið. En með þessu eru vandamál hús- byggjenda í Fossvogi ekki leyst til fullnustu. Nauðsynlegt er að rík- isstjórnin beiti sér fyrir því að sterkustu bankarnir hefji útlán til húsbyggjenda út á væntanleg lán Húsnæðismálastjórnar í vor, ef bankarnir hefja þessar lánsveit- ingar ekki af sjálfsdáðum. Þessar lánveitingar þyrftu að hefjast ekKi síðar en í febrúar. Það eru einkum Landsbankinn og Búnaðarbank- inn, sem ættu að geta veitt mikiJs- verða aðstoð að þessu leyti. Hugs- anlegt er einnig að Verzlunarbank- inn geti hlaupið eitthvað undir bagga.Aðstaða Útvegsbankans til þess er hins vegar slæm og fyrir- sjáanlegt að hann getur ekki lán- að til húsbygginga á næsta ári. Framleiðum mikið úrval af stalhusgögnum í eldhús, félagsheimili, kaffistofur o. fl. iíROIVI húsgögn Hverfisgötu 82. — Sími 21175.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.