Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Síða 51

Frjáls verslun - 01.12.1967, Síða 51
FRJÁLS VERZLUN 31 sínar í stærri upplögum en hin for- lögin, þar sem flestar jólabækurn- ar hætta að seljast að loknum jólamarkaði, en bækur bókafélag- anna geta selzt ár eftir ár, vegna þeirra kjara, sem félögin bjóða upp á. Tölurnar tala. Til að gera sér betur ljósan vanda íslenzkrar útgáfustarfseini skal hér sett upp lítið dæmi. Við skulum hugsa okkur meðalbÓK, sem prentuð er með meðalletri á meðalpappír, og setja kostnaðar- dæmið upp þannig: Höfundur 25 kr. á eintakið Bókband 30 — - — Myndamót, kápa 5 — - — Setning, prentun, pappír o. fl. 40 — - — Samtals 100 kr. hvert eintak Nú skulum við segja, að prent- uð séu 4000 eintök af bókinni. Kostnaðurinn við gerð hennar nemur þá 400.000 krónum. Dreifingu og sölulaun má reikna um 30% af söluverði bókarinnar, þannig að þessi umrædda bók, sem við seljum á 303 krónur, tekur þar á sig kostnað, sem nemur 100 krónum. Útgefandinn stendur eft- ir með um 200 krónur og til að hafa fyrir útgáfukostnaðinum verður hann að selja helming upplagsins, en það sem selst fram yfir það er gróðinn. Nú er það viðtekin regla, að bóksalar gera ekki upp við útgef- endur fyrr en 1. marz ár hvert. Það er þó til, að bóksalar kaupi bækurnar af útgefendum, og þa gegn 30% afslætti, en hitt þeklast líka, að uppgjörið dragist fram eftir öllu ári. Það er því ávalit nokkur bið á því, að gróðinn skiii sér, en útgáfukostnaðinn verður að greiða jafnóðum. Þegar við svo athugum í hillur bókaverzlananna, kemur venju- lega í Ijós, að bókin er orðin „gömul“ um leið og jólamarkaðin- um sleppir, þannig að það, sem ekki selzt á jólamarkaðinum á mjög erfitt með að hreyfast nokk- uð úr því. Þó að þetta sé að ýmsu leyti óraunhæft dæmi, sýnir það þó vel frá sínum punkti, hvað um er að ræða. í FARÁNGRINUM Síðasta verk Nóbclsverðlauna- skáldsins ERNEST HEMINGWAY í þýðingu Nóbelsverðlauna- skáldsins HALLDÓR LAXNESS „Hver sem í æsku átti því láni að fagna að ilcndast í París uni skeið, hann tnun sanna að livar sem leiðir liggja síðan er París í för með lionunr eins og veisla í farángrinuni.“ Þannig skrifaði Ernest Hcniingivay til vinar árið 1950. Frábærlcga skcmmtilcg bók í óviðjafnanlcgri snilldarþýðingu Halldórs Laxness. I henni sam- einast snilli tveggja fremstu nú- tíniarithöfunda vcraldarinnar, svo það verður hverjum nianni hreinasta unun að' lesa þessa ein- stæðu bók. l»eir sein ekki hafa enn vcitt sér þessa ánægju, ættu ckki að draga það öllu lengur. „Ég var úngur og ckki þúngur og alla líð var eittlivað undarlegt og skrýtið' að gerast, eins þó koinið væri í óvænt efni,“ scgir Heming- way. Afburða skemmtileg bók í fallegu bandi. Biöjiö bóksalann yöar að sýna JólamarkaÖurinn Margt erlent fólk rekur upp stór augu, þegar íslendingur reynir að útskýra fyrir því lögmál íslenzKr- ar bóksölu. Það getur vart talizt nema eðlilegt, þegar haft er í huga, að fyrirbrigði sem jólamark- aðurinn íslenzki þekkist varla annars staðar. Þó að jólamarkaðurinn geti að vissu leyti kallazt lyftistöng is- yöur BÚKAFORLAGSBÆKURNAR lenzkrar bókagerðar eins og er, ma einnig færa rök að því, að hann sé smátt og smátt að bana henni líka. Flestir íslenzkir lesendur hafa vanizt því að kaupa bækur fyrst og fremst meðan jólamarkaðurinn stendur yfir og þeirri venju er önnur samfara — sem sé sú, að kaupa ekki annað en það, sem þeir telja vandaðar bækur, hvað útlit snertir. Vegna þessa leggja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.