Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Síða 61

Frjáls verslun - 01.12.1967, Síða 61
FRJÁLS VERZLUN 37 ÍÞRÓTTIR KAFAÐ I DJUPIÐ Köfun til skemmtunar heldur mönnum í líkamlegri þjólfun og veitir andlega hvíld. íþróttir eru nauðsynlegar öllum þeim, sem stunda vinnu innan dyra, ekki sízt þeim, sem daginn út og daginn inn sitja við skrif- borð. Og íþróttir eru svo fjölþætt- ar, að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá sem eru líkamlega heilbrigðir getur frosk- köfun verið heppileg. Það er bæði óvenjuleg og skemmtileg íþrótt, sem mjög er að ryðja sér til rúms hér á íslandi. Það er ekki aðeins að köfun haldi mönnum í góðri, líkamlegri þjálfun, hún getur einnig orðið andleg hvíld, því að í undirdjúpunum opnast mönnum algerlega nýr heimur, friðsæll og fallegur. Dýr útbúnaður. Það er bezt að byrja rólega, t. d. við að skoða strandlengjur og í kringum sker, en þegar þjálfun og öryggi eykst, er hægt að víkka sjóndeildarhring- inn með því að leita að skipsflök- um eða einhverju öðru, sem gæti haft verðmæti að geyma. Enginn, sem ekki hefur reynt slíkt, getur ímyndað sér, hve æsandi tilfinn- ing það er, að kanna skipsflak, sem ef til vill hefur legið á hafs- botni í áratugi, fara hægt í gegn- um þetta þögula, dimma ferlíki og leita að einhverju, sem gæti gefið vísbendingu um mennina, sem á því voru, eða farminn, sem það flutti. Og það er enginn skort- ur á skipsflökum við strendur ís- lands. Helzti gallinn við froskköf- un er, hversu dýr útbúnaðurinn er. Góð tæki kosta varla minna en 20 þúsund krónur, þegar allt er komið, og það er nokkuð mikið, ef pyngjan er létt. Samt borgar sig ekki að reyna að kljúfa það með því að kaupa ódýr tæki. Það gæti hefnt sín síðar. Tækjakaup eru þá alls ekki óframkvæmanleg, þótt tekjurnar séu kannski ekki allt of háar, flestir innflytjend- urnir bjóða nokkuð hagstæðar af- borganir, og Gunnar Ásgeirsson h.f. býður t. d. upp á hin svo- nefndu sparikaup, sem virðast vera ákaflega hagstæð. Gunnar er líka einn stærsti innflytjandinn og hvað gæði snertir stenzt vara hans samanburð við hvaða önnur merki, sem er. Það er þrennt, sem menn þurfa að muna, ef þeir ætla að leggja köfun fyrir sig. Fyrst og fremst verða þeir að vera líkamlega heil- brigðir, hafa sterkt hjarta og þar fram eftir götunum, í öðru lagi verða þeir að hafa einhvern með sér; menn eiga aldrei að kafa ein- ir, ef þeir komast hjá því, og áhugamenn ættu frekar að sleppa því að kafa á fallegum sunnudegi en að fara einir. Það er líka alger óþarfifyrir menn að flækjastþetta einir, það eru líklega um 2—300 sportmenn á landinu og því nóga félaga að hafa. Tvenns konar búningur. Útbún- aðurinn er til í svo mörgum útgáf- um, að það yrði of langt mál að rekja hér, en þó má drepa á aðal- atriðin. Það er þá fyrst „gallinn“ sjálfur, hann er tvenns konar. Annars vegar er svokallaður þurr- búningur og hins vegar blautbún- ingur. Þurrbúningurinn er alger- lega vatnsheldur og menn klæðast hlýjum fatnaði innanundir. Blaut- búningurinn er úr svampgúmmíi, fellur þétt upp að líkamanum og menn blotna í gegn. Líkaminn hitar svo upp vatnið svo að mönn- um er ekki kalt nema rétt fyrst. Blautbúningarnir eru yfirleitt vin- sælli hjá sportmönnum, enda eru þeir miklu þjálli og þægilegri í meðförum. Þá eru það loftbirgð- irnar, sem eru bornar á bakinu, í einum eða fleiri kútum; einn er nú alveg nóg til að byrja með. Af lungum eru til ótalmargar teg- f undirdjúpunum opnast heimur friðsældar og fegurðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.